Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 37
að spyrjast fyrir á öllum þeim stöðum
sem við komum á. Ég fékk líka upplýs-
ingar frá júgóslavnesku bílstjórunum og
heimafólki á Kýpur. Einnig fékk sænska
sjómannablaðið myndir lánaðar og
einnig sænska sjóslysanefndin. Ein af
nrínum myndum er í skýrslu sjóslysa-
nefndarinnar sem þeir síðan sendu mér,”
segir Vilhjálmur.
Zenobia sekkur við höfnina
og áhöfnin horfir á
Zenobia var rétt við með aðstoð björg-
unarbáta og síðan dregin að landi við
Larnacka á Kýpur. Þar lá skipið rétt fyrir
utan ströndina meðan áhöfnin lagaði það
sem laga þyrfti og starfsmenn trygginga-
félaga voru að meta skemmdir á skipi og
fragt.
„Ég var síðan fluttur á hótel í Larnacka
og fór að vinna um borð þann 6. júní.
Björgunarmenn höfðu náð skipinu á rétt-
an kjöl og allt virtist í sómanum. Ég var
á vakt um borð og rétt fyrir miðnætti
kemur slagsíða á stjórnborða og skipið
skellur 10° á bakborða og skömmu síðar
um aðrar 10°. Nú var atburðarrásin öll
hraðari því skipið fylltist fljótt af sjó þar
sem hliðarlúgur voru opnar. Sem betur
fer var bara áhöfnin um borð og við yfir-
gáfum skipið í hasti. Ég tók til við að
taka myndir á vélina en því miður var
ennþá meira myrkur en þegar fyrra slysið
varð og ég kunni bara ekki nóg á ljósop-
ið á vélinni. Allar þær myndir misheppn-
uðust, því miður. Við stóðum á strönd-
inni á Larnacka um nóttina og horfðum
á þegar þetta risaskip sökk á endanum
beint fyrir framan nefið á okkur í blíð-
skaparveðri,” segir Vilhjálmur.
Enginn lífsháski í
Miðjarðarhafinu
Vilhjálmur vill gera lítið úr þeim lífs-
háska sem hann lenti i þetta sumar fyrir
rúmum tuttugu árum. Hann nefnir að is-
lenskir sjómenn séu að fást við allt önn-
ur náttúruöíl á miðunum hér við land,
þótt auðvitað verði sjóslys alls staðar.
„Fyrir mann eins og mig var þetta ekki
í sjávarháski í þeim skilningi. Ég hafði
siglt á bálurn og togurum við ísland og
þá er maður í lífshættu um leið og mað-
ur dettur í sjóinn. Ég hafði til dæmis lent
í því á Hallveigu Fróðadóttur mörgum
árurn áður að við fengum á okkur brot
og skipið fór á hliðina, á bakborða
einsog Zenobia. Aðstæður voru allt aðrar.
Þetta var um hávetur og við að fiska fyrir
sölu í Þýskalandi. Búið var að bóka sölu-
dag og tíminn naurnur. Við höfðu verið á
Halanum og venjulega var siglt suður
fyrir land í átt að meginlandinu en vegna
þess að vindur snerist í hvassa sunnanátt
var ákveðið að sigla norður fyrir land.
Það var geysilegur afli um borð því við
dekkið var fullt og mannskapurinn enn
að gera að aflanum á leiðinni. Skyndilega
reið þessi feiknaalda yfir skipið, slengdi
því á hliðina og aflinn á fleygiferð. Það
sem skelfdi okkur mest var að ekki var
búið að ganga frá trollinu og hætta á að
það færi í skrúfuna. Þá var ég virkilega
hræddur en þetta blessaðist allt sem bet-
ur fer.”
