Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 32
hann í konu sína Mary, þegar hann getur
talað á ný og segir henni hásri röddu:
“Það var guð”.
Síðar tilkynnir “Clyde Coastguard” lát
sex sjómanna: Domingo Sampedro San-
les vélstjóri. Juan Manuel Pérez
Domínguez smyrjari. Secundino García
Portela kokkur. Antonio Manuel Lopez
Pena háseti. Manuel Teira Vila háseti. Og
Víctor. Víctor Manuel Bretal Antos há-
seti.
Skipstjórinn þögull
Skipstjórinn á Hansa, Werner Karsten
49 ára, getur ekki mikið sagt til um það,
hvernig á þvi stóð að skipið sökk. Hann
vill heldur ekki ræða málið frekar.
Hann fæddist i Deichsende í norður-
hluta Þýskalands, en hefur búið undan-
farin ár á Spáni. Hann virðist fremur
þrútinn í andliti og talar óskýrri röddu.
Við skýrslugjöf strax eftir slysið hafði
hann sagt það sem hann vissi. Hann svaf,
þegar öll lætin byrjuðu. Háseti vakti
hann. Þegar hann fór fram úr varð hann
þess var að Hansa var með slagsíðu.
Hann sagði að allt hefði skeð sem í
“hendings kasti”. Hann hafi sent út
neyðarkall, hann hafi hvatt menn til að
fara í björgunargalla. Þegar hann sá, að
þeir “sem enn voru til staðar” voru
komnir í gallana, gerði hann það sem
skipstjóri á ekki að gera: “Þá fór ég frá
borði”.
Fór frá borði. Skipstjórinn fór ekki síð-
astur frá borði. Sex af áhöfn hans fórust.
Skipsskjölum gat hann bjargað sem og
happagrip sínum, smá helgimynd.
Fimm vikum eftir að Hansa sökk, hélt
hann aftur til sjós á þýskum fiskibáti
með spænskri áhöfn - sem skipstjóri.
„Sjórinn einn veit”
Spænska útgerðarfélagið “Gude
Gonzales Hermanos” er með skrifstofur
sínar alveg við höfnina í Riveira. Gólfið
er lagt marmaraplötum, veggir viðar-
klæddir. Það er ekki eins og Hansa hafi
tilheyrt einhverju hreysi.
Þetta var góður bátur, sagði David
Gude Sainas, smávaxinn maður með
flöktandi augnaráð. Hann tekur Ijós-
mynd af Hansa ofan úr hillunni. Gude
segir að skipið hafi verið “í hræðilegu á-
standi” 1985 þegar það var keypt frá
Þýskalandi.
Hann segir með nokkrum þjósti að út-
gerðarfélagið hans hafi lagt í töluverða
fjárfestingu. Það hafi t.d. hækkað byrð-
inginn og á síðasta ári var sett upp nýtt
fjarskiptakerfi, allt hin bestu tæki. “Viltu
að ég taki eftirmynd?”
Þá gengur Juan José Sampedro, sem er
félagi Gude, að hillunni. Hann snýr til
baka með tvær svartar möppur. Þær eiga
að sýna fram á að Hansa hafi verið í lagi.
Öllu er raðað, allt skriflegt, allt opinber-
lega staðfest.
Sampedro losar um bréf frá “Þýska Ll-
oyd” úr möppunni. Þýska Siglingamála-
stofnunin skoðaði Hansa 21. desember
2000, vél og skrokk, niðurstaða “satis-
factory”, fullnægjandi. “Viljið þér fá af-
rit?”.
Af hverju sökk Hansa?
Sampedro ypptir öxlum. “Sjórinn einn
veit”. Af hverju voru ekki allir í björgun-
argöllum? “Sjórinn einn veit það”.
Sjóferðastofnunin í Emden, sem rann-
sakar málið, vildi gjarna vita meira. Hún
hefur beðið eftir svari í margar vikur.
Hvað voru mörg net um borð? Hvernig
voru þau reyrð niður? Gat sjórinn sem
féll inn, runnið út á ný? “Fleyta sem
þessi sekkur ekki bara sisona upp úr
þurru” segir einn sem rannsakar málið.
Einnig er hugsanlegt að Hansa hafi verið
með meira af fiski um borð en leyfilegt
var. Að skipið hafi verið ofhlaðið, að það
hafi því legið of djúpt í sjónum, að það
hafi verið óstöðugt.
Juan José Sampedro skundar að hill-
unni og sækir nýja möppu. Hann dregur
fram fax sem Karten skipstjóri sendi úl-
gerðarfélaginu 26. febrúar. Það er síðasta
skrifaða skjalið sem barst frá Hansa.
Samkvæmt því voru um borð þann 23.
febrúar 3450 kiló af skötusel, 5694 kíló
af löngu, 33380 kfló af skötu, 3700 kíló
af smákrabba, 11900 kíló hákarl og 500
kíló af öðrunt fiskitegundum. Stemmi
tölurnar á faxinu, þá var Hansa ekki of-
hlaðið. Það getur borið 61,08 tonn.
