Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 57
var rætt er um að sókn 1 ókynþroska
hluta stofnsins hefði farið vaxandi og að
sókn í eldri árganga hefði meira en tvö-
faldast á 20 ára tímabili, án þess að afl-
inn hefði aukist. í skýrslunni segir (Haf-
rannsóknastofnunin 1975, bls. 2):
„Talið er að hámarksafrakstur þorsk-
stofnsins sé nær 500 þúsund tonn á
ári. Til þess að ná þeim afla þarf að
fullnægja eftirfarandi skilyrðum:
* Að minnka núverandi heildarsóknar-
þunga í þorskinn uin helming
* Að koma í veg fyrir veiði smáfisks,
þriggja ára og yngri og draga verulega
úr veiðum á fjögurra ára fiski”
Leiðir sem lagt var til að farnar yrðu að
þessum markmiðum voru m.a. að fylgj-
ast með útbreiðslu smáfiska og hlutfalli
þeirra í afla og beita skyndilokunum í
allt að 10 daga þegar svo bæri undir,
auka lágmarksstærð þess þorsks sem
uiátti hirða úr 43 í 50 cm, stækka
tnöskva í poka, sem var 135 mm, og fast-
setja aflamark fyrir hvert ár. Síðar er far-
ið að tala um að geyma fisk i sjónum til
að jafna sveiflur i veiði og þau rök heyrð-
Ust æ oftar eftir því sem aukin áhersla er
lögð á hagkvæmni veiða í umræðunni í
samfélaginu, og voru kveikjan að miklu
úefndarstarfi sem unnið var á árunum
1992-4 og Hafrannsóknastofnunin tók
yirkan þátt í (Vinnuhópur urn nytingu
fiskistofna 1994).
Á þessum tíma var nokkuð af þorski á
úppeldisslóð við Grænland, þorski sem
síðar gekk til hrygningar við ísland, og
það var vitanlega ein af forsendum þess-
arar afrakstursspár. Það sem ég vil vekja
athygli á hér eru leiðirnar sem átti að
fara; þær eru í öllum meginatriðum þær
sömu og nefndar eru enn í dag, og mikið
af gagnrýninni hefur einmitt beinst að
þeim.
Aðferðafræði og vinnulag
Frá 1972 er farið að meta stofninn með
aldurs-afla greiningu. í þessu efni fylgd-
örn við fordæmum annarra þjóða.
Rothschild (1986) og síðar Beverton
(1992) hafa bent á að með tilkomu og
þróun tölva hafi reiknigeta aukist rnikið
Súemma á áttunda áratugnum. Fram að
þeim var lögð áhersla á að rannsaka
grundvallarforsendur og samspil ýmissa
lílfræðilegra þátta, svo sem vaxtar og
kýnþroska, til að stytta sér leiðir í út-
reikningum á afrakstursgetu fiskstofna.
kegar reiknigetan varð ekki eins tak-
^úarkandi þáttur beindist athyglin meir
að því að safna auknum gögnurn úr
fönduðunt afla til að bæta stofnstærðar-
^úatið og áætla stofnþróun.
Hafrannsóknastofnunin er hér engin
uúdantekning og þar þróaðist mjög um-
fangmikið og öflugt sýnasöfnunarkerfi -
Sennilega það besta í heimi af jafn um-
^úgsmiklum veiðum. Kerfið byggir á
Huginn VE á loðnuveiðum.
því að sýnasöfnunin er skipulögð með
hliðsjón af nýjustu upplýsingum um
landanir á mismunandi stöðum á land-
inu og afla í mismunandi veiðarfæri.
Þannig er reynt að tryggja að sýnin end-
urspegli veiðarnar sem best. 1 dag er
safnað sýnum til aldursgreininga úr urn
180 þús. fiskum á ári, þar af um 30 þús.
úr þorski, og um 1.2 millj. fiska eru
lengdarmældir, þar af um 440 þús.
þorskar (Hafrannsóknastofnunin 2001a).
Þetta er umfangsmikil söfnun sýna, svo
ekki sé fastar að orði kveðið, sem hlýtur
að bitna á möguleikum stofnunarinnar til
að stunda aðrar rannsóknir, t.d. kannanir
á grundvallarforsendum reiknilíkansins.
í grein sem Kristján Þórarinsson skrifaði
1992 bendir hann á hve mikilvægt það sé
að forsendur reiknilikansins sem notað
sé við stofnamatið séu réttar og segir svo
(bls. 3):
„..flestar mælingar eru gerðar til að þjóna likan-
inu en minna er um mælingar sem beinast að þvi að
leiða í ljós veruleg frávik frá likaninu, ef um slíkt
væri að ræða.”
Aldurs-afla greiningin styðst einnig við
tölur um afla á sóknareiningu frá mis-
munandi hlutum ílotans og kannanir á
útbreiðslu, þéttleika og vexti sem gerðar
eru í kerfisbundnum vöktunarleiðöngr-
um, s.k „röllum”. Þar ber hæst stofn-
mælingu botnfiska að vorlagi eða togar-
arallið sem haldið hefur verið úti frá
1985 í náinni samvinnu við hagsmuna-
aðila.
Mat á stofnstærðum nytjastofna og
ráðgjöf varðandi nýtingu þeirra eru lang
umfangsmestu og kostnaðarsömustu
verkefni Hafrannsóknastofnunarinnar, en
niðurstöður þeirra hafa birst reglulega í
svokölluðum ástandsskýrslum allt írá ár-
inu 1978. Samhliða þesssari vinnu eru
(Ljósmyndir. Jón Páll Ásgeirsson)
stundaðar öflugar umhverfisrannsóknir
auk þess sem unnið hefur verið að rnarg-
víslegum öðrum rannsóknum, svo sem
samspili stofna (fjölstofnarannsóknir) og
hrygningarrannsóknum þar sem metinn
er uppruni, dreifing og lífslikur seiða
m.t.t. stærðar og útbreiðslu hrygningar-
stofns eða -stofna, og umhverfisað-
stæðna. Þrátt fyrir að aflað hafi verið
mikillar þekkingar með þessum rann-
sóknum og þær leitt til aukins skilnings,
þá virðast þær enn hafa skilað sér tiltölu-
lega takmarkað inn í stofnmatsvinnuna
eða veiðiráðgjöfina, ef frá er talið samspil
þorsks, loðnu og rækju. í þessu tilliti er
líkt á með okkur kornið og Norðmönn-
um. Þegar ráðgjöf um þorskveiðar í
Barentshafi brást illa í lok níunda áratug-
arins var lagt upp í fjölstofnarannsóknir
sem áttu að korna í veg fyrir að slíkt end-
urtæki sig. Þessar rannsóknir virðast þó
lítið hafa skilað sér með áþreifanlegum
hætti inn í mat á framvindu nytjastofna
og því ekki bætt veiðiráðgjöfina að því
marki sem til stóð (Kolding 1989, 1996).
Forsendur Hafrannsóknastofnun-
arinnar og helstu rök gagn-
rýnenda
Gagnrýnin hvað þorskinn varðar snýst
að mínu mati urn fjóra meginþætti:
* Mat á náttúrulegum afföllum
* Áhrif stærðar hrygningarstofns á við-
komu
* Áhrif stofngerðar (stærðarsamsetning-
ar) á framleiðslu
* Hvort um sé að ræða fleiri en einn
stofn
Hér verður fjallað nánar um þessi at-
riði, þar sem leitast verður við að gera
grein fyrir þeirn forsendum sem Hafrann-
Sjómannablaðið Víkingur - 57