Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 34

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 34
28 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Bergþór Jóhannsson: Um sjaldgæfa íslenzka lifrarmosa Þó ísland sé frægt fyrir mosa sína, hefur íslenzkum mosagróðri verið sáralítill gaumur gefinn. Ekki er enn til á íslenzku neitt rit um íslenzka mosa, en helzta og ég lield eina ritið, sem talizt getur yfirlitsrit um íslenzka mosa og útbreiðslu þeirra, er ritgerð Aug. Hesselbos „The Bryophyta of Iceland" í safnritinu „The Botany of Iceland". Hesselbo ferðaðist hér um árin 1909, 1912 og 1914. Áður höfðu nokkrir menn safnað mosum hérlendis og getur Hes- selbo þeirra i ritgerð sinni, og virðist Chr. Grönlund hafa ritað mest um íslenzka mosa áður en Hesselbo skrifaði sína ritgerð. Síðan Hesselbo var hér hafa einhverjir að minnsta kosti safnað mosum hér og fengizt við greiningu á þeim, en ekki hefur verið gerð nein skipulögð allsherjarrannsókn á mosagróðri landsins. Þvi miður er ég lítt kunnugur rannsóknum þeim, er hér kunna að hafa verið gerðar eftir 1918, og styðst ég því aðallega við ritgerð Hesselbos. Undanfarið hef ég fengizt lítillega við söfnun og greiningu mosa, en því miður hef ég ekki enn getað ferðazt neitt um landið og því eingöngu getað rannsakað suðvesturlandssvæðið, einmitt það svæði landsins, sem langbezt er rannsakað fyrir. Nokkur bót hefur það þó verið mér að nokkrir ágætir menn hafa fært mér mosa, sem þeir hafa tínt á ferðum sínum. Steinn Valur Magnússon hefur fært mér mikið af mosum úr Vestur-Skaftafells-, Rangárvalla- og Múlasýslum, Hörður Kristinsson hefur gefið mér mosa úr Eyjafirði og Vestmannaeyjum og Helgi Hallgrímsson hefur sent mér nokkra mosa frá Akureyri og úr Fljótsdal. Ég vil nota tækifærið og þakka þessum mönnum þeirra ágætu aðstoð. Mosar skiptast í tvo aðalflokka, lifrarmosa (Hepaticae) og blað- mosa (Musci). Lifrarmosar taka allmikið rúm í flestum mosabók- um, þeir eru um það bil fjórðungur allra íslenzkra mosategunda. En þegar út í náttúruna er komið verður annað uppi á teningnum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.