Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 42

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 42
Frá Kuummiit. Lengst til hægri er hús Sigurðar Péturssonar, „Höll ísmannsins”. Þegar heim kom fór ég á skrifstofuna og ræddi við Guðmund Ófeigsson, bróðurTryggva, sem þar var skrifstofumaður. Auk hans var ein skrifstofustúlka og svo Tryggvi sjálfur sem var með sér skrif- stofu og hafði venjulega lokað að sér. Mikill munur var á manna- haldinu á skrifstofunni hjá Júpiter og Mars eða hjá Bæjarútgerð Reykjavíkur þar sem tug manna þurfti til að sinna hliðstæðu verki. Þegar ég kom inn á skrifstofuna leit Guðmundur á mig og sagði: „Hann Tryggvi bróðir vill tala við þig”. Ég fór umsvifalaust inn á skrif- stofuna til Tryggva og hitti hann þá í fyrsta sinn. Hann sat við skrif- borð sitt og brosti til mín og heilsaði. Síðan bauð hann mér vindil og brjóstsykur. Ég þáði hvorttveggja. Þá spurði hann mig hvort ég treysti mér til að verða skipstjóri á svo stóru og miklu skipi sem Júpíter...” Á skuttogurum „Hafísinn hefur alltaf heillað mig. Auðunn Auðunsson, sem var skipstjóri á Framnesinu þegar það kom nýtt, sagði einhvern tíma að ég mætti ekki vita af ísjaka í 100 sjómílna fjarlægð án þess að keyra beint á hann. Nokkuð var til í þessu hjá honum því ég varð alltaf að komast að því hvort fiskur væri undir ísnum fór því gjarnan inn í ísbreiðurnar. Það verður að viðurkennast að ég fór oft að nauðsynjalausu inn í ísinn. Oft þegar stórviðri gerði á Vestfjarða- miðum og togararnir fóru í land þá sigldi ég á Framnesinu beint til hafs. Ég vissi sem var að ekki væri langt í ísjaðarinn og þegar að ísröndinni kæmi væri sléttur sjór. Ásgeir Guðbjartsson, skipstjóri á Guðbjörgu, hafði stundum við orð að það væri gott að hafa veður- skipið Framnes úti. Reyndar gerði þetta mér kleift að kasta svo sem 12 tímum áður en skipin sem fóru í land voru búin að berjast út á Hala gegn norðaustanáttinni. Auðvitað var ekki alltaf árangur hjá mér og það gat verið tap á því uppátæki að sigla til hafs. Þess ber þó að geta að fátt er hættulegra en sigla af Halanum í norðaust- anóveðri og inn á ísafjarðardjúp. Þá er veður og sjór á hliðina sem skapar stórhættu. Að mörgu leyti var því farsælla hjá mér að sigla beint út til móts við hafísinn. Fjölskyldurnar í landi toguðu auðvitað í hina skipstjórana en ég var aldrei að spá neitt í það. Eitt sinn sem oftar sigldi ég á Framnesinu út undir ísinn. Þá var ég þar í heila viku í vitlausu veðri. Ég þráaðist alltaf við og mann- skapurinn um borð var að verða vitlaus og ennþá verri voru konurn- ar í landi. Þeir bölvuðu mér og sönkuðu vegna mannvonskunnar. Ég gerði þetta þó bara í þeirri von að hann gengi niður og ég næði tímanlega á Halann. Þessi ferð varð ekki til fjár vegna þess að þeg- ar veðrinu loks slotaði varð ég að landa þessum fáu tittum sem komnir voru í lestina. Hinir togararnir sem komu út þegar lægði fylltu sig á skömmum tíma. Þetta fékk þó ekkert á mig og ég hélt mínu striki og sigldi norður undir ísinn þegar tækifæri gafst. Þingeyringar ákváðu að láta smíða nýjan togara og ég fór með Sigurði Kristjánssyni til Akureyrar vegna þess. Mér leist ekki meira en svo á það mál enda kom á daginn að fjárfesting í hinum nýja togara, Sléttanesi, sem og stækkun frystihússins varð á endanum til að setja fyrirtækið á hausinn. Þetta var alltof mikil og hröð upp- bygging til að það gæti gengið. Örlög Fáfnis hf. á Þingeyri voru ekki því að kenna að skipin öfluðu ekki því Sléttanesið mokfiskaði undir skipstjórn Vilhelms Annassonar sem hætti á Dagrúnu til að taka hið nýja skip. Um það leyti sem verið var að semja um smíði Slétta- ness hringdi Kristján Pálsson, núverandi alþingismaður, í mig og sagðist vera að taka við stjórn útgerðarfyrirtækisins Útvers hf. á 42 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.