Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 53

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 53
10% af launum í lífeyrissparnað er ekki nóg - viðbótarlífeyrissparnaður er hagstceðasta leiðin til að hœkka tekjur xið starfslok - Agnes Hildur Hlöðversdóltir og Hall- dór Steinn Steinsen sérfræðingar hjá Búnaðarbankanum Verðbréfum svara hér nokkrum spurningum um frjálsan við- bótarlífeyrissparnað. Af hverju er nauðsynlegt að leggja meira fyrir i viðbótarlífeyrissparnað heldur en 10% af launum sem skylt er að greiða í lífeyrissióð? Halldór: “Það hlýtur að vera markmið flestra að vera með sambærilegar tekjur eftir að þeir hætta að vinna eins og þeir voru með á starfsævinni. Samkvæmt upplýs- ingum frá Þjóðhagsstofnun hefur fólk 70 ára og eldra rúmlega 40% lægri tekjur en yngra fólk. Jafnframt er algengt að greiðsla 10% iðgjalds í 40 ár í lífeyrissjóð veiti 66-72% af meðallaunum á starfsævi í ævilangan ellilífeyri ntiðað við reglur k'feyrissjóðanna í dag. Það hlýtur að vera mikið áfall að lækka svona mikið í tekj- um þegar rnenn hætta að vinna”. “Það setn er mikilvægt í þessu sam- bandi er að vegna framfara í lækna- og tyfjavísindum þá geturn við búist við þvi að lifa við betri heilsu og lengur eftir að við hættum að vinna. Með bættri heilsu er ijóst að við getum notið lífsins betur og látið drauma okkar rætast og þá meg- úm við ekki við því að lækka í tekjum. Til að lækka ekki í tekjurn við starfslok þá verðum við að spara meira en 10% af launum í lífeyrissparnað”. Gerir viðbótarlífeyrissparnaðurinn okkur kleift að hætla fyrr að vinna en ella? Agnes: “Það er engin spurning að þeir setn eiga eftir að leggja fyrir í viðbótarlífeyris- sparnað í tugi ára hafa svigrúm til að hætta eða minnka við sig í starfi áður en kemur að töku ævilangs ellilífeyris úr líf- eyrissjóðum við 65 til 67 ára aldurs. Við sjáum þetta gerast í Bandaríkjunum þar senr algengt er að menn hætti fyrr að vinna en hér á landi. Ég sé fyrir mér að svona muni þróunin verða á íslandi hjá þeirri kynslóð sem mun leggja fyrir í við- bótarlífeyrissparnað í 20-40 ár”. Skiptir máli á hvaða aldri fólk er þeg- ar það byrjar að nýta sér svona sparn- að? Halldór: “Það ntá segja að það sé aldrei of seint að byrja að leggja fyrir, þ.e.a.s. svo lengi sent lólk er ennþá úti á vinnumarkaðn- um. Hinsvegar er hagstæðast fyrir fólk að byrja á meðan það er ungt því að iðgjöld þess eiga eftir að ávaxtast í langan tíma og eru því mjög verðmæt. Meðfylgjandi tafla sýnir að sparnaðartími og ávöxtun skipta mjög miklu máli”. En er þá ekki mikil áhælta fyrir eldra fólk að leggja fyrir einungis í stuttan tíma þar sem sveiflurnar geta verið miklar á fjármálamörkuðum? Agnes: “Nei, i Lífeyrisauka Búnaðarbankans er hægt að velja áhættulausa sparnaðar- leið í formi sparireiknings með hæstu verðtryggðu vöxtum bankans á hverjum tíma. Búnaðarbankinn býður einnig upp á fjölmargar fjárfestingarleiðir og er hægt að blanda þeirn saman eftir óskum hvers og eins. Við mælum almennl með Lífs- leið sem