Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 58

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Page 58
Alondra er gripaflutningaskip sem brotajárnshaugarnir bíða eftir. Pottmatur Kúariðan tekur sinn toll víða og ekki bara á þurru landi. Nýlega voru tvö gripaflutningaskip seld til niðurrifs eftir að flutningar á lif- andi skeppnum drógst saman í kjölfar kúariðunnar. Þegar slík skip eru komin til ára sinna þá er allur búnaður þeirra farinn að gefa sig þannig að útgerðarmenn slíkra skipa velja frekar þann kost að selja þau til niðurrifs en að láta þau fara í gegnum kostnaðarsamar flokk- unarviðgerðir. Netið.is Það hlaut að koma að því að Internetið færi að segja til sín á heimshöfunum en fyrsta skipafélagið sem vitað eru um að hafi merkt síður skipa sinna með heimasíðu hafi verið Contship en á síðu skipanna stendur vígalega www.contship.com. Gárungarnir eru farnir því að spyrja sig hvenær fyrsta skipið verði skýrt DotCom en á íslenskunni myndi það útleggjast sem Punkturls. Ánægðir með frammistöðuna Áströlsk yfirvöld lofuðu mjög skipstjóra á 24 þúsund tonna bíla- skipi sem varð fyrir vélarbilun undan suðurströnd Ástralíu í lok sept- ember s.l. Bílaskipið Pelander var lestað 1005 Mitsubishi bílum sem lestaðir höfðu verið í Adelaide þegar alvarleg vélarbilun varð. Mjög slæmt veður var þegar þetta gerðist og tók skipið að reka á land en um borð voru 29 skipverjar ættaðir frá Indlandi og Bangla- desh. Dráttarbátur var þegar sendur á vettvang en áður en hann kom á staðinn ákvað skipstjórinn á fá þyrlu til að taka skipverja frá borði, en þá voru um 7 mílur til næstu strandar. Áður en þyrlur voru tilbúnar til að taka skipverjana frá borði tókst að koma aðalvél- inni á gang á ný og að lokum að halda ferð skipsins áfram. Áströlsk stjórnvöld lofuðu skipstjórann í hástert og sögðu að hann hefði gert allt rétt meðal annars verið með bæði akkerin úti. Þessi saga minnir mjög á atvik þegar bilun varð í gámaskipi undan suður- strönd íslands sem endaði með því að skipið strandaði. Það getur oft verið stutt milli gleði og gráturs hjá skipstjórum sem þurfa að taka erfiðar ákvarðanir á erfiðum stundum en sjaldnast koma þakkir fyrir það sem vel gengur upp. Nýstárleg mótmæli Félagar í skipstjórnarfélagi Grikklands skiluðu inn atvinnuskírtein- um sínum nú í lok september sem mótmæli gegn stöðugum ásök- unum á hendur skipstjórnarmönnum í Ijósi óhappaatvika er tengd- ust þarlendum ferjum nú á haustmánuðum. Vildu þeir vekja athygli á þeim ofsóknum sem þeirra félagsmenn höfðu verið beittir í kjölfar skoðana á fimm ferjum þar sem gerðar voru athugasemdir varðandi öryggi ferjanna. í kjölfarið voru skipstjórarnir, og í sumum tilvikum einnig yfirvélstjórarnir, ákærðir fyrir vanrækslu í starfi. Hraðskreitt skemmtiferðaskip Nýtt grískt lúxus skemmtiferðarskip var afhent eigandum sínum, Royale Olympic Cruises, um miðjan júní s.l. Skipið sem heitir Olympic Voyager er jafnframt hraðskreiðasta skemmtiferðaskip Glæsifleytan Olympic Voyager heims með ganghraða upp á 29 mílur. Það var Blohm & Voss í Hamborg sem smíðaði skipið en annað systurskip er einnig í smíð- um hjá þeim og er gert ráð fyrir að það verði afhent snemma á næsta ári. Skipin verða í siglingum frá Piraeus um austanvert Mið- jarðarhaf en 800 farþegar geta tekið sér far með skipinu í einu í þeim 400 klefum sem um borð eru. Þar af eru 48 svítur en 12 þeirra eru búin penthouse. Það verða því eflaust margir sterkefn- aðir sem eiga eftir að ferðast með þessum nýju glæsiskipum Mið- jarðarhafsins. Svik komast upp Skipstjóri á grísku olíuflutningaskipi var í byrjun október handtek- inn af bandarísku strandgæslunni eftir að upp komst um skjalafals í pappírum skipsins. Skipið hafði verið kyrrsett í San Francisco vegna 30 öryggis og mengunaratriða en meðal þess sem þar kom í Ijós var að í sjókjölfestutönkum skipsins voru um 500 tonn af hráol- íu. Skipið Neptune Dorado er 84 þúsund tonn að stærð en það hafði komið til SF frá Ástralíu. Við yfirheyrslur viðurkenndi skipstjór- inn að á leiðinni til SF hafði fjöldi leka átt sér stað í skipinu og vél þess einnig stöðvast mörgum sinnum. Hann hafði því gefið yfir- stýrimanninum skipun um að falsa dagbók skipsins og önnur skjöl til að þessir hlutir kæmu ekki fram við skoðanir á skipsskjölum, en skipið sigldi með vottað gæðakerfi eins og krafist er af slíkum skip- um og var það vottað af Det Norske Veritas en skipið var flokkað undir Lloyd’s Register. Meðan á siglingu skipsins stóð hafði farmur- inn því lekið um sprungur í skrokk skipins og niður í sjókjölfestut- ankana og hafði hann meðal annars skipað áhöfninni að moka hrá- olíunni upp úr sjótönkunum í tunnur og kasta þeim fyrir borð. Auk þessa alls var engin brunadæla skipsins í lagi. Skipstjórinn er nú í fangelsi í Oakland án þess að geta losnað gegn tryggingu. Smygl Grísk yfirvöld hafa kyrrsett rússneskt olíuhjálparskipið Irbis og þriggja manna áhöfn þess eftir að komið var að þeim við losun á sí- garettufarmi á eyðiströnd í Suður -Grikkland. Sígaretturnar voru gæðasígarettur frá Úkraníu og var þeim ætlað að fara á grískan markað. Fjórir Grikkir voru einnig handteknir fyrir aðild að þessu smygli en á þessu ári hafa grísk yfirvöld tekið 14 skip fyrir sígar- ettusmygl og lagt hald á 14,3 milljónir pakka. Þá hafa 115 manns verið handteknir við þessa iðju á árinu. Þetta mun vera eitthvað nálægt 24 þúsund millum fyrir þá sem þá einingu þekkja. Óvenjulegar aðgerðir Það eru til ýmsar leiðir til að krefjast greiðslu á launum. Sjómenn á sex rússneskum frystiskipum sem liggja í St. Pétursborg höfðu 58 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.