Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2002, Qupperneq 39
Björgjónsdóttir ÞH-321, nóta- og togveiðiskip sem smíðað var á Akureyri 1978. Við slíkar aðstæður er auðvitað eðlilegt að opinberir aðilar stuðli eftir mætti að þvi að verk á þeirra vegum haldist innan- lands en sé ekki flutt að óþörfu til út- landa. Þetta þykir sjálfsagt meðal sam- keppnis- og nágrannaþjóða okkar en hér á landi gerðist það hins vegar á síðasta ári að viðamiklar endurbætur á tveimur varðskipum voru hreinlega reiknaðar til útlanda (m.a. með því að reikna kostnað við ferðina til Póllands frá miðlínu rnilli Færeyja og íslands!). Vakin var opinber athygli á þessari ó- svinnu og tóku rnargir undir það sjónar- mið að hér þyrfti að skoða málin betur. Umræðan varð til þess að augu stjórn- valda opnuðust fyrir því að ekki var allt tneð felldu. Nauðsynlegt væri að kanna taunverulega samkeppnisstöðu innlends skipaiðnaðar og hvað aðrar þjóðir á EES- svæðinu gera til að treysta stöðu sinna fyrirtækja í þessari grein án þess að brjóta í bága við alþjóðasamþykklir. Þess vegna var ákveðið að iðnaðarráu- neytið og Samtök iðnaðarins ásamt Málmi (samtökum fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði) stofnuðu lil verkefnis á þessu sviði. Gerður var verksamningur við Deloitte & Touche - Ráðgjöf ehf. um að vinna það í nánu samstarfi við ofan- greinda aðila. Verkefnið skiptist í þrjá meginþætti: 1 ■ Afla upplýsinga um starfsaðferðir, starfsumhverfi og markaðsstöðu í helstu samkeppnislöndum íslands á EES-svæðinu. 2- Skilgreina möguleika sem opnast ef beitt er svipuðum eða sömu aðferðum og munu koma fram samkvæmt lið 1. 3. Móta tillögu að stefnu stjórnvalda í málefnum íslensk skipaiðnaðar. Línur skýrast Pegar þessar línur er settar á blað er verkefninu að ljúka. Tekinn hefur verið saman mikill fróðleikur um starfsum- hvefi greinarinnar innanlands og bera það saman við umhverfi keppinauta á meginlandinu. í ljós kom að eftir að niðurgreiðslutímabilinu innan ESB lýkur (2004) hefur samkeppnisstaðan jafnast talsvert þótt ennþá standi eftir atriði sem mikil þörf er á að breyta og bæta ef jöfn- uður á að nást að fullu en það hlýtur að vera takmarkið. Nú er verið að móta lil- lögur til stjórnvalda um slíkar úrbætur. Enda þótt ekki verði á þessum vett- vangi greint frá tillögunum er hægt að segja frá því að langstærsta málið, sem sýnilega þarf að ráða bót á hér á landi, tengist því að koma á fót virkum trygg- ingarsjóði útflutningslána. Þetta kann að þykja undarlegt í tengslum við skipaiðn- að sem hingað til hefur eingöngu sinnt innlenda markaðinum. Atburðir síðustu mánaða hafa hins vegar Ieitt í ljós að stór ntarkaður hefur opnast fyrir íslenskan skipaiðnað í útlöndum. Þarna er um að ræða smíði 20 til 40 metra fiskiskipa fyr- ir strandveiðimenn í Færeyjum, írlandi og fleiri löndum. Þegar er búið að ganga frá fjórurn smíðasamningum af þessu tagi og enn fleiri í sjónmáli. Aðalatriðin Fram að þessu hafa því þrjú þýðingar- mikil atriði staðið í vegi fyrir því að ís- lenskur skipaiðnaður hafi sömu stöðu og keppinautar í nágrannalöndunum. í fyrsta lagi niðurgreiðslur í samkeppn- islöndunum. í öðru lagi of hátt skráð gengi íslensku krónunnar og í þriðja lagi skortur á virkunt tryggingasjóði útflutn- ingslána. Þegar sér fyrir endann á niður- greiðslunum og gengið er skráð nær raunverulegu verðmæti íslensku krón- unnar þá er eingöngu eftir að koma á tryggingarsjóðnum. Mikilvægi þess að hafa slíkan sjóð snertir ekki eingöngu skipaiðnaðinn. Framleiðendur véla og tækja fyrir veiðar og vinnslu og t.a.m. þeir sem stunda verkefnaútflutning á orkusviði þurfa mjög á slíkum trygginga- sjóði að halda enda oftast um fjárfrekar framkvæmdir að ræða. í nágrannalöndunum gegna slíkir sjóð- ir mjög þýðingarmiklu hlutverki í sam- keppninni og því er tómt mál að tala um jöfnuð fyrr en íslensk fyrirtæki hafa að- gang að slíkri þjónustu. Starfsemi þess- ara sjóða er ekki skilgreind sem ríkisað- stoð og því ekkert því til fyrirstöðu að koma slíkum sjóði á fót hér á landi. Vitað er að viðkomandi yfirvöld hér á landi vilja gjanan beita sér fyrir því að korna virkum tryggingasjóði á legg og því standa vonir til að þessi grundvallar- þáttur verði með sama hætti og hjá sam- keppnislöndum okkar. Þegar sú tíð rennur upp, vonandi inn- an skamms, að öllum ofangreindum Sjómannablaðið Víkingur - 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.