Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 21
'rr*JZ\
í’essi mynd. Geir-Ame Thue Nilsen hlaut 1. verðlaun í norsku keppnihni og 4. verðlaun í norrœnu úrslitunum. Pað er engu líkara en skcmmti-
ferðaskipið Royal Viking Sun sé að sprengja sér leið inn i Trollfjorden í Norður-Noregi. Geir-Arne hafði ekki áður tekið þátt í keppninni, en þrjár
’nynda hans voru í 15 mynda úrvali Norðmanna.
Sjómannablaðið Víkingur undirbýr skemmtilega nýjung
kír sjómenn
taki þátt í ííorrcenni
ti ▲ i- I A
Norræn ljósmyndasamkeppni sjó-
'Tianna er haldin ár hvert með þátttöku
Dana, Norðmanna, Finna og Svía. Sjó-
wiannablaðið Víkingur hyggst beita sér
fyrir því að íslenskir sjómenn sitji ekki
lengur hjá í þessari keppni og er undir-
búningur að þátttöku íslendinga hafinn.
f yrirkomulag keppninnar er í stórurn
dráttum á þann veg, að fyrst fer fram
^eppni i hverju landi fyrir sig. Dómnefnd
í hverju landi velur bestu myndirnar sem
lara í úrslitakeppnina þar sem myndir
allra þátttökuþjóðanna eru síðan dæmd-
ar. Úrslitakeppnin er haldin í löndunum
til skiptis þar sem 15 myndir frá hverju
landi eru lagðar fram. Verðlaun eru veitl
fyrir bestu myndir í hverju landi og
einnig eru veitt verðlaun í úrslitakeppn-
inni.
Hundruð mynda eru jafnan sendar inn
í þessa keppni og má til dæmis geta þess
að í forkeppni Dananna í fyrra bárust
222 myndir. Heildarfjöldi mynda sem
sendar voru inn í löndunum fjórum í
fyrra var 669. Úrslitakeppnin fór fram í
Helsinki þar sem danskur stýrimaður, Ib
Klinke að nafni, fór með sigur af hólmi,
finnskur matsveinn, Jari Kaunisto, fékk
2. verðlaun og finnsk messastúlka, Varpu
Holmquist, 3. verðlaun. Fjórðu verðlaun
komu í hlut kapteins frá Noregi, Geir-
Arne Thue-Nilsen.
íslcnskir sjómenn taki þátt
I’áttaka íslendinga í þessari norrænu
ljósmyndakeppni með milligöngu Vík-
Sjómannablaðið Víkingur - 21