Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 34
Vilhjálmur Ólafsson er maður sem ekki lcetur raska ró sinni að ó-
þörfu. Þegar bílaferja sem hann var skipverji á lenti í hafsnauð á
Miðjarðarhafi tók hann saman föggur sínar í makindum og pakkaði
niður í ferðatösku um leið og hann gerði myndavélina klára. Hann
horfði á skipið sökkva - fimm dögum síðar
Skipið sem „fórst”
tvisvar í sömu vikunni
Það er fátítt að sami mað-
ur lendi tvisvar í sjávar-
háska á sama skipi í sömu
vikunni. Þetta henti Vil-
hjálm Ólafsson í Miðjarð-
arhafinu árið 1980. Vil-
hjálmur var eini íslenski
sjómaðurinn um borð í
sænska ro-ro skipinu Zen-
obia sem bjargað var þann
2. júní en steinsökk svo
þann 7. júní eða fimm dög-
um síðar.
Vilhjálmur Ólafsson er fæddur á Sel-
tjarnarnesinu árið f930. Hann lauk
minna stýrimannsprófi frá Stýrimanna-
skólanum og hefur alla sína starfsævi
verið á sjó. Framan af var hann á bátum
og togurum hér við land en árið 1979
venti hann sínu kvæði í kross og fór til
Svíþjóðar og bjó þar og starfaði í tæp
fimmtán ár. Nýverið flutti Vilhjálmur inn
smáhýsi á Hrafnistu í Reykjavík i gott
herbergi með aðgang að baði og litlu eld-
húsi. Vilhjálmur, sem lengi hefur spilað á
harmóniku, dreif sig í það að læra á
hljómborð og hefur sótt námskeið í vetur.
Á nótnaborðinu eru nótur af þekktum
lögum svosem Smile eftir Chaplin, Morn-
ing Has Broken eftir Cat Stevens og fleiri
þekkt lög. Hann segist hafa mikið garnan
af þessu tómstundargamni sínu og gaman
af því að fara í skólann vikulega.
En aftur að ævintýrinu í Miðjarðarhaf-
inu fyrir rúmum tuttugu árum. Þegar
Vilhjálmur var kominn til Svíþjóðar réði
hann sig um borð í Zenobia þann 6. des-
ember árið 1979 en skipið var þá ný-
kornið úr skipasmíðastöð Kochums í
Malmö, ásamt tveimur systurskipum.
„Zenobia var svokallað ro-ro skip sem
flutti stóra Outningabíla frá meginlandi
Evrópu yfir Miðjarðarhafið til Sýrlands.
Tilkoma þessa skipa breytti miklu fyrir
bílstjórana því þeir sluppu við stóran og
erfiðan krók yfir Tyrkland. Vegirnir þar í
landi voru slæmir og erfiðir, bílstjórarnir
þurftu að sofa í bílunum og algengt að
þeir væru limlestir eða drepnir af þjófa-
flokkum sem sóttu í þennan rándýra og
eftirsótta farm. Áhöfnin var að mestu
leyti frá Svíþjóð og svo ég sem var eini
íslendingurinn. Farþegar á þessum skip-
um voru yfirleitt fáir, utan bílstjóranna
sem sáu um farminn. Bílstjórarnir voru
frá ýmsum löndum, Svíar, Júgóslavar og
Grikkir voru fjölmennastir. Þessi örlaga-
ríka ferð okkar hófst í Koper í gömlu
Júgóslaviu og átti að enda í Tartus í Sýr-
landi,” segir Vilhjálmur.
Óeðlilegar hreyfingar
Zenobia lagði úr höfn í Koper þann 30.
maí 1980 klukkan 00.15. í skýrslu
sænsku sjóslysanefndarinnar sem gefin
var út eftir slysið kemur fram að þann
31. maí hafi fyrsti stýrimaður gert tilraun
með að kúpla frá sjálfstýringu yfir á stýr-
ið. Við það konr 7° halli á skipið. Þessa
tilraun gerði hann vegna þess að stýri-
menn höfðu rætt sín á milli að skipið léti
illa að stjórn og stöðuleiki þess væri alls
ekki fullnægjandi.
,,Ég man að mér þóttu líka hreyfingar
skipsins einkennilegar. Vanir sjómenn
hafa sterka tilfinningu fyrir því hvernig
skip eiga að hreyfast og hvað er eðlilegt
og hvað óeðlilegt,” segir Vilhjálmur.
Sjóferðin niður Adríahafið og inn í
34 - Sjómannablaðið Víkingur