Vilhjálmur segir að aðstæður sjómanna
við ísland séu slíkar að Miðjarðarhafið
veki ekki skelfingu, þótt auðvitað verði
sjóslys þar sem annars staðar. Kuldinn og
veðurhamurinn við ísland gefi mönnutn
engan grið ef eitthvað kemur uppá. Þess
vegna verða mannbjarganir hér við land
alltaf þrekvirki, segir Vilhjálmur og nefn-
ir þau tvö sjóslys sem orðið hafa í vetur,
þegar Svanborg SH fórst við Svörtuloft og
Bjarmi við Vestmannaeyjar.
„Sigmaðurinn á bandarísku þyrlunni
sem bjargaði stráknum við Svörtuloft er
rnikil hetja. Sama er að segja um sjó-
manninn sem gat haldið sér svona lengi
á floti í þessu líka veðri. Þetta eru sann-
kallaðar mannraunir en ekki þessi slag-
síða sem við fengum á okkur á Zenobiu,”
segir Vilhjálmur Ólafsson sem lenti í
sjávarháska tvisvar í sömu vikunni og
það um borð í sama skipinu.
Klukkan á Bessastöðum
I fyrstu heimsókn Davíðs Oddssonar til Bessastaða, eftir að Ó-
lafur Ragnar Grímsson tók við embætti forseta, var Davíð vísað
til sætis á stól sem stóð undir heljarmikilli veggklukku. Klukkan
var gjöf til forsetaembættisins frá Gorbatsjov fyrrum Sovétleið-
toga. Þar sem þetta var kommúnisk klukka gekk mjög illa að fá
hana til að ganga. Forsetanum hafði þó tekist að hafa upp á
gömlurn úrsmið sem með lagni tókst að lcoma henni á stað, en
ekki var þó viðlit að fá hana til að ganga rétt.
Þessi fundur Davíðs og forsetans stóð lengi yfir en þar kom að
forsætisráðherra stóð upp úr stólnum og gekk til hliðar. í sama
mund hrundi klukkan af veggnum, lenti á sterklegum stólnum
sem Davíð hafði setið á og mölbraut hann. Davíð brá svo að
hann náfölnaði og kom ekki upp orði. Ólafur Ragnar virti fyrir
sér verksummerkin hugsandi á svip en sagði svo og gætti
gfernju í röddinni:
„Hún var alltaf heldur of sein þessi klukka.”
Af ljóskum
Þrjár ljóskur voru saman á göngu á ströndinni þegar þær
fundu töfralampa. Þær kölluðu á andann sem bauð eitt krafta-
verk á hverja. Sú fyrsta sagðist vera orðin leið á að vera heimsk
fjóska og vildi verða leiftrandi gáfuð. Á sömu stundu breyttist
hún í svarthærða fegurðardís. Sú næsta kvaðst líka vera þreytt á
að vera heimsk ljóska og langaði til að verða svolítið gáfaðri.
Andinn hreyfði höfuðið og í stað ljóskunnar var komin rauð-
hærð kona.
Sú þriðja sagðist svo sem vita að hún væri heimsk En málið
væri bara það, að hún kynni því vel og hefði mestan áhuga á að
halda áfram að stunda hið ljúfa líf. Hún vildi því aðeins óska sér
þess að verða enn heimskari en hún væri núna.
Andinn brá við fljótt og ljóskan breyttist í karlmann á svip-
stundu.
í svefnherberginu
Diddi og Anna voru komin uppí. Hún sagðist vera þreytt eftir
daginn, bauð góða nótt, slökkti á lampanum og sneri sér til
veggjar. Diddi var hins vegar velupplagður og fór að strjúka
henni um bakið. Anna sýndi lítil viðbrögð en sagði loks að þetta
þýddi ekki neitt.
„Ég á nefnilega pantaðan tíma hjá kvensjúkdómalækni á
morgun. Farðu nú að sofa.”
Diddi lá kyrr um stund, en eftir nokkrar mínútur teygði hann
sig yfir Önnu og hvíslaði í eyrað á henni:
„Áttu nokkuð pantaðan tima hjá tannlækni á morgun?”
Sjómannablaðið Víkingur - 37