Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 19
bréfaskriftir við Fiskistofu út af þessu. Ég man ekki nákvæmlega orðalagið hjá þeim en það var eitthvað á þá leið, að þrátt fyrir aum- lega varnartilburði þína i málinu höfum við ákveðið að lækka nýtingarstuðul- inn. Ég man ekki hvort það var um 2% eða svo. Ef farinn hefði verið full- fermistúr á grálúðu í fram- haldinu hefði þetta skipt rrijlljónum króna. Þetta er ansi ýkt refsing fyrir ekki stærra brot sem bersýni- lega stafaði af mannlegum tnistökum”. Ami kom í desember úr sinni síðustu veiðiferð sem skipstjóri á Akureyrinni. Aflaverðmœti eftir 28 daga var um 100 milljónir króna. (Ljósm. Jón Páll Ásgeirsson) Þorsteinn Már er harður í horn að taka - Er sami mannskapur á skipunum mikið til? „Það er mikið sami kjarninn og ekki nóg með það heldur einnig sami kjarninn í afleysingum h'ka. Þannig hefur þetta verið fram til þessa. Hins vegar eru miklar sviptingar um þessar mundir út af breytingum á skipakosti og mönnum skákað til og frá”. - Hafa ungir rnenn sem þú hcfur verið með til sjós áhuga á að gera sjómennsku að œvistarfi ogfara í Stýrimannaskólann? „Það eru fáir af þessum ungu mönnum sem komu um borð til mín sem ætluðu sér að verða sjómenn og raunar orðinn viðburður ef þú hittir á einn slíkan. Oft er um að ræða menn sem eru á leið i langskólanám og fara til sjós að ná sér í pening. Svo hitta þeir stelpu og stofna fjölskyldu. Hún heimtar íbúð og þetta endar stundum með því að þeir eru til sjós í mörg ár vegna þess að planið klikkaði. Oft verða til úrvals sjómenn tneð þessum hætti”. - Þú varst í áratug hjá Samherja. Þor- steinn Már er umtalaður maður og sagt er að hann sé ekki alltaf auðveldur í sam- skiptum. Hvemig gekk ykkur að vinna saman? „Oftast nær var þetta á eðlilegum nót- um en svo komu svona tarnir þar sem hraustlega var tekist á. En ég mun aldrei viðurkenna að ég hafi látið hann valta yfir mig. Alla vega finnst mér það. Ef mér fannst mál þannig vaxið að ég gæti ekki samþykkt það reyndi ég að standa á mínu. Það eru engar ýkjur að hann getur verið barður í horn að taka ef því er að skipta”. - Hin miklu umsvif Samherja bcnda til þess að þar séu klárir menn við stjómvöl- inn? „Miðað við það sem ég hef séð og upp- hfað held ég að það væri hægt að reka fyrirtækið betur. Alla vega er það mín til- finning án þess að ég ætli að fara nánar út í þá sálma”. - Akureyri er mjög öflugur Utgerðarbœr og virðist frekar vera að treysta sig i sessi sem slíkur? ,Ja, ég var nýlega að skoða skýrslu um hafnir og var hissa á hvað það fara lítil verðmæti um höfnina á Akureyri rniðað við utnsvif útgerðanna. Samherjaskipin landa mun meira hér í Reykjavík en á Akureyri. Hins vegar er sett pressa á skipverja að þeir séu heimilisfastir á Ak- ureyri og fjölgun í stétt sjómanna er hvergi rneiri en þar. Þvi er það bæði já- kvætt og tímabært ef farið verður að byggja yfir aldraða sjómenn fyrir norðan, eins og nú er rætt um”. Margir farið í hringi - Svo við snúum okkur að þínu starfi sem forseti FFSÍ. Þú varst ekki búinn að vera lengi í þessum stól þegar tilkynnt var um sameiginlegar tillögur útgerðarmanna og sjómanna um breytingar áfiskiveiði- stjórnun. Þetta kom mörgum á óvart enda hcfur samkomulagið milli samtaka útgerð- ar og sjómanna ekki þótt mjög náið eða gott. Hvemig kom þetta samkomulag til? „Þetta var búið að vera í pípunum þeg- ar ég kom hingað. Ég gerði ekki annað en fylgja eftir samþykktum þings Far- manna- og fiskimannasambandsins. Við höfum til dærnis alltaf verið á móti fratn- sali setn við teljum að sé ávisun á eitt- hvað svínarí sem aldrei stóð til að yrði fylgifiskur kerfisins. Við höfurn alltaf vilja að skipum sent ættu kvóta væri skylt að veiða sinn fisk þannig að sjó- tnaður sem réði sig á skip vissi að hverju hann gengi og gæti gert sér einhverja ör- litla hugmynd um í hvaða utnhverfi hann væri og hugsanlegum tekjumöguleikum. En það er því miður alltof algengt og vaxandi í starfsumhverfi sjómanna að þeir vita mjög stutt fram í tímann og þetta skapar mikla erfiðleika, óöryggi og óvissu fyrir stóra hópa í sjómannastétt- inni. Bæði fyrir þá sem einstaklinga og fjölskyldur þeirra”. - En þarna virðist sem LÍÚ hafi tekið U- beygju í þessu máli? „Það má segja það. Varðandi tillögurn- ar fannst mér eftirtektarvert hvað Einar K. Guðfinnsson sagði; að þeir sem bölv- uðu framsalinu og töldu það ávísun á allt slæmt í kerfinu snerust 180 gráður. Ýms- ir, svo setn forverar, mínir hafa verið ó- þreytandi í að fordæma framsal en virð- ast hafa skipt um kúrs. Það eru því margir búnir að fara í hringi í þessu máli”. - Ýmsir brugðust ókvœða við þegar til- lögurykkar voru kynntar? ,Já. Þarna voru hugmyndir um að auka veiðiskylduna og þar af leiðandi minnka framsalið sem leiddi aftur af sér að það yrði harðara á dalnutn fyrir þessa kvótalitlu og kvótalausu. Auðvitað sjá allir að það er ekkert grín fyrir ákveðinn hóp en á móti má spyrja hvort það sé eitthvað vit í því að ísland sé eina landið í Evrópu þar sem ekki er hægt að hafa stjórn á stækkun flotans. Svo framarlega sem þú átt bát máttu róa og fróðir rnenn segja mér að þetta sé einsdæmi í Evrópu. Slíkt hlýtur að vera ávísun á allskyns misferli . í fullri hreinskilni sagt vil ég frekar sjá eitthvað færri sjómenn sem eru þá með tryggari afkomu. Engu að síður er þetta mun flóknara en svo að hægt sé bara að afgreiða þetta með einföldum hætti. Sérstaklega gagnvart mönnum sem í dag eru kvótlausir eða kvótalitlir en eru samt að gera rnjög góða hluti. Þótt þeir Sjómannablaðið Víkingur - 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.