Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ertna frá öðra foreldri, en vísi til sléttra frá hinu. Eiginleikinn „sléttar ertur“ er sterkari en eiginleikinn „hrukkóttar ertur“ og verður þess vegna ofan á. Slíkir eiginleikar kallast rikjandi eigin- leikar, en hinir, sem hverfa fyrir ríkjandi eiginleikum, kallast víkjandi. Víkjandi eiginleikar, eins og hrukkóttu erturnar, koma því aðeins fram, að erfðastofnar fyrir þeim erfist frá báðum for- eldrum. Þeir koma fram í öðrum ættlið kynblendinganna í tilraun- um Mendels. Fyrirrennarar Mendels og samtímamenn gerðu ráð fyrir, að eig- inleikar beggja foreldra blönduðust í afkvæminu, líkt og tveir vökvar blandast, og yrðu þá ekki aðgreindir í eiginleika foreldr- anna að nýju. Tilraunir Mendels sýndu liins vegar, að erfðaeiningarnar berast óbreyttar milli ættliða, með því að eiginleikar foreldranna, til dæm- is hrukkóttar og sléttar ertur, kornu fram óbreyttir í öðrum kyn- blendingsættlið. Heimurinn bar ekki þroska til að skilja verk Mendels árið 1866. Enginn vísindamaður skynjaði mikilvægi niðurstaðna hans, og Mendel andaðist árið 1884, án þess að hann hlyti nokkra viður- kenningu fyrir störf sín. Árið 1900 unnu þrír vísindamenn í þremur löndum — óafvit- andi hver um annan — samtímis að tilraunum, sambærilegum til- raunum Mendels. Þeir komust allir að sams konar niðurstöðum og rákust þá á rit austuríska ábótans og vöktu athygli umheimsins á þeim. ; ’ t i |TJj Uppgötvun lögmála Mendels árið 1900 er talin upphaf erfða- fræðinnar sem nútímavísinda. Síðan hefur þessi vísindagrein verið í örum vexti, og er raunar enn. I byrjun Iiinnar tuttugustu aldar — í bernsku erfðafræðinnar — beindist atorka erfðafræðinga einkuin að því að uppgötva og hrein- rækta með jurtum og dýrum hvers kyns eiginleika og athuga á hvern hátt þeir erfðust. Við vitum nú um ókjör eiginleika eða einkenna í öllum gerðum lífvera: dýrum, jurtum og smáverum, sem erfast samkvæmt lög- málum Mendels. Jafnframt hófu menn snemma leit að genunum, erfðavísunum, sem stýra erfðunum, og fundu þau í öllum frumukjörnum: í þráð- um, sem litningar eða krómósóm kallast. Litningarnir eru ósýni-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.