Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 18

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 18
Nýr forseti Farmanna- og fiskimannasambandsins hefur langa reynslu af sjó- mennsku og trúnaðarstörfum fyrir samtök skipstjórnarmanna. í xiðtali xið Sœ- mund Guðxinsson rœðir hann meðal annars um ágalla núxerandi fiskxeiðistjórn- unarkerfis og segir að þar xerði aldrei sátt nema ákxeðnar breytingar xerði gerðar Verð sjávarfangs verður að myndast áfrjálsum markaði Árni Bjarnason forseti Far- manna- og fiskimannasambands íslands er tæplega fimmtugur að aldri og á að baki langan sjó- mannsferil. Hann hefur lengi setið í stjórn Skipstjóra- og stýrimanna- félags Norðlendinga og í stjórn FFSI. Um síðustu áramót hætti hann sem skipstjóri á Akureyrinni er hann tók við starfi forseta. Sjó- mannablaðið Víkingur ræddi við Árna á skrifstofu hans í húsakynn- um FFSÍ í Borgartúni. Fyrst var hann beðinn að rifja upp ferilinn á sjónum. „I stórum dráttum er ferillinn þannig að ég byrjaði á sjó með pabba þegar ég var níu ára. Var eitt sumar með honum á Björgúlfi, austur-þýskum tappatogara og það var ógleymanlegt. Ég man að ég þvældist mikið fyrir þarna um borð. Það var auðvitað ekki til nógu lítill sjóstakk- ur á mig en pabbi keypti regnkápu á Vopnafirði og gaf mér. Hún var með stór- um tölum. Þegar ég þóttist vera að draga nótina með köllunum átti ég það til að á- netjast svo rosalega að það þurfti að slaka út fleiri bálkum aftur til að ná mér undan bingnum við lítinn fögnuð sumra. Þetta var heilt ævintýri. Sumarið sem ég var 15 ára fór ég svo á togarann Harðbak með Áka Stefánssyni. Kláraði gagnfræðaskólann veturinn eftir og fór síðan aftur til Áka og var þar í eitt eða hálft ár eða svo þar til ég fór á Súl- una í Norðursjóinn. Það hefur verið sumarið 1971 því ég fór í Stýrimanna- skólann um haustið og lauk farmanna- prófi þaðan 1973. Frændi eins skóla- bróður míns var útgerðarstjóri hjá stóru fraktarafyrirtæki í Noregi og við ætluð- um nokkrir félagarnir að leggjast i víking og skoða heiminn. En áður en maður vissi af var slorið farið að renna úr öllum vitum á manni og allt fraktaradæmið fyr- ir bí, gleymt og grafið,” segir Árni og hlær við. „Eftir 1. bekk i skólanum fór ég á Gísla Árna með Eggerti og var þar síðan á sumrin og gott betur þvi ég var einnig tvær loðnuvertíðar. Þar leysti ég af sem annar stýrimaður og það var fyrsta upp- Ámi Bjarnason. hefðin í metorðastiganum. Svo var ég ráðinn 2. stýrimaður á Snæfellið haustið 1975 og var þar næstu 13 árin. Snæfellið var millistærð af þessum ísfisktogurum sem fullt var af á þessum árum. Síðustu árin var ég skipstjóri. Fór svo á nýja frystitogarann Snæfell, sem var smíðaður í Noregi, en var mjög stutt í eigu Útgerð- arfélags KEA. Það skip heitir nú Hrafn Sveinbjarnarson GK. Það voru miklar hræringar búnar að vera hjá manni með- an Snæfellið var í smíðum, spáð og spek- úlerað hvernig hlutum væri best fyrir- komið . Það urðu því mikil vonbrigði þegar skipið var selt sökum þrenginga hjá KEA. Eftir þetta fer ég til Samherja fyrst á gömlu Hjalteyrina, þá Oddeyrina og loks Akureyrina þar sem ég var til síð- ustu áramóta”. Menn læra aldrei að fiska nema vera á sjó - LÍÚ heldur þvífram að skipstjórastarf- íð sé orðið miklu léttara með auhinni tœkni. Ertu sammála því? „Þeir héldu því líka fram að skipstjórn- armenn reiddu ekki vitið í þverpokum og menntunin væri þeim ekki til trafala. En það er alveg sama hvað menn sitja lengi á skólabekk og blaða í skræðunum. Þeir læra aldrei að fiska nema að vera á sjó og læra af reynslunni. Ég held að það sé síst léttara að vera skipstjóri nú en áður var. Aðferðafræðin breytist og menn þurfa sífellt að fylgja tækninni og setja sig inní það nýjasta á þeirn vettvangi. Áður fiskuðu menn bara eftir auga og til- finningu og tilfinningin fylgir raunar enn í dag. Þú punktar kannski hjá þér að þú fékkst ufsa á einhverri þúfu í hittifyrra á- kveðinn dag. Svo þegar ekkert er að gera ferðu kannski aftur á sömu þúfuna frekar en að gera ekki neitt og færð eitthvað. Menn læra smá saman hvernig fiskurinn hagar sér á ákveðnum svæðum, hvernig hann er vanur að ganga. Hvort hann fari austur kantinn eða uppá grunnið, það er ekki sama hvar þú ert staddur. Þetta eru allt mikil vísindi sem þegar á heildina er litið er alltof lítið vitað urn, hvort sem um er að ræða fiskimenn eða fiskifræð- inga. Svo er öll skýrslugerðin kapituli út af fyrir sig. Þegar umræða um brottkastið tröllreið hér öllu hafði hún í för með sér slík viðbrögð að ég líkti þeim einhvers staðar við viðbrögð heimsins við atburð- unum 11. september. Það var svo yfir- gengilegt hvað mönnum var gert að gera út á sjó að það var ekki í tengslum við veruleikann. Eflaust jafnar þetta sig þeg- ar frá líður, en þetta er komið út í tóma vitleysu. Það er verið að gera mönnum að koma með ónýtan fisk í land, bara til að henda honum þar og sópa upp loðnu á dekkinu á togurum. En það er eins gott að öll pappírsvinna sé í lagi því annars ertu tekinn fyrir nesið. Það þarf ekki að gera stóra yfirsjón á frystitogara til þess að nýtingin sé lækkuð.” - Viltu nefna mér dæmi um það? „Við vorum einu sinni með einhver tonn af grálúðu og það komu menn frá Fiskistofu að taka út farminn. Ein prufan var vangefin að því leyti að augljóslega hafði gleymst að tara viktina sem lcallað er, þannig að prufan var of létt sem nam þyngd bakkans. Þarna var ein prufa af ég veit ekki hvað mörgum röng að þessu leyti. Það var eytt heilu regnskógunum í 18 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.