Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 64

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 64
Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Lífeyrissjóð sjómanna Framlag launagreiðanda hækki um tvö prósent Guðjón A. Kristjánsson alþingismaður hefur lagt fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um lífeyrissjóð sjó- manna. Samkvæmt frumvarpinu skal ið- gjald til sjóðsins nema 12% af heildarlaun- um og greiðir launþegi 4% og launagreið- andi 8%. Lög þessi öðlist þegar gildi. í á- kvæði til bráðabirgða segir að tvö pró- sentustig af greiðslu launagreiðanda myndi ekki réttindi til lífeyris frá gildistöku laga þessara til 31. desember 2006. í greinargerð með frumvarpinu segir að um alllangt skeið hafi eignir Lífeyrissjóðs sjómanna ekki staðið undir framtíðarskuld- bindingum sjóðsins samkvæmt trygginga- fræðilegu mati. Stjórn sjóðsins hefur leitað leiða til að minnka muninn milli eigna hans og skuldbindinga. í nokkur skipti hafa verið gerðar lagabreytingar sem allar hafa haft í för með sér mikla skerðingu á lífeyrisrétt- indum sjóðfélaga í Lífeyrissjóði sjómanna. Þrátt fyrir þetta vantar enn um 2.185 millj. kr. eða 3,2% til þess að eignir sjóðsins standi undir skuldbindingum hans samkvæmt tryggingafræðilegu mati miðað við árslok 1999. Háar greiðslur vegna örorku Ennfremur segir í greinargerðinni: Með því að hækka lögbundið framlag launa- greiðanda í Lífeyrissjóð sjómanna um tvö þró- sentustig, án þess að lífeyrisréttindi sjóðfélaga aukist, er stigið mikilvægt skref í þá átt að brúa það sem upp á vantar til að sjóðurinn eigi fyrir framtíðarskuldbindingum sínum. Auk þess er það réttlætismál að launagreiðendur leggi fram sinn skerf og taki þátt í því að koma sjóðnum á réttan kjöl. Til þess hníga ýmis rök, svo sem afar háar greiðslur Lífeyrissjóðs sjómanna vegna örorkulíf- eyris sem er afleiðing af því hversu hættulegt sjó- mannsstarfið er. Á undanförnum árum hefur ör- orkulífeyrir verið nálægt 45% af heildarlífeyris- greiðslum Lífeyrissjóðs sjómanna. Sambærilegt hlutfall hjá öðrum lífeyrissjóðum er mun lægra, í sumum tilfellum allt niður í 20%. í frumvarpinu er lagt til að þessi hækkun á hlut- fallsgreiðslu launagreiðanda myndi ekki aukinn rétt til lífeyris til 31. desember 2006. Þess í stað muni auknar greiðslur í sjóðinn af þessum toga notaðar til þess að auka eignir svo að þær geti staðið undir framtíðarskuldbindingum og bætt hag sjóðfélaga. Þjóðhagsáætlun fyrir árið 2001 Sjö prósent samdráttur í framleiðslu sjávarafla Iþjóðhagsáætlun fyrir árið 2001 sem lögð var fram í október segir að útlit sé fyrir að þorskafli á íslandsmiðum verði 230 þúsund tonn á fiskveiðiárinu 2000/2001, sem er um 9,5% samdráttur frá síðasta fiskveiðiári. Reiknað er með að annar botnfiskafli aukist um 1,6%. Þá er gert ráð fyrir að annar afli dragist saman um 11%, þar af er reiknað með að afli Uþþsjávarfiska, loðnu og síldar, dragist saman um 15% og rækju um fimm og hálft prósent. Að öllu saman- lögðu gerir Þjóðhagsstofnun ráð fyrir að framleiðsla sjávarafurða á milli áranna 2000 og 2001 dragist saman um sjö prósent. Fyrstu sjö mánuðina í ár var verðmæti útfluttra sjávarafurða 55,7 milljarðar króna og hafði dregist saman um 5,9% frá sama tíma árið 1999. Verðlag sjávarafurða lækkaði minna eða sem nemur 2,5% og því telst magn útfluttra sjávarafurða hafa minnkað um 3,5%. Útflutningur landfrystra afurða minnkaði um 5,6% og útflutn- ingur sjófrystra afurða minnkaði um 13.1%. Útflutningur afurða botnfisksöltunar jókst um 4,8% en útflutningur loðnuafurða dróst saman um 1% og verð þeirra lækkaði um 5%. Við þetta er því að bæta að gert er ráð fyrir að útflutningur sjáv- arafurða hafi rétt úr kútnum þegar líða tók á árið og búist við að hann verði í heild óbreyttur frá fyrra ári. 64 - Sjómannablaöið Víkingur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.