Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 14
8
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
í ljós, að orka hvorrar fótónu fyrir sig verður 0,511 milljón elek-
trónvolt1) (skammstafað 0,511 Mev).
Það hefur einnig komið í Ijós, að orka getur breytzt í efni. Fótóna,
sem hefur meiri orku en 2mec2 (meiri orku en 1,022 Mev), getur í
sterku rafsviði, t. d. nálægt atómkjarna, breytzt í elektrónu og
pósitrónu.
Andprótónan kemur til sögunnar.
Kenning Diracs um elektrónuna ætti með smávægilegum breyt-
ingum einnig að gilda fyrir prótónuna. Segir kenningin svo fyrir
um, að til eigi að vera bæði pósitívar og negatívar prótónur. Pró-
8. mynd. Prótóna til vinstri og
andprótóna til hægri.
tóna með negatíva hleðslu er kölluð andprótóna. Andprótónan
ætti að hafa sama massa og snúningsskriðþungamætti og prótónan,
en hleðslan og segulmættið ætti að hafa annað formerki (sjá 8. mynd).
Strax eftir, að Dirac kom fram með kenningu sína, fóru menn
að svipast um eftir andprótónum. Ef prótóna og andprótóna em
myndaðar með því að breyta orku í efni, þarf til þess að minnsta
kosti þá orku, sem samsvarar massa tveggja prótóna eða 2mpc2, þar
sem mp er massi prótónunnar. Orka þessi reiknast vera tæpar 2000
milljónir elektrónvolta. Slíka orku var þá hvergi að finna nema í
geimgeislum, og fóru menn því að leita að andprótónum þar.
Nokkmm sinnum héldu menn, að þeir hefðu orðið varir við and-
prótónur, en aldrei tókst þeim að sanna það örugglega.
Á síðari árum hafa verið byggðir æ öflugri kjarnkljúfar, en það
eru tæki, sem geta gefið hlöðnum ögnum gífurlega orku. Hugsan-
leg leið til þess að mynda prótónu og andprótónu er að skjóta hlað-
inni ögn, sem hefur mikla orku, á eitthvert skotmark, t. d. prótónu
1) Elektrónvoh er sú orka, sem elektróna fær við að falla gegnum spennuna
eitt volt. Eitt elektrónvolt er 1,60 x 10—12 erg.