Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 31

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 fékkst einmitt við athuganir stökkbreytinga um aldamótin og skýrði þær sem breytingar á genunum. Tilraunir líffræðinga bentu til þess, að umhverfið ltefði ekki bein áhrif á erfðastofnana. August Weismann (uppi 1834—1914) halastýfði mýs í fjölmarga ættliði, en aldrei styttist halinn. Erfða- fræðingar hafa alið hreinræktuð kyn bananaflugna við margskyns skilyrði án þess nokkurrar aðlögunar eftir umhverfinu yrði vart. Af öllu þessu hafa erfðafræðingar dregið þá ályktun, að náttúran velji úr þá einstaklinga, sem bezt séu fallnir til að lifa við ríkjandi aðstæður, en breytingar á erfðavísunum séu tilviljunarkenndar stökkbreytingar, óháðar skilyrðum umhverfisins. Þótt ekki sé neitt samræmi að finna milli gerðar stökkbreyting- anna og ytri staðhátta, er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að hafa á þær nein áhrif. Fyrst í stað þekktu líffræðingar raunar enga leið til að fá fram stökkbreytingar, en árið 1927 tókst bandaríska eriða- fræðingnum Muller að fá fram stökkbreytingar hjá bananaflugum með röntgengeislum, og brátt varð ljóst, að þessi aðferð fjölgar stökk- breytingum hjá öllum lífverum. Ýmis efni framkalla stökkbreyting- ar, jafnvel aukinn hiti eykur á stökkbreytingafjöldann umfram það, sem venjulegt er. En stökkbreytingar eru sjaldnast til góðs, enda kannski tæpast við því að búast, að tilviljunarkennd breyting bæti gerð lífveru, sem stendur í jafnvægi við umhverfi sitt. Samt ætla margir erfðafræðingar, að stökkbreytingarnar séu undirrót allrar framþróunar lífsins: benda á það, að margt geti gerzt á löngum tíma, og ekki að vita, nema sumar breytingar, sem eru gagnslausar eða til tjóns við óbreyttar aðstæður, gætu verið lífverunni til gagns, ef skilyrði breyttust, enda eru þess dæmi: Alltaf öðru ltvoru hefur orðið vart stökkbreytingar lijá smáfiðr- ildum, sem veldur dökkum lit í stað ljóss, en fiðrildin hafa verið betur sett með sinn upprunalega lit, þar til á síðustu árum, er svörtu fiðrildin liafa náð allmikilli útbreiðslu kringum brezka iðnaðar- bæi, þar sem þeim gengur betur að leynast í sótugu umhverfi en ljósu afbrigðunum. Ekki vilja allir líffræðingar fallast á, að liægt sé að skýra alla þróun lífsins sem afleiðingu tilviljunarkenndra breytinga. Hinir halda því fram, að jafnvægið, sem einkenni samband lífveru og um- hverfis, hafi tæpast komizt á fyrir tilviljun eina. Sumir aðhyllast þessir menn grundvallarskoðanir þær í erfðafræðum, sem hér hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.