Hvort tölurnar á faxinu stemmi, það veit
sjórinn einn.
Juan José Sampedro setur möppuna
aftur upp í hillu og sekkur síðan djúpt í
stólinn. Því næst segir hann: “mannslíf
er óbætanlegt”. Hann sé þó ánægður
með, að séð sé fyrir eftirlifendum. Fé-
lagslega tryggingarkerfið á Spáni greiði
konunt og börnum bætur í svona tilfell-
um.
Ekkert svar
í Riveira situr María Dolores, ekkja
Víctors, á eldhúskolli foreldra sinna og
reykir Winston-sígarettur. Þegar hún hef-
ur drepið í einni, kveikir hún i þeirri
næstu. í eldhúsinu er kveikt á sjónvarp-
inu. Hún segir ekki orð.
Gegnt henni situr Juan Jesús. Hann
reykir einnig Winston-sígarettur. Konan
hans Mary hefur einnig tyllt sér þétt upp
að honum. Það er sem hún gæti hans.
Juan Jesús segir að kæliklefarnir, þar
sem fiskurinn var geymdur, hafi verið
fullir. Stútfullir. Ekki hægt að troða ein-
um fiskikassa inn í viðbót.
Tengdafaðir Juans Jesús sótti einnig
sjóinn áður fyrr. Hann veit af hverju
Víctor og allir hinir hlutu að deyja.
“Skipið var ofhlaðið” segir hann.
Juan Jesús kinkar kolli.
Hann segir að nokkrum dögum eftir
slysið hafi allir sem komust af mætt hjá
útgerðarfélaginu til skrafs og ráðagerða.
Hann sjálfur hafi aðeins varpað fram
tveimur spurningum: “Hver losaði björg-
unarbátana frá? Af hverju hvarf annar
þeirra?” Hann fékk ekkert svar.
“Það er sérkennilegt að skipstjórinn og
fiskistjórinn skulu hafa komist af. Hefðu
þeir farið síðastir frá borði hefðu þeir
ekki komist af,” segir hann.
Stafar ógn af hafinu
Kona hans virðir vangasvip hans fyrir
sér meðan hann talar. Síðan setur hún
höndina á eldhúsborðið. Hún talar afar
hátt og í hvössum tón. “Skipstjóri á ekki
aðeins að senda út SOS, skipstjóri á
einnig að bjarga mannslífum”, segir hún.
“Ég vil ekki ásaka neinn” segir hann.
“Skipstjórinn er sekur. Þeir sem fóru
með yfirumsjón björguðu sér. Fiski-
mennirnir fórust” segir hún.
“Þegiðu nú. Svona nokkuð má maður
ekki segja” segir hann.
“Maður verður að segja það. Ég sagði
við fiskistjórann: “Þú ert sekur. Þú varst í
brúnni”. Hann svaraði engu. Ég spurði
hann: “Af hverju tókuð þið ekki í hönd
hvers annars, allir saman og stukkuð
saman fyrir borð?” en hann svaraði
engu.”
Maður hennar þegir við þessu. Hann
veit að hún hefur á réttu að standa. Hann
fyrirlítur alla sem voru með honum og
lifðu af síðustu ferð Hansa.
Hann lítur upp og segir: “ Þeir hefðu
getað leitað okkar. Þeir voru með tvær
árar um borð í björgunarbátnum. Ég ber
ekki kala til þeirra, en ég vil helst ekki
umgangast þá. Ég vil ekkert hafa meira
með þá að gera. Þú getur fyrirgefið, en
aldrei gleymt.”
Juan Jesús Caamano Puente er at-
vinnulaus síðan hann kom heim til
Riveira. Hann fær sem stendur 80% af
þeim launum sem hann fékk á Hansa.
Brátt verða það 65%.
Hann fór 14 ára fyrst til sjós. Hann
missti föður sinn í bílslysi þegar hann
var 7 ára. Móðir hans slasaðist þá einnig
alvarlega. Hann ólst upp á heimili reglu-
systra, þar sem börnin voru ekki ávörp-
uð með nafni heldur númeri.
Þegar hann fór loksins frá nunnunutn,
varð hann að afla fjár fyrir móðurina og
þrjú systkini. Þau bjuggu í Riveira. Hann
hafði aldrei séð neitt annað af veröldinni
en Riveira. Og í Riveira hefur aldrei neitt
annað verið til en höfnin og fiskibátarnir.
“Sérhver lifir sínu lífi sem best hann
getur. Ég gat ekkert annað. Sjómennskan
var aldrei árátta hjá mér. En með tíman-
um líkaði mér hún bara vel” segir hann.
Ef lil vill, segir hann, verð ég einn dag-
inn neyddur til þess að halda aftur til
sjós. Hann vill ekki útiloka það.
En í dag stafar honum ógn af hafinu.
Guðmundur Ágústsson
þýddi úr Der Spiegel
32 - Sjómannablaðið Víkingur