Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 48

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 48
sjómennskunni sleppir. Ég var á leið á sjóinn klukkan 5 um morgun þegar hann kom akandi og bað mig að setjast inn í bílinn til sín. Ég gerði það og hann ók af stað. Síðan leit hann alvöruþrunginn á mig og spurði: „Veistu hvað þú ert búinn að fiska á þetta horn á árinu, Siggi?” Ég sagðist ekki hafa hugmynd um það. „Þú ert kominn með rúm 400 tonn. Og veistu hve mikið er af þorski í þeim afla?” Ég sagðist andskotann ekkert vita um það enda sæti ég ekki við að reikna út skiptingu aflans og legði meira upp úr því að stunda sjóinn. „Af öllum þessum afla eru aðeins 20 tonn af þorski,” sagði hann þá hálfu alvarlegri. „Hvað með það?” spurði ég. „Þú hlýtur að hafa haft einhverstaðar rangt við Siggi minn,” svaraði hann. „Þú heldur það,” sagði ég og glotti til hans. „Keyrðu mig niður á bryggju. Ég er að fara á sjóinn,” bætti ég við. Við þögðum báðir þar sem hann ók niður á höfn og ég vipþaði mér um borð án þess að kveðja. Því er ekki að neita að allflestir í Ólafsvík voru í því að hagræða aflatölum og landa framhjá. Samstaða var meðal allra um að halda veiðieftirlitsmönnum frá þessari hagræðingu. Því flóknara sem eftir- litið er því meira brjóta menn af sér og allt í kringum ísland er verið að svindla á kerfinu. Ég heyrði ekki meira af þessum útreikningum veiðieftirlitsins og hélt mínu striki. Ég hef aldrei séð eftir neinu sem ég hef gert gegn kvótakerfinu. Hitt er svo annað mál að maður var að sparka hundruðum tonna í hafið á togurunum en síðan ætlaði allt vitlaust að verða ef einhver trilla landaði nokkrum tonnum af snurvoðarbát. Eitt sinn fengum við á Arinbirni 100 tonn af þorski á einum sólar- „(^enðum jjéíöojum okkar orj öðzum &lómönnum bestu jöía ofj njfázskvedjux mez) von um /jazsfelð á njjju áz)u Félag íslenskra skipstjórnarmanna Þar sem fagmennska og færni er í fyrirrúmi. hring. Við gátum fryst 20 tonn af þessu en öllu hinu var kastað í hafið aftur. Þetta var svona víða á togurunum. Einu sinni sagði ég frá þessu og þá sagði Guðjón Ebbi Sigtryggsson, skipstjóri á frysti- togaranum Örvari frá Skagaströnd, að þetta ætti við um mig einan. Aðrir fleygðu ekki fiski í sjóinn. Auðvitað var þetta tóm lygi og það voru allir í þvi að kasta fiski fyrir borð í einhverjum mæli. Allir vissu af því en sumir reyndu samt fegra sinn hlut...” Til Grænlands „Undir það síðasta í Ólafsvík átti ég tvo smábáta, Viktoríu og Kötlu. Það fiskaðist ágætlega en ég var orðinn hundleiður á öllu eft- irlitsruglinu. Sumarið 1997 hafði vinur minn Páll Egilsson vélstjóri samband við mig og spurði hvort ég vildi ekki koma með sér í 10 daga skemmtiferð til Grænlands á slóðir Stefáns Magnússonar hreindýrabónda. Páll hafði verið í Kringlunni og pantað þar ferðina. Ég taldi það fráleitt og sagðist ekki sjá hvaða erindi ég ætti til Grænlands. Þórunn, kona mín, lagði aftur á móti að mér að fara og taldi að ég hefði gott af því að skreppa. Líklega hefði hún betur sleppt því að leggjast á sveif með Páli því ég lét undan og tening- unum var kastað. Við flugum til Narsarsuaq og þaðan var haldið til Qaqortoq eða Julianeháb. Við Páll vorum þarna í hópi 15 íslendinga og allt var þetta bráðskemmtilegt fólk. Ég hef alltaf verið slarkari og gleðimað- ur og skömmu eftir að við komum til Qaqortoq fór ég i bæinn og hitti þar Grænlendinga. Þeir tóku mér eins og ég hefði verið þarna alla tíð. Það fór vel * með okkur og mér leið eins og ég væri einn víkinganna sem bjuggu þarna fyrr * öldum. Það kann þó að vera að væntumþykja þeirra innfæddu hafi stafað af því að ég *tti nóg af koníaki...” 48 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.