Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 39
Björgjónsdóttir ÞH-321, nóta- og togveiðiskip sem smíðað var á Akureyri 1978.
Við slíkar aðstæður er auðvitað eðlilegt
að opinberir aðilar stuðli eftir mætti að
þvi að verk á þeirra vegum haldist innan-
lands en sé ekki flutt að óþörfu til út-
landa. Þetta þykir sjálfsagt meðal sam-
keppnis- og nágrannaþjóða okkar en hér
á landi gerðist það hins vegar á síðasta
ári að viðamiklar endurbætur á tveimur
varðskipum voru hreinlega reiknaðar til
útlanda (m.a. með því að reikna kostnað
við ferðina til Póllands frá miðlínu rnilli
Færeyja og íslands!).
Vakin var opinber athygli á þessari ó-
svinnu og tóku rnargir undir það sjónar-
mið að hér þyrfti að skoða málin betur.
Umræðan varð til þess að augu stjórn-
valda opnuðust fyrir því að ekki var allt
tneð felldu. Nauðsynlegt væri að kanna
taunverulega samkeppnisstöðu innlends
skipaiðnaðar og hvað aðrar þjóðir á EES-
svæðinu gera til að treysta stöðu sinna
fyrirtækja í þessari grein án þess að
brjóta í bága við alþjóðasamþykklir.
Þess vegna var ákveðið að iðnaðarráu-
neytið og Samtök iðnaðarins ásamt
Málmi (samtökum fyrirtækja í málm- og
skipaiðnaði) stofnuðu lil verkefnis á
þessu sviði. Gerður var verksamningur
við Deloitte & Touche - Ráðgjöf ehf. um
að vinna það í nánu samstarfi við ofan-
greinda aðila.
Verkefnið skiptist í þrjá meginþætti:
1 ■ Afla upplýsinga um starfsaðferðir,
starfsumhverfi og markaðsstöðu í
helstu samkeppnislöndum íslands á
EES-svæðinu.
2- Skilgreina möguleika sem opnast ef
beitt er svipuðum eða sömu aðferðum
og munu koma fram samkvæmt lið 1.
3. Móta tillögu að stefnu stjórnvalda í
málefnum íslensk skipaiðnaðar.
Línur skýrast
Pegar þessar línur er settar á blað er
verkefninu að ljúka. Tekinn hefur verið
saman mikill fróðleikur um starfsum-
hvefi greinarinnar innanlands og bera
það saman við umhverfi keppinauta á
meginlandinu. í ljós kom að eftir að
niðurgreiðslutímabilinu innan ESB lýkur
(2004) hefur samkeppnisstaðan jafnast
talsvert þótt ennþá standi eftir atriði sem
mikil þörf er á að breyta og bæta ef jöfn-
uður á að nást að fullu en það hlýtur að
vera takmarkið. Nú er verið að móta lil-
lögur til stjórnvalda um slíkar úrbætur.
Enda þótt ekki verði á þessum vett-
vangi greint frá tillögunum er hægt að
segja frá því að langstærsta málið, sem
sýnilega þarf að ráða bót á hér á landi,
tengist því að koma á fót virkum trygg-
ingarsjóði útflutningslána. Þetta kann að
þykja undarlegt í tengslum við skipaiðn-
að sem hingað til hefur eingöngu sinnt
innlenda markaðinum. Atburðir síðustu
mánaða hafa hins vegar Ieitt í ljós að stór
ntarkaður hefur opnast fyrir íslenskan
skipaiðnað í útlöndum. Þarna er um að
ræða smíði 20 til 40 metra fiskiskipa fyr-
ir strandveiðimenn í Færeyjum, írlandi
og fleiri löndum. Þegar er búið að ganga
frá fjórurn smíðasamningum af þessu tagi
og enn fleiri í sjónmáli.
Aðalatriðin
Fram að þessu hafa því þrjú þýðingar-
mikil atriði staðið í vegi fyrir því að ís-
lenskur skipaiðnaður hafi sömu stöðu og
keppinautar í nágrannalöndunum.
í fyrsta lagi niðurgreiðslur í samkeppn-
islöndunum. í öðru lagi of hátt skráð
gengi íslensku krónunnar og í þriðja lagi
skortur á virkunt tryggingasjóði útflutn-
ingslána. Þegar sér fyrir endann á niður-
greiðslunum og gengið er skráð nær
raunverulegu verðmæti íslensku krón-
unnar þá er eingöngu eftir að koma á
tryggingarsjóðnum. Mikilvægi þess að
hafa slíkan sjóð snertir ekki eingöngu
skipaiðnaðinn. Framleiðendur véla og
tækja fyrir veiðar og vinnslu og t.a.m.
þeir sem stunda verkefnaútflutning á
orkusviði þurfa mjög á slíkum trygginga-
sjóði að halda enda oftast um fjárfrekar
framkvæmdir að ræða.
í nágrannalöndunum gegna slíkir sjóð-
ir mjög þýðingarmiklu hlutverki í sam-
keppninni og því er tómt mál að tala um
jöfnuð fyrr en íslensk fyrirtæki hafa að-
gang að slíkri þjónustu. Starfsemi þess-
ara sjóða er ekki skilgreind sem ríkisað-
stoð og því ekkert því til fyrirstöðu að
koma slíkum sjóði á fót hér á landi.
Vitað er að viðkomandi yfirvöld hér á
landi vilja gjanan beita sér fyrir því að
korna virkum tryggingasjóði á legg og
því standa vonir til að þessi grundvallar-
þáttur verði með sama hætti og hjá sam-
keppnislöndum okkar.
Þegar sú tíð rennur upp, vonandi inn-
an skamms, að öllum ofangreindum
Sjómannablaðið Víkingur - 39