Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 62
eru mun lægra hlutfall en þekkist hjá
flestum öðrum rannsóknastofnunum at-
vinnuveganna. Þar kemur vissulega til
að hafrannsóknir eru mjög kostnaðar-
samar og innlendir rannsóknasjóðir því
e.t.v. lítt í stakk búnir til að styrkja verk-
efni á því sviði. Þetta veldur því að
rannsóknaverkefni sem unnin eru á
stofnuninni hljóta sjaldan gagnrýna um-
fjöllun aðila utan hennar.
Á Hafrannsóknastofnuninni starfa um
180 manns, þar af um 60 sérfræðingar.
Starfsemi stofnunarinnar er stjórnað með
s.k. verkefnastjórnun og í dag er unnið
að um 130 skilgreindum verkefnum inn-
an stofnunarinnar (Hafrannsóknastofn-
unin 2001a). Einn mælikvarði á árangur
rannsókna er með hvaða hætti gerð er
grein fyrir þeim og í þvi samhengi er oft
litið til hvar birting fer fram, sbr. úttekt á
grunnvísindum á íslandi (Inga Dóra Sig-
fússdóttir 1999). Sé litið í ársskýrslur
Hafrannsóknastofnunarinnar kemur í
Ijós að skrif um stofnmat eru fyrst og
fremst í formi vinnunefndarskýrslna, en
birtar greinar í erlendum ritrýndum fag-
tímaritum eru fyrirferðaminni.
Lokaorð
Ákvarðanir um veiðistjórnun eiga að
taka mið af bestu fáanlegu gögnum og
greiningu á hverjum tíma. Enginn annar
aðili hefur betri forsendur til að safna
slíkum gögnum, greina þau og veita ráð-
gjöf en Hafrannsóknastofnunin. Það
væri óvarlegt að kollvarpa þessu fyrir-
komulagi. Ég tel að stofnunin eigi áfram
að sinna því hlutverki sem henni er falið
í lögum. Því fylgir hins vegar lika mikil
ábyrgð og ráðgjöf stofnunarinnar er ekki
yfir gagnrýni hafin.
Það er yfirleitt ekki svo í vísindum að
ein skoðun eða túlkun sé að öllu leyti
rétt og önnur röng. Ég hef leitast við að
sýna fram á að sú gagnrýni sem ég hef
gert grein fyrir hér eigi sér vissulega ekki
síður faglega stoð en ráðgjöfin sjálf.
Skiptir þar engu þótt flestir þeir sem
starfa að stofnmati og veiðiráðgjöf séu
sama sinnis og það séu tiltölulega fáir
einstaklingar í hópi virkra gagnrýnenda.
Gagnrýnin vísindaleg umræða um
grundvallarforsendur veiðiráðgjafarinnar
er nauðsynleg og getur aðeins orðið til
þess að bæta fræðin og ráðgjöfina. Von-
andi verður fyrirspurnaþing sjávarút-
vegsráðherra í nóvember 2001 til þess að
gera umræðuna opnari og málefnalegri
en hún hefur e.t.v. oft verið. Mikilvægt
er að litið verði á málefnalega gagnrýni
sem eðlilegan og jákvæðan þátt í störfum
Hafrannsóknastofnunarinnar í framtíð-
inni.
í þeirri samantekt og greiningu á gagn-
rýni sem fram hefur komið á stofnmat og
veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar
hef ég reynt að taka það helsta sem finna
má fagleg rök fyrir í fræðiritum og gera
grein fyrir þeim. Það er nefnilega út-
breiddur misskilningur að sú gagnrýni
sem fram hefur komið hérlendis sé eitt-
hvað sérstök fyrir ísland og að hér séu
menn einungis að styðjast við eigin
kenningar sem eigi sér takmarkaða stoð í
rannsóknum. Það væri líka rnikill mis-
skilningur að ætla að stofnmat og veiði-
ráðgjöf Hafrannsóknastofnunarinnar
ættu sér ekki alþjóðlega viðurkenndan
fræðilegan grundvöll.
Svipuð umræða og sú sem á sér stað
hérlendis á sér einnig stað víða erlendis.
Þar takast líka á þessir tveir skólar sem
getið var um hér að framan. Það ber
þess vegna ekki að líta á þetta sem áfell-
isdóm yfir stofnuninni, enda er stofnun-
in faglega sterk og stenst þar fyllilega
samanburð við systurstofnanir erlendis.
