Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 1961, Síða 31
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 25 fékkst einmitt við athuganir stökkbreytinga um aldamótin og skýrði þær sem breytingar á genunum. Tilraunir líffræðinga bentu til þess, að umhverfið ltefði ekki bein áhrif á erfðastofnana. August Weismann (uppi 1834—1914) halastýfði mýs í fjölmarga ættliði, en aldrei styttist halinn. Erfða- fræðingar hafa alið hreinræktuð kyn bananaflugna við margskyns skilyrði án þess nokkurrar aðlögunar eftir umhverfinu yrði vart. Af öllu þessu hafa erfðafræðingar dregið þá ályktun, að náttúran velji úr þá einstaklinga, sem bezt séu fallnir til að lifa við ríkjandi aðstæður, en breytingar á erfðavísunum séu tilviljunarkenndar stökkbreytingar, óháðar skilyrðum umhverfisins. Þótt ekki sé neitt samræmi að finna milli gerðar stökkbreyting- anna og ytri staðhátta, er ekki þar með sagt, að ekki sé hægt að hafa á þær nein áhrif. Fyrst í stað þekktu líffræðingar raunar enga leið til að fá fram stökkbreytingar, en árið 1927 tókst bandaríska eriða- fræðingnum Muller að fá fram stökkbreytingar hjá bananaflugum með röntgengeislum, og brátt varð ljóst, að þessi aðferð fjölgar stökk- breytingum hjá öllum lífverum. Ýmis efni framkalla stökkbreyting- ar, jafnvel aukinn hiti eykur á stökkbreytingafjöldann umfram það, sem venjulegt er. En stökkbreytingar eru sjaldnast til góðs, enda kannski tæpast við því að búast, að tilviljunarkennd breyting bæti gerð lífveru, sem stendur í jafnvægi við umhverfi sitt. Samt ætla margir erfðafræðingar, að stökkbreytingarnar séu undirrót allrar framþróunar lífsins: benda á það, að margt geti gerzt á löngum tíma, og ekki að vita, nema sumar breytingar, sem eru gagnslausar eða til tjóns við óbreyttar aðstæður, gætu verið lífverunni til gagns, ef skilyrði breyttust, enda eru þess dæmi: Alltaf öðru ltvoru hefur orðið vart stökkbreytingar lijá smáfiðr- ildum, sem veldur dökkum lit í stað ljóss, en fiðrildin hafa verið betur sett með sinn upprunalega lit, þar til á síðustu árum, er svörtu fiðrildin liafa náð allmikilli útbreiðslu kringum brezka iðnaðar- bæi, þar sem þeim gengur betur að leynast í sótugu umhverfi en ljósu afbrigðunum. Ekki vilja allir líffræðingar fallast á, að liægt sé að skýra alla þróun lífsins sem afleiðingu tilviljunarkenndra breytinga. Hinir halda því fram, að jafnvægið, sem einkenni samband lífveru og um- hverfis, hafi tæpast komizt á fyrir tilviljun eina. Sumir aðhyllast þessir menn grundvallarskoðanir þær í erfðafræðum, sem hér hafa

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.