Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Side 35

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2005, Side 35
síðu fyrir skipstjórnarmanninn er að finna á slóðinni http://www.oldendorff.com/index.htm. Þetta er síða skipafélagsins Oldendorff og þar er margt áhugavert að skoða. Þar má meðal annars lesa bók um útgerðina, hvar skip félagsins eru stödd og hvað er verið að stníða af skipum fyrir þá. Virki- lega skemmtilegt að ferðast um síðuna en þrátt fyrir að hjá fyrirtækinu starfi fólk hvaðanæva úr heiminum var enginn íslendingur skráður meðal starfsmanna. Mjög gott yfirlit er yfir allt starfsfólk þeirra á síðunni. Hvernig verður framtíðin er alltaf stóra spurningin. Ef þið skoðið síðuna http://www.freedomship.com/ sem fjallar um samnefnda hugmynd um framtíðar- borgina um borð í skipi fáið þið innsýn í villtar hugmyndir hönnuða. Ef þið hafið áhuga er hægt að skoða teikningar af skipinu, fyrirhugaðar siglingaleiðir og það sem mestu máli skiptir - hvernig á að kaupa íbúð um borð. Það er betra að hafa tírnann fyrir sér varðandi hvernig eigi að eyða ellinni en siglingaáætlunin gerir ráð fyrir að ávallt verði sumar þar sem skipið er hverju sinni. Lokasíðan að þessu sinni er frá Sam- einuðum breskum höfnum á slóðinni www.abports.co.uk/. Hér má skoða hin- ar ýmsu hafnir á Bretlandseyjum með mikilvægum upplýsingum urn þær. Þar eru hafnarkort og upplýsingar um lengd- ir á bryggjum svo eitthvað sé nefnt í þeim efnum. Eins og í fyrri blöðum hvet ég lesendur til að senda áhugaverðar heimasíður til greinahöfundar og sérstaklega er ég að leita að íslenskum áhugamannasíðum um sjótengd málefni. Netfangið er iceship@hn.is. Af tittlingum Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli og Kristján Einarsson frá Djúpalæk voru vinir og báðir landsþekktir hagyrðingar. Þeg- ar þessi saga gerðist bjuggu þeir báðir á Akureyri. Eitt sinn var Einar úti á göngu að vetrarlagi og gekk þá fratn á snjótittling sem lá 1 öngviti á jörðinni. Hafði sennilega flogið á snúru. Hann tók fuglinn upp og fann að hjartað sló svo hann fór með hann heim til sín. Fuglinn hresstist brátt og fann Einar þá búr, setti fuglinn í það og kom búrinu fyrir í stofuglugganum. Þegar hann var að bjástra við að koma búrinu fyrir í glugganum gekk Kristján frá Djúpalæk fyrir gluggann og sá hvað hann er að gera. Hann orti vísu og sendi Einari. Einar greyið ýmsar raunir hrjá ekkert má skáldið hugga. Inni í stofu tyllir sér á tá með tittlinginn úti í glugga. Einar vildi ekki láta Kristján eiga neitt hjá sér og sendi vísu til baka. Elsku vin ég aumka en skil öfundina þína. Þú átt engan tittling til sem tekur því að sýna. í brúðkaupinu Ungt par gekk í hjónaband og í fjölskyldu þeirra var sá siður að svaramaður dansaði fyrsta dansinn við brúðina í veislunni. Þetta gekk eflir eins og venjulega nema hvað þau dönsuðu undir næsta lagi líka - og þvi þriðja. Þegar þau ætluðu að taka fjórða dansinn var brúðgumanum nóg boðið. Hann spralt á fætur og kýldi nýbakaða eiginkonu sína milli læranna. Þetta olli miklu uppnámi og deilum sem enduðu með allsherjarslagsmálum veislugesta. Lögreglan var kvödd á staðinn til þess að hemja fólkið og í framhaldinu var réttað í rnálinu. Dómarinn spurði svaramanninn hvað hafi eiginlega gerst. - Herra dómari. Við vorum bara að dansa þegar brúðguminn rauk upp og kýldi brúðina á milli læranna. - Það hlýtur að hafa verið sárt, sagði dómarinn. - Hvort það var, sagði svaramaðurinn. - Hann braut á mér þrjá putta. - Ég á vin sem heldur að hann sé með kynsjúkdóm, sagði ungi maðurinn við lækninn. - Allt í lagi, stundi læknirinn, út með hann svo ég geti gengið úr skugga um það. Það var með trega sem unga konan fékk inni fyrir aldraðan föður sinn á hjúkrunarheimilinu, en þegar hún heimsótti hann þangað í fyrsta skipti kom það henni á óvart hversu ánægður og hress hann var. - Og hvað gerir þig svona ánægðan hérna? spurði dóttirin. - Ég sef svo vel, rniklu betur en á undanförnum árum, enda fæ ég rnagnyl og viagra fyrir nóttina. Dóttirin var handviss um að faðir hennar væri að misskilja hlutina og spurði því lækninn hvort þetta væri rétt. - Jú, þetta er alveg rétt hjá föður þínum, svaraði læknirinn. Magnylið eyðir verkjunum en viagrað kemur í veg fyrir að hann velti fram úr rúminu. Presturinn sat á móti ungri konu við veisluborðið. Hún var með róðukross í festi um hálsinn og var presti afar starsýnt á bringu hennar. Konan veitti þessu athygli og spurði: „Þér eruð væntanleg að horfa á hinn krossfesta?“ Presturinn svaraði: „Ekki get ég nú sagt það, en ég hef hins vegar verið að virða ræningjana fyrir mér.“ - Veistu ekki hvaða dagur er í dag? spurði Margrét eiginmann sinn við morgunverðarborðið. - Jú, elskan mín, auðvitað veit ég það, svaraði hann og var jafnharðan þotinn út úr húsi, án þess að kveðja kóng né prest. Margrét varð steinhissa á þessu framferði hans, en nokkru seinna kom hann heim aftur og færði þá konu sinni þennan fal- lega blómvönd og tvo pakka. Þegar hún hafði opnað þá og komist að raun um að þeir innihéldu demantshring og kvöldkjól leit hún á mann sinn og sagði hálfundrandi: - Ég hef bara aldrei á ævinni upplifað skemmtilegri sjómanna- dag. Sjómannablaðið Víkingur - 35

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.