Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 40
Gissur ÁR-6, frystitogari sem smíðaður var á Akranesi 1987.
þremur stoðum hefur verið rennt undir
og starfsumhverfi okkar er samskonar og
keppinauta okkar í nágrannalöndunum
er ekki annað sýnna en ýmsir möguleik-
ar muni opnast í stálskipasmíðum á ís-
landi.
Markaður erlendis
Þess er áður getið að hin miklu verk-
efni, sem niðurgreiðslurnar hafa skapað
meðal nágrannalandanna hafa i raun
greitt götu íslensks skipaiðnaðar - svo
undarlega sem það hljómar. Þetta felst í
því að útgerðir minni báta í nágranna-
löndunum hafa ekki getað leitað þangað
með smíðar vegna þess að allar stöðvar
hafa næg verkefni út næsta ár. M.a. þess
vegna leituðu Færeyingar og Irar til Ós-
eyjar í Hafnarfirði sem hefur smíðað
rninni fiskiskip sem reynst hafa mjög vel.
Þegar þeir sáu þá báta, sem hér höfðu
verið smíðaðir, gæði þeirra og frágang
allan, leituðu þeir eftir samningum og
kom þá í ljós að verðið fældi þá ekki frá.
Samningar voru undirritaðir og í lok
þessa mánaðar (mars) verða tveir fyrstu
20 metra bátarnir afhentir og þá hafin
smíði næstu tveggja. Auk þess hefur
verið gengið frá þremur samningum við
íra um svipuð skip og enn fleiri samn-
ingar í sjónmáli.
Markaður fyrir þessa stærð af skipum
virðist því vera mjög álitlegur og bendir
margt til að fleiri skipasmiðjur hér á
landi taki þátt í þessari nýju útrás.
Svo virðist sem við höfum fundið á-
kveðna þörf á markaðnum sem álitlegt er
að sinna. Því er stefnt að því að íslenskur
skipaiðnaður verði í fremstu röð í hönn-
un og smíði minni fiskiskipa þar sem
gerðar eru miklar kröfur til vandaðra
vinnubragða og góð skip.
Áfram veginn
Margt bendir til að þegar okkur hefur
tekist að ryðja úr vegi síðustu hindrun-
unum og skapa jafna samkeppnisstöðu
þá eigum við íslendingar að geta haslað
okkur álitlegan völl á alþjóðavettvangi
við smíði 20 til 40 metra fiskiskipa.
Þetta hafa Finnar gert í smíði lystiskipa
og atburðir síðustu mánaða benda til að
íslendingum ætti að takast það sama
þegar minni fiskiskip eiga í hlut.
Friðrík Sigurðsson ÁR-17, dragnótabátur sem var smíðaður í Garðabœ 1969 Ljósmyndir af skipunum: Jón Páll Ásgeirsson
40 - Sjómannablaðið Víkingur