Það er þó jafn víst að úttektir erlendra
sérfræðinga sem starfa í svipuðu rann-
sóknaumhverfi og er á Hafrannsókna-
stofnuninni munu ávallt leiða til sömu
niðurstöðu - að það stofnmat sem frá
henni kemur sé samkvæmt bestu hefðum
í þessum efnum. Reynslan af slíku stofn-
mati og veiðiráðgjöf byggðri á því er þó
fremur misjöfn og oft slæm. Það gæti
verið hyggilegt að skoða hvort nýta megi
eitthvað úr gagnrýninni til að efla rann-
sóknir og styrkja fræðilegar stoðir starf-
semi Hafrannsóknastofnunarinnar.
En með hvaða hætti væri hægt að gera
stofnmatsferlið opnara og ráðgjöf Haf-
rannsóknastofnunarinnar „gegnsærri” ?
Væri hægt að hvetja til faglegrar gagn-
rýni og skapa vettvang fyrir hana? Innan
Hafrannsóknastofnunarinnar hafa menn
m.a. velt þeirri hugmynd fyrir sér að efna
til málstofu þar sem sérstaklega yrði
hvatt til þátttöku gagnrýnenda utan
stofnunarinnar. Eins mætti hugsa sér að
við undirbúning slíkrar málstofu yrði
stofnað til eins eða fleiri starfshópa þar
sem fólk utan stofnunarinnar yrði fengið
til þátttöku. Vinnuhóparnir hefðu það
að verkefni að fjalla um viðfangsefni sem
eru ofarlega i umræðunni, svo sem:
* Hvaða leiðir eru færar til að meta
náttúrulega dánartölu? Er raunhæft
að áætla að hún sé stöðug og 0.2 fyrir
alla aldurshópa helstu botnlægra teg-
unda okkar eftir að þriggja ára aldri er
náð?
* Hvaða áhrif hefur mikil sókn í stærri
fiskinn á framtíðarafrakstursgetu
þorskstofnsins/stofnanna hér við
land?
a) með tilliti til árgangastyrkleika/ný-
liðunar
b) með tilliti til framleiðslugetu stofns-
ins/stofnanna
Er hugsanlegt að auka megi afrakst-
ursgetu stofnsins með því að beina
sókninni meir í smærri fisk?
Hvernig væri hægt að standa að
rannsóknum sem miðuðu að því að
kanna þennan möguleika?
* Hversu aðskildar eru mismunandi
hrygningareiningar þorska við landið?
Er þörf á að vera með stofna- eða
svæðisbundið mat og veiðistjórnun?
Hvernig væri hægt að koma slíku við?
* Hvernig getum við notað líffræðilegar
„kennitölur”, svo sem holdstuðul, árs-
vöxt, sníkjudýrabirgði og kynþroska-
stærð og/eða umhverfismælingar, svo
sem útbreiðslu hlýsjávar, frumfram-
leiðni, lagskiptingu, seltu o.s.frv. til að
meta áreiðanleika „vísitalna” eins og
afla á sóknareiningu, fjöldavísitölur úr
röllum og útbreiðslumynstur?
Ég vil ljúka þessari skýrslu með því að
vekja athygli á tilvitnun sem Jörgen Pind,
prófessor við HÍ, notaði í opnunarfyrir-
lestri málþings Rannsóknarstofnunar
KHÍ í október 2001, þar sem hann vitn-
aði til George von Békésy (1960), en
Békésy þessi hlaut Nóbelsverðlaunin í
læknisfræði 1961. Erindi Jörgens fjallaði
ekki um vísindalega gagnrýni á störfum
Hafrannsóknastofnunarinnar, en á e.t.v.
ekki síður við hér:
„One of the most important features of scientific
research is the detection and rectification of errors. .
. . A way of dealing with errors is to have friends
who are willing to spend the time necessary to carry
out a critical examination of the experimental
design beforehand and the results after the ex-
periments have been completed. An even better way
is to have an enemy. An enemy is willing to devote
a vast amount of time and brain power to ferreting
errors both large and small, and this without
compensation. The trouble is that really capable
enemies are scarce; most of them are only ordinary.
Another trouble with enemies is that they
sometimes develop into friends and lose a great deal
of zeal, it was in this way that the writer lost his
three best enemies.”
Það er mikill misskilningur að líta svo
á að gagnrýnin umræða sé merki um
veikleika Hafrannsóknastofnunarinnar
eða vantraust á starfsemi hennar. Þvert á
móti ætti að skoða slíka umræðu sem
sjálfsagðan hlut því málefnaleg átök við
öfluga andstæðinga í vísindum ættu að
efla stofnunina enn frekar og leiða til
framfara í rannsóknum og nýtingu á auð-
lindum hafsins sem er okkur öllum svo
mikilvæg.
62 - Sjómannablaðið Víkingur