Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 8

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með bókstafnum N, þá er A == Z -J- N massatala atómsins. Massa- talan er sú heila tala, sem er næst massanum (atómþunganum). Á 1. mynd er sýnd bygging nokkurra atóma. Vetnisatóm, sem hefur sætistöluna 1 og massatöluna 1 — táknað með {H — hefur kjarna, sem er aðeins 1 prótóna, og umhverfis þennan kjarna svífur ein elektróna. Helíum atóm með Z = 2 og A = 4 - táknað með ^He — hefur kjarna, sem gerður er úr tveim piótónum og tveim nevtrónum, en umhverfis hann svífa tvær elektrónur. Súrefnisat- ómið ‘fO, sem hefur sætistöluna 8 og massatöluna 16, er gert úr kjarna, sem inniheldur 8 prótónur og 8 nevtrónur. Umhverfis þenn- an kjarna svífa svo 8 elektrónur. Vetnisatóm © Helíumatóm 1. mynd. Sýnd er bygging nokkurra atóma. Innsti lrringurinn táknar kjarnann, p táknar prótónu og n táknar nevtrónu. Elektróna er táknuð með litlum hring með mínus merki innan í. Frumefni samanstendur af atómum, sem hafa sömu sætistölu, þ. e. a. s. sama fjölda af prótónum í kjarnanum og sama fjölda af elektrónum fyrir utan kjarnann. Hins vegar geta atóm frumefnis haft misjafnlega margar nevtrónur í kjarnanum. Til eru t. d. súrefn- isatóm með 6, 7, 8, 9, 10 og 11 nevtrónur, svo að massatalan verð- ur 14, 15, 16, 17, 18 og 19 (Z N). Safn atóma af einhverju frum- efni, sem öll hafa sömu massatölu (A), er kallaður ísótópur frum- efnisins. ísótópar þessir hafa mismunandi margar nevtrónur.1 2) 1) Atómin eru táknuð með skammstöfun af hinu latneska heiti frumefnisins, vetnisatóm með H (af hydrogenium), súrefnisatóm með O (af oxygenium) o. s. frv. 2) Efnafræðilegir eiginleikar ákvarðast nær eingöngu af yztu elektrónum atómsins. Þar sem allir ísótópar frumefnis hafa sama fjölda elektróna, eru efna- fræðilegir eiginleikar þeirra hinir sömu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.