Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 57

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Síða 57
Mikil og hörð viðbrögð stjórnvalda í Grikklandi urðu eftir að Ex- press Samina fórst í liaust. Teknir í karphúsið Siglingamálaráðherra Grikklands rak þarlendan siglingamála- stjóra og átta skipaskoðunarmenn eftir að farþegaferjan Express Samina fórst og 80 manns með henni. Var þeim gefið að sök að hafa þegið mútur og hafa stuðlað að slæmum móral meðal hafnar- ríkisskoðunarmanna ásamt því að hafa ekki staðið sig i því eftirliti sem ætlast var af þeim varðandi öryggi ferjunnar. Stjórnvöld þar í landi hafa boðað umbyltingar í öryggismálum ferja og hafa öryggis- málin verið eitt aðal umræðuefnið í þinginu hjá þeim. Kaldur kall Þrjátíu og þriggja metra langur tvíbolungur, Club Med, gerði sér lítið fyrir og sigldi á 20 mílna hraða á móti skiþaumferð á aðskildri siglingaleið undan Dover fyrir skömmu. Alls kærðu 17 skip siglingu Club Med en skipstjórinn þar um borð er þekktur maður í skemmti- siglingabransanum. Þrátt fyrir það verður hann að þunga út 12 þús- und sterlingsþundum í sektargreiðslu fyrir upþátæki sitt. Eitt af gömlu Sealand skipunum i nýjum litum Maersk Sealand Gámarisinn mikli Samruni Mærsk (gámaskiþadeildin) og Sealand skipafélaganna er nú yfirstaðinn. Eins og áður hefur verið sagt á þessum síðum keypti danski risinn sig inn í bandaríska skipafélagið og eru nú þau bandarísku komin f bláa lit Mærsk skiþanna. Þá breyttust einnig á- letranir á síðum skipanna í Maersk Sealand. Nú er þetta lang stærsta gámaskipaútgerð heims og þeir sem næstir koma þeim, Evergreen, eru helmingi minni. Sameinaði gámaskiþaflotin telur 110 eigin skip (400.000 teu’s), 40 leiguskip (200.000 teu’s) og 23 nýbyggingar (100.000 teu’s). Það þarf Ifka reiðinar ósköp af gám- um í allan þennan flota en gámarnir eru taldir vera 700.000 þurrgámar, 75.000 frystigámar og 80.000 fleti. Hjá fyrirtækinu starfar 3000 manns. „Það er sokkið” Á síðasta ári fengum Reykvíkingar heimsókn skips Alþjóðaflutn- ingaverkasambandsins ITF Global Mariner en skipið sigldi umhverf- is hnöttin með sýningu á bágum aðbúnaði og kjörum sjómanna. Þegar heimssiglingunni lauk var skipið sett á sölu en erfiðlega gekk að selja skipið og var því breytt í þjálfunarskip í júní s.l. Ekki varð skipið farsælt í sínu nýja hlutverki því að þann 2. ágúst lenti skipið í árekstri við annað skip, Atlantic Crusader, með þeim afleiðingum að það sökk. Atlantic Crusader lá við akkeri er áreksturinn varð en minni skemmdir urðu á því. Frystiskipin sem verið er að sökkva “rólega” Brotajárnsmenn leggja upp laupana Þrjátíu og átta af sjötíu niðurrifsstöðvum á Chittagong svæðinu í Bangladesh hafa hætt starfsemi sinni á síðustu þremur árum. Meðal ástæðna fyrir þessum samdrætti er minnkandi eftirspurn eftir niðurrifi ásamt lágu verði. Ástand við niðurrifsstöðvar í Bangladesh hefur verið eitt af baráttumálum Greenpeace en þeir hafa bent á háa slysatíðni við þessa atvinnugrein þar í landi. í júní s.l. létust 25 og yfir 100 slösuðust við niðurrif skiþa þar í landi. í endaðan mai kom upþ eldur við niðurrif á risatankskiþinu Dena og létust 17 en 60 slösuðust. Margir verkamenn verða árlega fyrir skaða af völdum gas- og eiturefna sem leysast úr læðingi þegar verið er að rífa skipin. Vélagallar Fundist hafa gallar í aðalvélum yfir 24 skipa sem flest voru smíð- uð hjá Daewoo. Um er að ræða sprungur sem myndast í botn- ramma en vélarnar sem um ræðir eru af Sulzer gerð RTA84T og 84T-B. ► Sjómannablaðiö Víkingur - 57

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.