Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 38
íslenskur skipaiðnaður stendur nú d tímamótuín. Eftir að hafa þurft að þola miklar hremmingar bendir margt til að hann sé að snúa vörn í sókn. Ýmislegt hefur lagast í starfsum- hverfinu og unnið að umbót- um á öðrum sviðum. Erlend- ir útgerðarmenn sýna mik- inn áhuga á að láta smíða skip hér á landi enda vita þeir að íslenskar skipa- smiðjur uppfylla ströngustu gœðakröfur og afhenda skipin á réttum tíma. Ingólfur Sverrisson deildarstjóri hjá Samtök- um iðnaðarins skrifar Ný sókn í íslenskum skipaiðnaðí Skipaiðnaði er í aðalatriðum skipt í tvo hluta: Viðgerðir og viðhald annars vegar og nýsmíði hins vegar. íslenskur skipa- iðnaður á sér langa og merka sögu þar sem skipst hafa á skin og skúrir. Við þá sögu koma bátasmiðjur, vélsmiðjur, dráttarbrautir, skipasmiðjur og önnur iðnfyrirtæki sem lagt hafa sitt af mörkum til að smíða skip og halda þeim sjófær- um. Smíði skipa hér á landi var bundin við tréskip fratn á miðja síðustu öld. Þetta voru oftast tiltölulega litlir bátar - 15 til 17 rúmlestir - og voru hálft annað hundrað slíkir smíðaðir víða um land á tímabilinu 1925 og fram á fimmta ára- tuginn. íslensk stálskip voru öll smíðuð er- lendis fram á sjötta áratug aldarinnar en að sjálfsögðu var alltaf unnið mikið að viðgerðum alls flotans hér á landi, hvort heldur hann var úr tré eða stáli. Þannig þróaðist mikil og merk verkmenning innan málmiðnaðarins sem varð síðar grunnurinn að stálskipasmíðinni á síðari hluta aldarinnar. Merk saga Árið 1953 hófst stálskipasmíði hér á landi þegar Stálsmiðjan í Reykjavík smíð- aði dráttarbát fyrir Reykjavikurhöfn. Skömrnu síðar smíðaði Vélsmiðjan Atli á Akureyri nokkra snurpubáta úr stáli. Það var svo ekki fyrr en á sjöunda ára- tugnum að framhald varð á þessari smíði og enn var Stálsmiðjan í fararbroddi. Þar voru smíðuð fyrstu stálfiskiskipin og með því má segja að skriða hafi farið af stað. Stálskipasmíðastöðvar voru byggð- ar víða um land og var þar smíðaður fjöldi skipa, allt frá minni fiskiskipum til stærstu togara og nótaveiðiskipa að ó- töldum strandferðaskipunum Heklu og Esju. Útgerðarmenn sáu fljótt að hér Ingólfur Sverrisson. fengu þeir traust og vönduð skip á sam- keppnishæfu verði og hikuðu ekki við að semja um smiði þeirra hér á landi. Lang- flest þessara skipa reyndust miklar happafleytur og eru mörg í fullum rekstri enn þann dag í dag. Ríkisstyrkir Þegar kom fram á síðari hluta 8. ára- tugsins tóku að hrannast óveðurský á loft í íslenskum skipiðnaði. Upp úr 1990 skall á gjörningaveður sem leiddi til þess að stálskipasmíðin varð aðeins svipur hjá sjón. Ekki verða ástæður þeirrar þróunar raktar í þessum línum enda voru þær fjölþættar. Þó er því ekki að leyna að niðurgreiðslur skipaiðnaðar samkeppnis- landanna skekktu samkeppnisstöðuna svo mjög að engum vörnum varð við komið. Sem dæmi má nefna að innan ESB voru leyfðir ríkisstyrkir á árunum 1988 og 1989 sem námu 28% af smíða- verði skipa. Eins og gefur að skilja var ekki gæfulegt að keppa við slíkar niður- greiðslur og því ekki að undra að eitt- hvað léti undan í íslenskum skipasmíð- um á þessum tíma. Þessar heimildir til einstakra ríkis- stjórna voru slðan lækkaðar og voru 9% síðustu árin. Miðað var við að samnings- fjárhæð væri 10 milljónir evra eða hærri en af lægri samningum gat fjárhæðin numið allt að 4,5% ef skipið var yfir 100 BRT. Þessi regla gilti til ársloka árið 2000 en þá voru ríkisstyrkir felldir niður innan ESB og þar með á Evrópska efna- hagssvæðinu (EES). Þó var leyfð aðlög- un að þessu banni með því að hægt er að fá slíka styrki greidda út allt til ársloka árið 2003. Þetta fyrirkomulag leiddi til þess að að síðustu mánuði ársins 2000 voru gerðir mjög margir smíðasamningar á svæðinu sem urðu til þess að smíða- verkefni hlóðust upp víða á EES-svæðinu út árið 2003 og ríkisstyrkir á blússandi ferð til þess tíma. Það vantar því nokkuð á að þessi mismunum á samkeppnisstöð- unni gangi yfir. En þessi staða hefur þó opnað nýja og óvænta möguleika fyrir ís- lenskan skipiðnað. Verður vikið að því síðar í þessum línum. Sjórnvöld koma að málinu Eins og kunnugt er hafa íslenskir út- gerðarmenn kostað kapps síðustu árin um að draga eftir föngum úr útgjöldum til þess að bæta reksturinn. Þegar við bætist að fiskiskipum hefur fækkað mjög er afleiðingin sú að mjög hefur dregið úr viðhalds- og viðgerðarverkefnum fyrir flotann. Þetta hcfur bæst við stórminnk- andi nýsmiði innanlands og þess vegna hefur skipaiðnaðurinn átt mjög í vök að verjast. 38 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.