Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 56
Flokkun gagnrýnenda
Til að setja umfjöllunina í samhengi og
til að skýra hvernig viðfangsefnið hefur
verið afmarkað, þá getur verið gagnlegt
að flokka hana eftir því hvaðan hún
kemur eða hver setur hana fram, og
hverjum hún er ætluð, þ.e.a.s. á hvern er
ætlunin að hafa áhrif (Tafla 1).
Innri - innri, umfjöllun innan Hafrann-
sóknastofnunarinnar:
Innan hverrar vísindastofnunar fer
fram töluverð umræða um starfsemina,
leiðir og álitamál, og hér er Hafrann-
sóknastofnunin engin undantekning.
Þessi umræða getur verið mis-formleg.
Síðastliðið vor var farið út í umfangs-
mikla stefnumótunarvinnu á Hafrann-
sóknastofnuninni þar sem skipaðir voru
um 30 starfshópar til að skoða stöðu
rannsókna á ýmsum sviðum. Nú er
þessi vinna komin vel á veg og drög að
skýrslu um stefnumótun til næstu fimm
ára hafa fengið ítarlega umfjöllun innan
stofnunarinnar og hafa verið send ýms-
um hagsmunaaðilum til umsagnar (Haf-
rannsóknastofnunin 2001a). Höfundur
hefur fengið leyfi til að styðjast við þessa
skýrslu til að skýra stöðu og starfsemi
Hafrannsóknastofnunarinnar, enda er
ekki hægt að fjalla um faglega gagnrýni á
störf stofnunarinnar án þess að setja
hana 1 almennt samhengi.
Innri - ytri, sérfræðingar Hafrannsókna-
stofnunarinnar viðra fagleg álitaefni og
ræða þau við aðila utan stofnunarinnar:
Styrkleikar Hafrannsóknastofnunarinn-
ar eru m.a. góður skipakostur, mikið
gagnasafn og ekki síst gott starfsfólk sem
stendur sameinað að grundvallarmark-
miðum starfseminnar, þ.e. að stunda
rannsóknir og veita ráðgjöf sem stuðlar
að sem bestri nýtingu auðlindanna í haf-
inu umhverfis landið, til hagsbóta fyrir
sjávarútveginn og þjóðina alla. Hennar
styrkur liggur þó ekki síður í góðum
tengslum við atvinnugreinina, sjómenn,
útgerðarmenn og aðra hagsmunaðila.
Eftir ágjafir, eins og t.d. á árinu 1983 og
aftur árið 2001, hefur stofnunin sérstak-
lega lagt rækt við þessi tengsl og farið
yfir grundvöllinn að veiðiráðgjöfinni og
helstu óvissuþætti hennar með hags-
munaaðilum allt í kringum landið. Þetta
leiddi m.a. af sér samstarf um skipulagn-
ingu togararallsins svo kallaða, mikla
umfjöllun um fjölstofnaverkefnið á sín-
um tíma og nú er m.a. rætt um að koma
á laggirnar nýju “grunnslóðaralli”.
Ytri - innri, fagleg gagnrýni þar sem að-
ilar utan Hafrannsóknastofnunarinnar
beina spjótum sínum að forsendum og
starfsaðferðum sérfræðinga stofnunar-
innar:
Gagnrýnin umfjöllun er mjög mikil-
væg allri vísindastarfsemi. Segja má að
þessi umfjöllun sé einkum af tvennum
toga. Annars vegar er um að ræða gagn-
rýna umfjöllun sem stofnunin og sér-
fræðingar hennar gangast sjálfviljug und-
ir og sækjast eftir. Þetta á t.d. við um
greinar sem birtar eru í ritrýndum fagrit-
um, umfjöllun um styrkumsóknir og ým-
islegt alþjóðlegt samstarf. Sérfræðingar
Hafrannsókna-stofnunarinnar eru mjög
virkir innan Alþjóða hafrannsóknaráðs-
ins (ICES) og þar leggja þeir fram gögn
stn og greiningar á stöðu stofna og spár
um framvinduna. Hafrannsóknastofnun-
in er öflug rannsóknastofnun á alþjóð-
legan mælikvarða og tekur þátt í fjölda
samstarfsverkefna með stofnunum beggja
vegna Atlantshafsins. Á árunum 1994-
2000 hlaut stofnunin um 120 milljónir
kr. í rannsóknastyrki vegna ýmissa Evr-
ópuverkefna (Hafrannsóknastofnunin
200 la) og hefur þátttaka í Evrópuverk-
efnum farið vaxandi og aldrei verið meiri
en á þessu ári. Auk þessa hefur stofnun-
in fengið utanaðkomandi aðila til að gera
úttekt á starfsemi stofnunarinnar.
Hins vegar er um að ræða gagnrýni
sem stofnunin hefur ekki sóst sérstaklega
eftir. Það er gagnrýni af þessum toga sem
er aðalviðfangsefni þessarar úttektar.