samanstendur af blönduðu safni skuldabréfa og hlutabréfa þar sem hlut- fall skuldabréfa eykst á kostnað hluta- bréfa eftir því sem aldurinn færist yfir. Skuldabréf sveiflast minna í verði en hlutabréf og eru því áhættuminni. Til lengri tíma litið er von um hærri ávöxt- un á verðbréfum en á sparireikningi”. Er ekki betra að leggja fyrir í venju- legan sparnað sem er alllaf laus til út- borgunar? Halldór: “Nei, kostirnir eru ótvírætt fleiri í líf- eyrissparnaði. Fyrst og frernst er það niótframlagið frá launagreiðanda sem er 2% af launum skv. kjarasamningum og jafnframt greiðir ríkið mótframlag sem nernur 10% af framlagi launþega. Tekju- skatturinn af upphæðinni er ekki greidd- ur fyrr en við útborgun sem er sérlega hagstætt ef menn geta nýtt sér persónu- afslátt til að lækka skattinn. Hvorki er greiddur fjármagnstekjuskattur né eign- arskattur af lífeyrissparnaðinum og hann er heldur ekki aðfararhæfur. Það er þó mikilvægt að fólk hugi að þvi að leggja einnig fyrir í venjulegan sparnað því nauðsynlegt er að eiga einhvern varasjóð, bæði til að rnæta hugsanlegum áföllum og/eða til að auka lífsgæðin”. Ef ég greiði 4% af 100.000 kr. launum (4.000 kr) hvað lækka laun mín mikið? Halldór: “Það er algengt að fólk segi að það hafi ekki efni á að greiða 1-4% af launum í viðbótarlífeyrissparnað. Ég held samt að margir átti sig ekki á því að útborguð laun lækka minna en sem þessu nemur. Ástæðan er sú að iðgjaldið dregst frá skattskyldum tekjum og kernur því til lækkunar á staðgreiðslu skatta. í raun lækka útborguð laun aðeins um 2.450 kr. ,eða 2,45% af launum, ef fólk greiðir 4% af 100.000 kr. launum. Það fær hinsvegar alls 6.400 kr. greitt inn á sparnað sinn, 4.000 kr. sem það greiðir sjálft og 2.400 kr. frá launagreiðanda og ríki”. Hvernig á að bera sig að ef maður vill fá nánari upplýsingar eða ganga frá samningi? Agnes: “Blaðinu fylgir samningur sem liægt er að fylla út og senda til Bún- aðarbankas í meðfylgjandi umslagi. Frekari upplýsingar er hægt að nálg- ast í öllum útibúm bankans eða í Verðbréfadeild Búnaðarbankans. Einnig er hægt að fá ítarlegar upplýs- ingar á heimasíðu Búnaðarbankans, www.bi.is, og ganga frá samningi þar.” Skipting iðgjalds á milli launþega, launagreiðanda og ríkisins Mánaðarlegt iðgjald sent hlutfall af Mánaðarlegt iðgjald m.v. 100.000 kr. launum mánaðarlaun Framlag launþega 4% 4.000 kr. Framlag launagreiðanda 2% 2.000 kr. Framlag ríkisins 0,4% 400 kr. Alls 6,4% 6.400 kr. Mánaðarlegt iðgjald* Sparnaðar- tími í árunt lnngreiðslur samtals Uppsöfnuð inneign 4% ávöxtun 6% ávöxtun 8% ávöxtun 12.800 kr. 10 1.536.000 kr. 1.884.000 kr. 2.090.000 kr. 2.320.000 kr. 12.800 kr. 20 3.072.000 kr. 4.672.000 kr. 5.832.000 kr. 7.330.000 kr. 12.800 kr. 30 4.608.000 kr. 8.800.000 kr. 12.534.000 kr. 18.145.000 kr. 12.800 kr. 40 6.144.000 kr. 14.910.000 kr. 24.537.000 kr. 41.495.000 kr. * Miðað við að greitt sé 6,4% iðgjald af 200.000 kr. mánaðarlaunum Sjómannablaðið Víkingur - 53 Þjónustusíður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.