Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 28
Steingrímur J. Sigfússon
formaður Vinstrihreyfingarinnar - grœns framboðs
Þeir einir, r
sem mænt hata
Meginókostur frumvarps sjávarútvegs-
ráðherra er sá að mínu mati að það festir
í sessi í grundvallaratriðum óbreytt
kvótakerfi með öllum þess annmörkum.
Frumvarpið felur ekki í sér neina raun-
hæfa dlraun til að sætta sjónarmið og
taka á þeim atriðum sem mestum deilum
hafa valdið á umliðnum árum. Má þar
nefna öryggisleysi og stöðu sjávarbyggð-
anna, deilur sem tengjast framsali veiði-
heimilda og möguleikum einstakra aðila
til að hagnast griðarlega á kvótasölu eða
leigu, samþjöppun í greininni og þróun í
átt til einhæfari og einsleitrari rekstrar,
stöðu landvinnslunnar, brottkastið, um-
gengni um auðlindina og vistvæna þróun
og svo framvegis.
Gjaldtakan sem frumvarpið gerir ráð
fyrir, vel að merkja í annars óbreyttu
kerfi, er hálfgerð sýndarmennska því ó-
víst er að greiðslurnar verði mikið um-
fram það sem fellt verður niður á móti,
nema í einstökum árum. Ég vil þó taka
fram að gjaldtakan sem slík er í mínum
huga hefur aldrei verið aðalatriði málsins
ljóslega víðsfjarri því að geta orðið nokk-
ur sáttagrundvöllur. Þeir einu sem mænt
hafa á gjaldtöku gjaldtökunnar vegna,
jafnvel þótt aðeins sé um táknrænt gjald
að ræða, geta glaðst.
Stefna Vinstrihreyfingarinnar - græns
framboðs er að gera grundvallarbreyting-
ar á kerfinu. Við viljum losa veiðiréttinn
út úr núverandi kerfi með rólegri fyrn-
ingu þannig að ekki komi til neinnar
kollsteypu í greininni. Síðan verði veiði-
réttindunum endurráðstafað að hluta
gegnum leigumarkað, að hluta til sjávar-
byggðanna með byggðatengingu og að
hluta til útgerðarinnar með afnotasamn-
ingum. Auk þess þarf að taka um nýting-
arstuðla og leggja grunn að vistvænni
þróun í greininni.
Það dapurlegasta af öllu er að verði
frumvarp sjávarútvegsráðherra barið í
gegn þá halda deilurnar áfram, sáttin
sem lofað var fyrir síðustu kosningar er
úti i hafsauga og ekki skapast sú festa og
sá starfsfriður í málefnum sjávarútvegs-
ins sem svo sannarlega er kominn tími á.
SteingrímurJ. Sigfússon.
heldur spurningin um grunnfyrirkomu-
lagið sjálft, fiskveiðistjórnunarkerfið. Þar
stendur ekki til að gera neinar breytingar
nema þær sem eru heldur i öfuga átt, átt
til þess að leyfa meiri samþjöppun veiði-
heimilda. Þessi niðurstaða er alveg aug-
28 - Sjómannablaðið Víkingur