Hún er sett fram á innlendum vettvangi,
i blöðum, tímaritum, á fundum og i ljós-
vakamiðlum. Hér er fyrst og fremst um
að ræða gagnrýni frá tiltölulega fámenn-
um hópi fólks, enda er ekki við því að
búast að margir setji sig inn í málin
nægilega vel til þess að geta tekið þátt í
slíkri gagnrýni. Þá hefur það eflaust líka
haft áhrif að Hafrannsóknastofnunin hef-
ur oft tekið slíkri gagnrýni illa. við slikri
gagnrýni hafa oftast verið undir fremur
neikvæðum formerkjum. í skýrslunni er
leitast við að draga fram megin þætti
þessarar gagnrýni og rekja þróun hennar,
án þess þó að vitna til einstakra manna
eða greina nema þá i undantekningartil-
fellum. Að mínu mati hefur umræðan
oft og tíðum einkennst af útúrsnúning-
um og persónulegum ávirðingum sem
eru engum til framdráttar og á þetta við
um báða málsaðila.
Ytri-ytri, gagnrýni sett fram af aðilum
utan Hafrannsóknastofnunarinnar, eink-
um ætluð til að hafa áhrif á þriðja aðila:
Algengt er að þeir sem gagnrýna Haf-
rannsóknastofnunina geri það fyrst og
fremst til að koma höggi á “kerfið”, til
þess að reyna að bæta eigin stöðu og
möguleika innan sjávarútvegsins, eða á
pólitískum vettvangi. Hér er þvi um að
ræða gagnrýni sem sett er frant fyrst og
fremst til að hafa áhrif á þriðja aðila, t.d.
kjósendur, stjórnvöld eða löggjafann. I
gagnrýni af þessu tagi er gjarnan vitnað
til frantkominnar vísindalegrar gagnrýni,
en lítið lagt til hennar. Undantekningar
geta þó verið þegar hagsmuna-samtök
kaupa ráðgjöf óháðra fiskifræðinga. Að-
eins slíkum tilfellum eru gerð skil hér.
Samantekt
Gagnrýnendur má flokka m.t.t. þess
hverjir setja gagnrýnina fram og hverjum
hún er ætluð. Hér verður einkum stuðst
við umfjöllun sérfræðinga Hafrannsókna-
stofunar-innar til að skýra afstöðu þeirra
til mála sem tekist er á um annars vegar,
og hins vegar faglegrar gagnrýni frá aðil-
um utan stofnunarinnar. Með faglegri
gagnrýni er hér átt við gagnrýni sem
styðst við gögn og byggir á túlkun gagna,
með tilvísan til þekkingarkerfis eða
fræða.
Veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofn-
unarinnar
Áður en lengra er haldið er nauðsyn-
legt að gera grein fyrir helstu áherslum í
starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar
og hvernig þær hafa þróast, því það er í
þessu samhengi sem við verðum að
skoða gagnrýnina. Ekki er ólíklegt að
þróunin hafi orðið með mjög hliðstæð-
um hætti víða annars staðar. í næsta
kaíla verður síðan vikið að gagnrýninni
sjálfri og þeim rökum sem hún styðst
við.
Nýtingarstefna Hafrannsóknarstofn-
unarinnar
Hafrannsóknastofnunin var stofnuð
árið 1965 og tók við fiskirannsóknum
sem áður höfðu verið stundaðar við
Fiskideild Atvinnudeildar Háskólans.
Þótt töluverðar sjó- og umhverfisrann-
sóknir hafi verið stundaðar allt frá lokurn
seinni heimsstyrjaldar-innar, þá var allt
fram á áttunda áratuginn lögð aðalá-
hersla á leit að nýjum miðum og þekking
á umhverfi sjávar fyrst og fremst nýtt til
að greina líkleg svæði til fiskleitar. Á
þessum tíma má segja að lengst af hafi
menn almennt ekki haft miklar áhyggjur
af stærð fiskstofna eða veiðiþoli þeirra. í
upphafi 8. áratugarins urðu mikil um-
skipti í starfsemi stofnunarinnar. Á ís-
landi, sem og annars staðar, voru menn
búnir að átta sig á því að framleiðslugeta
hafsvæða var orðin takmarkandi þáttur í
veiðunum, og í stað fiskleitar varð aðalá-
herslan á stofnamat og ráðgjöf um nýt-
ingu (Hafrannsókna-stofnunin 2001a). í
skýrslu sem Hafrannsóknastofnunin
sendi landhelgisnefnd árið 1972 má sjá
fyrstu hugmyndir stofnunarinnar um
markmið veiðistjórnunar, sem voru að
draga úr veiðum á ungfiski og tryggja til-
tölulega stóran hrygningarstofn (Haf-
rannsóknastofnunin 1975).
í „svörtu skýrslunni” svokölluðu, sem
kom út 1975, eru þessar hugmyndir út-
færðar betur og þar er bent á leiðir til að
ná markmiðunum (Hafrannsóknastofn-
unin 1975). Hvað þorskstofninn varðaði
56 - Sjómannablaðið Víkingur