Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 27
Einar K. Guðfinnsson alþingismaður og formaður sjávarútvegsnefndar
Viðunandi málamiðlun
Það er ákaflega mikilvægt fyrir sjávar-
útveginn að um starfsumhverfi hans ríki
sem best sátt. Á það hefur skort mjög
mikið á undanförnum árum. Starfsfólk í
greininni jafnt sjómenn, verkafólk sem
vinnuveitendur til sjós og lands, hafa
kvartað undan þvi að undanfarin ár hafi
einkennst af mjög miklum breytingum í
starfsumhverfi sjávarútvegsins. Það er að
ntörgu leyti rétt. Það helgast af mörgum
ástæðum, m.a. þeirri að sjávarútvegurinn
er í sjálfu sér að ganga í gegnum miklar
breytingar af margvíslegum toga.
Núverandi stjórnvöld hafa reynt að
leita leiða til að skapa aukna sátt um
starfsumhverfi sjávarútvegsins. Sérstök
nefnd til að endurskoða fiskveiðilöggjöf-
ina var sett á laggirnar. Um svipað leyti
starfaði nefnd undir forustu Jóhannesar
Nordal, svokölluð auðlindanefnd, sem
hafði álíka viðfangsefni.
Obeinn auðlindaskattur
Það fer ekki á milli mála að sú gagn-
rýni sem hefur skilað sér mest í gegnurn
fjölmiðlana amk. hefur lotið að því að
finna að því að sjávarútvegurinn skilaði
ekki nægilegum hluta af sínum afrakstri
til þjóðarinnar. Ég hef að vísu verið ó-
sammála þessari kenningu. Þvert á móti
úiá benda á að gengisskráning undan-
farna áratugi hafi leitt til þess að fjár-
magn hafi flust frá útffutningsgreinunum
H1 innflutningsgreinanna, til þjóðarinnar,
til neyslunnar í mjög miklu mæli. Þetta
hefur komið í veg fyrir öflugri uppbygg-
tngu atvinnugreinarinnar og gert það að
yerkum að hún hefur ekki skilað þeim
sfrakstri og þeirri afkomu sent hún þyrfti
til þess að geta greitt eðlilega skatta, svo
sem tekjuskatta.
Tillaga um auðlindagjaldtöku
Hvað sem þessu líður má þó segja að
með niðurstöðu auðlindanefndarinnar
hafi verið komist almennt að þeirri nið-
úrstöðu að það bæri að taka tillit til
þeirrar gagnrýni sem uppi hefur verið í
emhverjum mæli og sjávarútvegurinn
*tti að greiða sérstök gjöld lil hins opin-
hera. Það var í megin atriðum niðurstaða
úúðlindanefndarinnar. Skiptir þá ekki
•náli hvort menn aðhyllast svokallaða
veiðigjaldsleið eða fyrningarleið.
Það frumvarp sem sjávarútvegsráð-
herra hefur nú kynnt er eðlilegt framhald
á þeirri vinnu sem staðið hefur undanfar-
'ú ár. Það skýtur kannski nokkuð
skökku við að viðbrögðin við þessu
humvarpi hafa verið afar blendin, svo
Einar K. Guðjinnsson.
ekki sé meira sagt. Ég held hins vegar að
á því sé mjög eðlileg skýring.
Ósætti um sáttaleið!!
Sannleikurinn er sá að hér er urn að
ræða mikla andstöðu, annars vegar hóp
manna og ég tilheyri honum, sem hefur
ekki talið að það væri forgangsverkefni
við fiskveiðistjórnun að leggja gjöld á
sjávarútveginn, öðru nær. Hins vegar sá
hópur sem hefur viljað ganga mjög langt
í slíkri gjaldheimtu. Þegar sjávarútvegs-
ráðherra leggur síðan frarn tillögu sem
felur í sér hóflega gjaldtöku þá er eðlilegt
að báðir hópar bregðist illa við. Jafnt þeir
sem telja að þar séu ekki nokkur efnisleg
rök fyrir gjaldtöku í nokkurri mynd og
hinir sem vilja ganga lengra. Þess vegna
er það svo að tillaga til sáttar hlaut alltaf
að enda með jieirn hætti að þeir sem við
sættirnar ættu að búa rnyndu hafa tneira
og minna skiptar skoðanir.
