Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Blaðsíða 35
Miðjarðarhaf var að öðru leyti tíðindalít-
>1. Um borð voru í 153 menn, áhöfnin og
bílstjórar sem voru 121 i allt. Veður var
gott, hægt að sóla sig á dekkinu og veit-
ingastaðir um borð sem seldu góðan mat
og drykk. Vilhjálmur segir að skipið hafi
vart haggast á siglingunni, enda Zenobia
engin smásmíði; 165 metrar að lengd, 23
ntetrar á breidd og hæð frá kili að efra
dekki um 22 metrar. Skipið var fulllestað
en um borð voru 117 stórir flutningabíl-
ar, 17 trailerar og einn fólksbíll eða sam-
tals 135 bíll. Heildarþungi farmsins var
3.908 tonn.
Þann 2. júní, laust eftir miðnætti, var
Zenobia um það bil 10 sjómílum úti fyrir
Cape Delos á Kýpur. Vindur var vestlæg-
ur, ca. 4/m á sekúndu og lítill sjór. í
brúnni var annar stýrimaður ásamt öðr-
um skipverja og einum bílstjóra. í viðtali
við Sydsvenska dagbladet eftir slysið seg-
h bílstjórinn frá þessu atviki. Hann hafi
komið í brúna, eins og svo margir aðrir
því þetta nýja skip þótti mjög áhugavert,
og verið vitni að því þegar stýrimaðurinn
fór að sýna þeim hvernig sjálfstýringin
virkaði. Pað skipti engum togum að
skipið lagðist á bakborða á 3 sekúndum
og við það kom hreyfing á farminn. Hall-
'nn á skipinu var allt í einu kominn í 40°
á örfáum sekúndum en átti eftir að enda
í 45° halla.
Allir í bátana
Stýrimaður gaf skipun um að gera
björgunarbátana klára á bakborða og
Farmurinn fór á rú og stú.
gera áhöfn og farþegum viðvart um hásk-
ann. Samkvæmt sjóslysaskýrslunni
heyrðist neyðarkalla May-Day í Haifa í
ísrael klukkan 12.30 eða nokkrum mín-
útum eftir að skipið fór á hliðina.
,,Ég hafði verið á vakt unr kvöldið og
var nýsofnaður þegar skipið lagðist á
hliðina. Ég var í rnjög góðum klefa mið-
skips og kojan mín var þvert á skipið,
höfðalagið á stjórnborða. Þegar ég vakn-
aði stóð ég eiginlega í fæturna í koj-
unni,” segir Vilhjálntur og hlær við. ,,Ég
var svolitla stund að átta mig á aðstæð-
um og hvað eiginlega hafði konrið fyrir
skipið. Ég vissi senr var að svona stórt og
nrikið skip sykki ekki bara sisvona í blíð-
skaparveðri. Ég tók sanran föggur mínar
í klefanum, pakkaði mínu dóti ofan í
ferðatöskuna, setti á mig björgunarvestið
sem var klárt á veggnunr og að síðustu
tók ég með mér myndavélina mína.”
Hallinn á ferjunni fór í 45 gráður.
Sjómannablaðið Víkingur - 35