Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 11

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 11
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 5 á því fyrirbæri, þar sem það mundi verða of langt mál í stuttri grein. Segulmætti prótónanna og nevtrónanna er gefið í kjarnamagne- tónum, en ein kjarnamagnetóna er eh/4 7r Mc, þar sem M er massi prótónunnar. Ein kjarnamagnetóna er því um það bil 1836 sinnum minni en ein Bohr magnetóna. Segulmætti prótónunnar mælist vera 2,793 kjarnamagnetónur, en segulmætti nevtrónunnar -E913 kjamamagnetónur. Negatíva formerkið þýðir, að norður og suður pólar nevtrónunnar snúa öfugt við norður og suður póla prótón- unnar, þegar báðar snúast í sömu átt (sjá 8. og 16. mynd). Kenning Diracs um elektrónuna. Árið 1927 birti Englendingurinn P. A. M. Dirac, sem nú er prófess- or við Cambridgeháskóla, líkingu, er lýsti mjög vel ýmsum eigin- leikum elektrónunnar. Líking þessi byggðist á hinum almennu lögmálum afstæðiskenningarinnar og orkuskammtakenningarinnar. Inn í líkinguna setti hann aðeins hleðslu og massa elektrónunnar, og var þá hægt að leiða út frá líkingunni, að elektrónan ætti að hafa snúningsskriðþungamætti, segulmætti og aðra eiginleika, er voru ná- kvæmlega þeir sömu og fundizt höfðu með tilraunum. Varð þetta til þess að skapa mjög mikið traust á þessari líkingu Diracs og þeirri kenningu, er hún byggðist á. Dirac fann tvær lausnir á líkingunni, er svöruðu til þess, að til væru bæði pósitívar og negatívar elektrónur. Pósitívu elektrónurnar áttu að vera alveg eins og hinar þekktu elek- trónur, en hafa pósitíva rafhleðslu, en ekki negatíva. Það reyndist ógerningur að koma í veg fyrir það, að líking Diracs gæfi báðar þess- ar lausnir. Þetta þýddi, að annað hvort var kenning Diracs röng eða þá, að til væru pósitívar elektrónur, sem enginn eðlisfræðing- ur hafði nokkru sinni orðið var við eða jafnvel grunað, að til væru. Anderson uppgötvar pósitrónuna. Árið 1932 uppgötvaði Bandaríkjamaðurinn Carl D. Anderson, prófessor við California Institute of Technology, áðurnefnda pósi- tíva elektrónu, sem kölluð hefur verið pósitróna eða andelektróna. Anderson var að rannsaka agnir, sem myndaðar eru af mjög orku- miklum geislum, sem nefndir eru geimgeislar vegna þess, að þeir berast til jarðar utan úr geimnum. Til þess notaði hann svokallað Wilson þokuhylki, sem kennt er við Bretann C. T. R. Wilson, er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.