Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 29
Hansa er þýskt skip, en eigendur spænskit:
Sjómenn um víða xeröld eru sífellt að glíma við hœttur hafsins. Sumir bjarg-
ast úr háska með undraverðum hœtti meðan aðrir gista hina votu gröf. Hér er
sagt frá sjóslysi sem varð á síðasta ári á Atlantshafi þar sem sex skipverjar
fórust en 10 var bjargað. Þetta er magnþrungin frásögn.
Ég bað til guðs
og hugsaði heim
Þýski fiskibáturinn Hansa
sökk á Atlantshafi í aftaka veðri
• fyrra. Sex sjómenn drukkn-
öðu en níu var bjargað af þyrl-
Urn. 13 tímum eftir slysið var
svo einum sjómanni til viðbótar
^jargað. Síðan ásækir hann sú
spurning, hver beri ábyrgð á ó-
förunum.
Mary Pérez Queiruga fór snemma á
fetur að morgni 6. mars. Hún fór fram í
eldhús og hlustaði á útvarpsfréttir um
sexleytið. Það rigndi. Það hafði rignt alla
v*kuna í Riveira, smábæ á strönd Gallíu.
Á Atlantshafi ríkti stormasamt veður, það
vissi hún. “Þeir koma. Þeir koma alltaf
aftur” hugsaði hún.
Von var á Hansa hinn 10. rnars. Juan
Jesús, maðurinn hennar, var um borð á-
samt 15 öðrum. Þeir höfðu látið úr höfn
5. janúar. Víctor mágur hans var líka urn
borð. Juan Jesús og Víctor réðu sig alltaf
saman í skipsrúm. Þeir voru nær alltaf
saman. í fríinu fóru þeir saman að æfa
köfun.
Mary útbjó morgunverð. Um níuleytið
hringdi síminn. Tengdamamma hennar
sagði: “Þú mátt ekki láta þér bregða, en
það er eitthvað varðandi skipið, ég veit
ekki hvað”. Mary spurði tengdamömmu
sína einskis. Hún lagði bara á. Hún vildi
ekki vita um smáatriði. Henni datt ekki
skipsskaði í hug, frekar að eldur kunni
að hafa orðið laus um borð. Hún hringdi
í útgerðina, en það var á tali. Hún valdi
nokkur símanúmer hjá öðrum konum,
sem áttu menn um borð, en alls staðar
var á tali.
Um hálf tíuleytið kveikti hún á sjón-
varpinu og horfði á fréttir.
Hansa var sokkið.
Þýskt flagg - spænsk útgerð
Juan Jesús Caamano Puente, 36 ára,
hafði verið á skipinu allt frá 1997.
Spænskt útgerðarfélag hafði keypt það af
þýskri fjölskyldu frá Finkenwerder. Það
var 31,17 metra langt, skráningarnúmer
Sjómannablaðið Víkingur - 29