Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2000, Qupperneq 65
a i vb 1 íTi
Sveinbjörn, sem er forfallinn framhalds-
skólakennari, meiddist í baki síðast liðið
sumar og varð að vera í gifsi á efri hluta lík-
amans langt fram á haust. Gifsið passaði
undir skyrtuna hans, svo enginn tók eftir
því.
Fyrsta skóladaginn, með gifsið undir
skyrtunni, koma í Ijós að Sveinbjörn var um-
sjónarkennari mestu vandræðaunglinga
skólans. Hann gekk þó fullur af sjálfsöryggi
inn í stofuna í fyrsta tímann, opnaði glugg-
ann upp á gátt og fór síðan að raða gögn-
um sínum á skrifborðið.
Ailt í einu kom sterkur trekkur inn um
gluggann og bindið sveiflaðist framan í
hann. Þá tók Sveinbjörn upp heftarann, heft-
aði bindið fast í bringuna á sér og hélt áfram
því sem hann var að gera.
Hann átti ekki í neinum agavandamálum
það sem eftir var kennslunnar fram að verk-
falli.
Gullkorn íþróttafréttamanna
íþróttafréttamenn fara oft hamförum í lýs-
ingum sínum á kappleikjum. í hita leiksins
verða til mörg gullkornin. Einn af áskrifend-
um Víkingsins gaukaði eftirfarandi sýnishorn-
um að blaðinu:
Heimir Karlsson var með Martein Geirs-
son í Getraunahorni á Stöð 2. Heimir: Þú
hefur lent f slæmum meiðslum Marteinn?
Teini: Já, ég hef slitið krossböndin tvisvar
sinnum... og hélt svo langa ræðu um meiðsli
sfn. Heimir: Snúum okkur þá að öðru, Mart-
einn. Hvernig ertu í tippinu?
Geir Magnússon í fréttum sjónvarpsins:
Leiknum er ekki enn ólokið þannig að úrslit
verða gerð kunn síðar.
Gaupi að lýsa KR leik: Olga með boltann
og gerir mjög vel en hún hefur oft verið köll-
uð hinn íslenski Gerd Muller.
Eitt sitt var Valtýr Björn að lýsa leik í
ítölsku deildinni. Einhver ónefndur maður
skaut á markið vel fyrir utan vítateig og fór
boltinn hátt yfir. Þá sagði Valtýr: Nei, nei. Ef
menn ætla að skjóta af svona löngu færi
verða menn að fara aðeins nær.
Arnar Björnsson: Bjarni Guðjónsson er
enn að hita upp - utan vallar.
Velkomin aftur, en þá er það seinni hálf-
leikurinn í Arsenal - Chelsea, en staðan er
1-0 fyrirTottenham.
Þeir fá hornsþyrnu á hættulegum stað.
Þetta er skrítin uþþstilling hjá þjálfaranum.
Hann lætur byrjunarliðið byrja útaf.
Einn sinn var Gaupi að tala um Völu
Flosadóttur en sagði í ógáti: Flasa Voladóttir.
Og áfram með smjörið: Donadoni reyndi
þarna slæma sendingu.
Þetta er glæsileg sending á Cole, en hann
á ekki möguleika á að ná til boltans.
Ef hann hefði hitt boltann hefði hann stein-
legið í netinu.
Nicky Butt hefur löngum verið talinn furðu-
legur í framan... eins og allt lið Manchester
United.
Shearer hefur gulltryggt sigur Newcastle.
Nú er aðeins spurning hvernig leikurinn fer.
Hann skallar hann með höfðinu.
Bjarni Felixson á EM '96: Pavel Kuka er
með boltann. Kuka kemur... Kuka dettur nið-
ur og ... Kuka skýtur... en Kuka skeit honum
rétt yfir.
Af hjónabandi
Þú hefur verið kvæntur lengi þegar þú...
- borðar ruslfæði fyrir framan sjónvarpið í
stað kvöldverðar við kertaljós
- óskar eftir nýrri ryksugu í jólagjöf
- þið skrifið ykkur inn á hótel og fáið her-
bergi með aðskildum rúm án þess að biðja
um það
- þið farið í bíltúr með öðrum hjónum og
konurnar sitja saman í aftursætinu
- þú ert hættur að kauþa jólakort en send-
ir þess í stað myndir af þér og börnunum
- slærð þér upþ á laugardagskvöldi með
því að fara á þizzustað og flýtir þér svo heim
til að horfa á þáttinn með Steinunni Ólínu
- geispar bara þegar konan segist vera
aum í bakinu og gott væri að fá nudd
- sofnar út frá sunnudagsmogganum á
laugardagskvöldi
KARAKROKAR
Krókurinn læsist sjálfkrafa þegar hann
er kominn niður í gegnum gatið
Aukið öryggi
Karakrókar sem draga verulega úr
slysahættu við hífingar.
Tryggingafélögin mæla hiklaust
með notkun þeirra.
IXIETASALAIXI
Shútuvogi 12-L • Sími 5GB 1819
Sjómannablaðið Víkingur - 65