Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 8

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 8
2 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN með bókstafnum N, þá er A == Z -J- N massatala atómsins. Massa- talan er sú heila tala, sem er næst massanum (atómþunganum). Á 1. mynd er sýnd bygging nokkurra atóma. Vetnisatóm, sem hefur sætistöluna 1 og massatöluna 1 — táknað með {H — hefur kjarna, sem er aðeins 1 prótóna, og umhverfis þennan kjarna svífur ein elektróna. Helíum atóm með Z = 2 og A = 4 - táknað með ^He — hefur kjarna, sem gerður er úr tveim piótónum og tveim nevtrónum, en umhverfis hann svífa tvær elektrónur. Súrefnisat- ómið ‘fO, sem hefur sætistöluna 8 og massatöluna 16, er gert úr kjarna, sem inniheldur 8 prótónur og 8 nevtrónur. Umhverfis þenn- an kjarna svífa svo 8 elektrónur. Vetnisatóm © Helíumatóm 1. mynd. Sýnd er bygging nokkurra atóma. Innsti lrringurinn táknar kjarnann, p táknar prótónu og n táknar nevtrónu. Elektróna er táknuð með litlum hring með mínus merki innan í. Frumefni samanstendur af atómum, sem hafa sömu sætistölu, þ. e. a. s. sama fjölda af prótónum í kjarnanum og sama fjölda af elektrónum fyrir utan kjarnann. Hins vegar geta atóm frumefnis haft misjafnlega margar nevtrónur í kjarnanum. Til eru t. d. súrefn- isatóm með 6, 7, 8, 9, 10 og 11 nevtrónur, svo að massatalan verð- ur 14, 15, 16, 17, 18 og 19 (Z N). Safn atóma af einhverju frum- efni, sem öll hafa sömu massatölu (A), er kallaður ísótópur frum- efnisins. ísótópar þessir hafa mismunandi margar nevtrónur.1 2) 1) Atómin eru táknuð með skammstöfun af hinu latneska heiti frumefnisins, vetnisatóm með H (af hydrogenium), súrefnisatóm með O (af oxygenium) o. s. frv. 2) Efnafræðilegir eiginleikar ákvarðast nær eingöngu af yztu elektrónum atómsins. Þar sem allir ísótópar frumefnis hafa sama fjölda elektróna, eru efna- fræðilegir eiginleikar þeirra hinir sömu.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.