Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 28

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 28
22 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN ertna frá öðra foreldri, en vísi til sléttra frá hinu. Eiginleikinn „sléttar ertur“ er sterkari en eiginleikinn „hrukkóttar ertur“ og verður þess vegna ofan á. Slíkir eiginleikar kallast rikjandi eigin- leikar, en hinir, sem hverfa fyrir ríkjandi eiginleikum, kallast víkjandi. Víkjandi eiginleikar, eins og hrukkóttu erturnar, koma því aðeins fram, að erfðastofnar fyrir þeim erfist frá báðum for- eldrum. Þeir koma fram í öðrum ættlið kynblendinganna í tilraun- um Mendels. Fyrirrennarar Mendels og samtímamenn gerðu ráð fyrir, að eig- inleikar beggja foreldra blönduðust í afkvæminu, líkt og tveir vökvar blandast, og yrðu þá ekki aðgreindir í eiginleika foreldr- anna að nýju. Tilraunir Mendels sýndu liins vegar, að erfðaeiningarnar berast óbreyttar milli ættliða, með því að eiginleikar foreldranna, til dæm- is hrukkóttar og sléttar ertur, kornu fram óbreyttir í öðrum kyn- blendingsættlið. Heimurinn bar ekki þroska til að skilja verk Mendels árið 1866. Enginn vísindamaður skynjaði mikilvægi niðurstaðna hans, og Mendel andaðist árið 1884, án þess að hann hlyti nokkra viður- kenningu fyrir störf sín. Árið 1900 unnu þrír vísindamenn í þremur löndum — óafvit- andi hver um annan — samtímis að tilraunum, sambærilegum til- raunum Mendels. Þeir komust allir að sams konar niðurstöðum og rákust þá á rit austuríska ábótans og vöktu athygli umheimsins á þeim. ; ’ t i |TJj Uppgötvun lögmála Mendels árið 1900 er talin upphaf erfða- fræðinnar sem nútímavísinda. Síðan hefur þessi vísindagrein verið í örum vexti, og er raunar enn. I byrjun Iiinnar tuttugustu aldar — í bernsku erfðafræðinnar — beindist atorka erfðafræðinga einkuin að því að uppgötva og hrein- rækta með jurtum og dýrum hvers kyns eiginleika og athuga á hvern hátt þeir erfðust. Við vitum nú um ókjör eiginleika eða einkenna í öllum gerðum lífvera: dýrum, jurtum og smáverum, sem erfast samkvæmt lög- málum Mendels. Jafnframt hófu menn snemma leit að genunum, erfðavísunum, sem stýra erfðunum, og fundu þau í öllum frumukjörnum: í þráð- um, sem litningar eða krómósóm kallast. Litningarnir eru ósýni-

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.