Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 40

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 40
34 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Árni Waag: Nýr fugl Flolmeisa — Parus major. Hinn 4. desember 1959 sá ég tvo fugla þessarar tegundar í birki- tré við Fjólugötu 1 í Reykjavík. Flotmeisur hafa ekki sézt hér á landi fyrr, svo að vitað sé. Eftir skamma stund flugu þessir fuglar í trjágarðinn við Fjólugötu 5. Um það bil 30 mínútum síðar flugu þeir suður götuna og hurfu mér sjónum. I þetta skipti sá ég þá ekki leita sér ætis, enda voru þeir fremur órólegir og varir um sig. Hinn 13. s. m. sá svo Jón B. Sigurðsson þá í garði á horni Njarðar- götu og Laufásvegar og hinn 15. s. m. sáum við Finnur Guðmunds- son þá í görðum við norðurhluta Fjólugötu. Voru þeir þá einkum í ribsberjarunnum og á jörðu niðri í ætisleit. Eftir þetta sáust flot- meisurnar öðru hverju í trjágörðum í þessum bæjarhluta allt til 5. marz 1960, en þá sá ég þær síðast í trjágarði á horni Njarðargötu og Laufásvegar. Ekki gat ég betur séð en þær væru vel á sig komn- ar og hinar sprækustu. Flotmeisan telst til meisuættarinnar (Paridae) og er eini fulltrúi hennar, sem hér hefur orðið vart við. Tegundir þessarar ættar, sem eru fjölmargar, eru dreifðar um nær allan heim. Hinar eiginlegu meisur eru litlir og þybbnir fuglar, hálsstuttir og yfirleitt með stutt og stubbslegt nef. Þær eru oftast dökkar á kolli, en hvítar á vöng- um. Munur eftir kynferði er lítill eða enginn. Tegundirnar líkjast hver annarri í háttum. Þær afla sér einkum fæðu í trjám, en þó einnig oft á jörðu niðri. Þær eru skemmtilegir og fjörugir fuglar, sem sífellt eru á iði um greinar og boli trjáa í ætisleit og hanga þá oft á greinunum í hinum furðulegustu stellingum. Flotmeisan er stærst af hinum eiginlegu meisum, en er þó aðeins lítið eitt stærri en auðnutittlingur. Hún er svört á kolli, kverk og framhálsi, hvít á vöngum, gulgræn aftan á hálsi og á baki og blágrá á gumpi, vængþökum og stéli. Yztu stélfjaðrir eru hvítar og vængur með hvítu belti. Að neðan er hún skærgul, en aftur eftir miðjum kviði gengur breið, svört rák. Hvítu vangaskellurnar og svarta kviðrákin eru ágæt tegundareinkenni. Útlitsmunur eftir kynferði er sára lít-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.