Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 25

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 25
Álit þingmanna á frumvarpi ráðherra Sjómannablaðið Víkingur bað einn þingmann iír hverjum flokki að svara eftirfarandi spurningu: Hvert er þitt álit á frumvarpi sjávarút- vegsráðherra um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða? Allir sem leit- að var til svöruðu spurningunni nema Kristinn H. Gunnarsson, Fram- sóknarflokki. Svörin sem bárust fara hér á eftir. Svanfríður Jónasdóttir alþingismaður og fulltrúi í sjávarútvegsnefnd Veiðigjald fyrir kostnaðargreiðslur Lengi hefur verið beðið eftir tillögum n'kisstjómarinnar um það hvernig ná mæui frekari sátt um stjórnkerfi fisk- veiða. Það er flestum ljóst að útvegurinn þarf á meiri festu að halda í sínu starfs- umhverfi. Einnig að sú megna óánægja sem fram hefur komið með kerfið, nú í meira en áratug, veldur pólitísku örygg- 'sleysi og sífelldum breytingum. Það frumvarp sem nú liggur fyrir er enda hið þriðja á þessum þingvetri. Hin tvö sem þegar eru afgreidd, vörðuðu aðallega rýmkun á veiðirétti krókabáta og daga- báta og var i þeim tilfellum verið að mæta ónægju með eldri breytingar eða að Iresta breytingum. Og þannig hefur þetta gengið. Á hverju þingi hafa komið ffá ríkisstjórninni breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða og rná með réttu kalla þær sífelldu breytingar söguna endalausu. Hið nýja frumvarp sjávarút- vegsráðherra virðist ekki líklegt til að setja þar við langþráðan punkt. þm hvað er ósátt? Til að nálgast sátt í máli þarf að gera sér grein fyrir því urn hvað ósættið snýsl. Tegar lögin um stjórn fiskveiða eiga í hlut virðast álita-og ágreiningsefnin hýsna rnörg. Fiskvernd og vöxtur fiski- stofna hefur ekki orðið sá sem vænst var °g það er nú skoðun margra að kvóta- hcrfi sé ófært um að stuðla að viðgangi holfiskstofna þó það hafi gefið góða raun við stjórn á uppsjávarveiði. Framsalið hefur verið harðlega gagnrýnt, einkurn að útgerðaraðilar hafa getað leigt frá sér Svanfríður Jónasdótt íi: kvótann og lifað í vellystingum eða selt varanlega og myndað eignarhaldsfélög í útlöndum til að komast hjá skattgreiðsl- um. Kerfið heíur haft víðtækar félagsleg- ar afleiðingar. Ný auð-og valdastétt hefur myndast við það að kvótinn hækkaði í verði og varð sjálfstæð söluvara. Þannig hafa handhafar kvótans orðið valdameiri urn framtíð byggðanna en áður var eða ríkari en þá óraði fyrir ef þeir hafa selt. Líka tæknibreytingar og hagræðing Margir óttast samþjöppun veiðiheim- ildanna á fáar hendur. Tæknibreytingar hafa síðan fækkað því fólki sem þarf til fiskvinnslu og hagræðing í útgerð fækk- að sjómönnum og jrað aukið á vandann víða um land. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun. Undir mallar svo gremjan yfir því að tiltekinn hópur fær veiðiheim- ildum, gífurlegum verðmætum, úthlutað árlega frá ríkinu, og þeim siðan fengið það vald að geta selt eða leigt öðrum að- gang að sameiginlegri auðlind. Hið nýja frumvarp sjávarútvegsráð- herra hróflar í engu við því kerfi sem er við lýði. Verið er að auka kostnaðar- greiðslur útgerðarinnar lítillega og kalla veiðigjald. Ekki er nerna i orði verið að fara fram á að útgerðin greiði fyrir að- gang að auðlindinni. Afram verða þeir sem þurfa að kaupa veiðiheimildir að leita á náðir þeirra sem ríkið aflrendir þær án endurgjalds. Réttarstaða bæði þjóðarinnar og notenda er áfram jafn ó- trygg eða óljós. Kvótajrakinu svokallaða er lyft jrannig að fyrirtæki geta ,,átt” 12% veiðiheimilda án tillits til eignarhalds á fyrirtækinu og einstök fyrirtæki geta líka „eignast” stærra hlutfall hverrar tegund- ar eða allt að 50% í ýsu, ufsa, karfa og grálúðu. Yeiðigjald fyrir hluta af kostnaði Veiðigjald ráðherrans á að vera tiltekin prósenta af muninum á aflaverðmæti og reiknuðum kostnaði útgerðarinnar. Þannig er það afkomutengt og greidd á- kveðin upphæð fyrir hvert þorskígildiskíló. Sú upphæð sent þannig fæst getur í góðu ári orðið rúmlega 2 milljarðar alls. Á móti falla niður veiði- Sjómannablaðið Víkingur - 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.