Hófleg gjaldtaka
Sú leið sem valin er af ríkisstjórnar-
flokkunum felur í sér hóflega gjaldtöku
sem á að ganga yfir á alllöngu aðlögunar-
tímabili. Ég vil þvi halda því frarn að það
sé ekki hægt að segja að slík gjaldtaka
muni raska í meginatriðum rekstrar-
grundvelli sjávarútvegsins. Þetta er hins
vegar gjaldtaka sem tnunar um þegar
fram í sækir og er þess vegna sannarlega
skref í þá áttina sem margir hafa viljað
taka og ég hef þegar lýst.
Leið fyrir hina öflugu
og fyrirtæki í vexti
Fyrningarleiðin sem margir vildu fara
hefði að mínu mati falið í sér mikla
feigð. Fiún hefði sérstaklega komið illa
niður á einyrkjunum og þeim sem voru
að hefja sína starfsemi. Hún hefði líka
komið illa niður á þeirn fyrirtækjum sent
vildu auka umsvif sín en síður komið
niður á öflugustu fyrirtækjunum eða
þeint fyrirtækjutn sem væru að draga
saman seglin. Fiún hefði með öðrum orð-
um verið ívilnandi fyrir þá öflugustu og
þá sem væru að færa sig út úr atvinnu-
greininni, en íþyngjandi fyrir hina. Ég
get ekki fallist á slíka leið. Ég er þess
vegna á móti fyrningarleiðinni.
Furðuleg mótsögn
Hún hefði llka aukið á óvissuna í sjáv-
arútveginum. Hélt ég þó að um það væru
flestir sammála að nóg væri nú samt.
Auk þess má benda á að það er niður-
staða auðlindanefndarinna sem skipuð
var fulltrúum allra stjórnmálaflokka að
gjaldtaka af öllu tagi réðist töluvert af
þeirri óvissu sem hún kallaði fram. Þvi
meiri óvissa því mun minni geta sjávar-
útvegsins til að greiða gjald af einhverju
tagi til opinberra aðila.
Þess vegna er það furðulegt að menn
sem í öðru orðinu segjast vilja láta sjáv-
arútveginn leggja meira af mörkunum til
samfélagsins, eins og það er kallað í
landinu, skuli á sama tíma leggja fram
hugmyndir sem leiða af sér aukna óvissu
og að öllu öðru óbreyttu draga úr mögu-
leikum greinarinnar til þess að greiða
gjöldin.
Viðunandi málamiðlun
Það frumvarp sent sjávarútvegsráð-
herra var nú að kynna er þess vegna í
ljósi alls þessa viðunandi málamiðlun,
tilraun til þess að fara hér bil beggja. Þau
viðbrögð sem ég hef heyrt á undanförn-
um döguin, ekki síst á fundum úti um
landið, benda eindregið til þess að lands-
byggðarfólk vilji ekki ganga lengra i þá
átt að skattleggja sjávarútveginn og hvað
þá að fyrna veiðiréttinn, eins og vinstri
flokkarnir eru að leggja til. Ég tel að það
sé því síst af öllu fallið til aukinnar sátta-
gerðar í landinu að ganga lengra en gert
er í þessu frumvarpi og fyrir rnína parta
er ég ekki tilbúinn til þess að reyna að ná
sáttum við þau öfl sem vilja ganga enn
lengra í skattheimtu á sjávarútveginn og
svíkja þar með íbúa landsbyggðarinnar
sem vita sem er að slíkar hugmyndir
veikja undirstöðuatvinnugrein lands-
byggðarinnar. Veikja landsbyggðina.
Það er nóg komið af slíku.
Sjómannablaðið Víkingur - 27