Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 23
NÁTTÚ RUFRÆÐINGURINN
17
við jarðarbúar yrðum hennar varir. Á síðustu áratugum hafa verið
uppgötvaðar útvarpsöldur (rafsegulöldur), sem berast utan úr
himingeimnum, bæði frá vetrarbraut okkar og öðrum vetrarbraut-
um. Ekki hefur enn tekizt að skýra til hlítar orsakir þessara útvarps-
aldna. Bent hefur verið á, að hugsanlegt sé, að orka útvarpsaldn-
anna myndist við það, að efni og andefni eyðist, ef gert er ráð fyrir,
að andefni sé til á annað borð. Það er þó margt, sem mælir gegn
því, að andefni geti verið til, og skal í því sambandi drepið á eitt
veigamikið atriði.
i n
16. mynd.
Nevtróna til vinstri, andnevtróna til ltægri.
Nú á dögunt virðast tvær kenningar efst á baugi um myndun
heimsins1).
Önnur kenningin er sú, að í upphafi hafi allt efni heimsins verið
samanþjappað í einum geysilega þéttum og heitum kjarna, sem
nefndur hefur verið frumatóm eða frumkjarni. Kjarni þessi hafi
síðan sprungið, efni hans þanizt út, kólnað og myndað stjörnur
og vetrarbrautir, eða með öðrum orðum heiminn, eins og hann er
nú. Vitað er, að vetrarbrautirnar fjarlægjast hver aðra, og kemur
það vel heim við þá kenningu, að heimurinn hafi orðið til við
sprengingu.
Samkvæmt hinni kenningunni hefur heimurinn frá öndverðu
verið í höfuðdráttum eins og hann er nú og mun alltaf verða eins,
þ. e. a. s. breytist raunverulega ekki með tímanum. Þótt vetrar-
brautirnar fjarlægist hver aðra, þá verður ekki minna efni í rúminu
fyrir það, því að nýjar vetrarbrautir eru sífellt að myndast. Mynd-
1) Þeim, er liaía liug á að afla sér meiri fróðleiks um þessar kenningar, er
bent á hina greinargóðu og skemmtilegu grein prófessors Trausta Einarssonar
í bókinni: Vfsindi Nútímans.