Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 30

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 30
Bátinn rak burt eins og seglbát undan vindi. HF 544. Það hafði fyrst verið sjósett 1966. Hansa er skúta, línuveiðari eins og sjómenn segja. Veitt er með kílómetra langri línu, sem önglar eru festir við með snæri og lykkju. Úthaldið er langt hjá línuskipum, oft þrír mánuðir. Hansa er þýskt skip, en eigendur spænskir. Það sem er þýskt á fiskibátn- um Hansa er einungis fáninn og skip- stjórinn, en með þýskum fána og þýsk- um skipstjóra mega Spánverjar veiða á fiskimiðum i Norðursjó, en það er ann- ars bannað skv. reglum ESB. Juan Jesús hefur séð margan þýskan skipstjórann taka við skipstjórn á Hansa og halda síðan aftur frá borði: fyrst Hans, þá Siegfried, þá Dieter, síðan Arthur og siðan aftur hann Siegfried. En Siegfried var þunglyndur og alltaf smeykur við vont veður. Síðan kom Werner. Hann var aldrei hræddur. Það hafa aldrei komið upp vandræði varðandi skipið, alla vega ekki stórvægi- leg. Síðast var að vísu þessi saga með lek- ann. Áhöfnin varð fyrst var við hann á siglingu síðasta vetur. Bleyta fannst oft ó- vænt í kojum, en menn vissu ekki hvað- an hún kom. Þeir tóku þvottatuskuna og þurrkuðu upp bleytuna. Eftir tveggja mánaða veiðiferð í Norð- ursjó var hafin sigling heim til Spánar að morgni 5. mars. Juan Jesús hafði lagt sig um daginn. Hann fór í kvöldmat og kastaði sér síðan í kojuna á ný. Erum að missa skipið Ég vaknaði stuttu fyrir miðnætti. Einn félagi hrópaði: Sjór, sjór! Það vakti ekki óhug hjá mér, því ég hugsaði sem svo, að smávegis bleyta væri ekki svo slæmt, en þegar ég kom fram á ganginn, þá náði sjórinn mér í mjöðm. Við stukkum í átt að brúnni. Er þang- að kom, sá ég, að mikil slagsíða var kom- in á skipið. Manúel veiðistjóri stóð í brúnni og hrópaði: “Farið í björgunar- gallana. Við erum að missa skipið”. Manuel sendi út neyðarmerki gegnum símann, skipstjórinn sendi út neyðarkall gegnum talstöð. Skelfing greip um sig á dekkinu. Sumir öskruðu, aðrir grétu og menn ruddust hver um annan þveran.Við Víctor tróð- um okkur í björgunargallana. Þeir eru úr neopren og létta undir í vatni og varna þvi, að líkaminn kólni of hratt. Þeir hylja allan líkamann, einnig hendur og fætur sem og höfuð. Ég gleymdi að draga hett- una yfir höfuðið. Ég var svo æstur. Víct- or sagði: “Komdu hingað, rólegur nú”. Og þarna stóðum við. Enginn annar var eftir á dekkinu. Skipstjórinn var líka horfinn. Við vorum einir. Tveir björgunarbátar eru um borð. Þeir þenjast út sjálfkrafa, þegar þeir lenda í sjónum. Annan gátum við séð, þar sem hann rak burt í sjónum. Hinn var horf- inn. Einhver hlýtur að hafa losað þá og um leið hefur nokkuð átt sér stað, sem ekki má eiga sér stað. Alla vega voru þeir ekki meira til taks. Við Víctor tókumst í hendur og síðan stukkum við í sjóinn. Við sáurn Domingo vélstjóra í sjónum. Hann kallaði: “Von- andi verðum við saman” Á göllunum eru hliðarfestingar og þannig bundum við Victor okkur saman. Það var afar erfitt að vera þannig sam- ílota í átta vindstigum, ólgusjó og fimm metra ölduhæð. Þegar við vorum búnir að binda okkur saman, skimuðum við eftir vélstjóranum, en hann var horfinn. Við sáum ljós frá rakettu sem skotið var frá björgunarbátnum. “Reynum að synda þangað” sagði ég við Víctor, en það var ekki viðlit. Bátinn rak burt eins og seglbál undan vindi. Við vissum að skipið mundi sökkva innan tiðar og þá rnundi myndast rnikill sogkraftur sem drægi okkur með. Við syntum því einfaldlega í burtu frá skip- inu. Eitt sinn leit ég til baka. Hansa sökk með skutinn beint upp og ljós loguðu enn. Ég svamlaði áfram allt þar til að ég varð þess áskynja að Víctor var einungis farg sem ég dró á eftir mér. Ég sneri mér við og spurði hann: “Hæ, Víctor, hvað ertu að gera?” Ég sá að hann titraði. Ég sagði við hann: “Rólegur mágur, við verðum að þrauka”, en hann svaraði ekki meir. Þá sá ég að hvít froða rann úr munnvikinu. Ég sló hann á brjóstið og 30 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.