Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 12
6
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
fyrstur smíðaði það. Á 5. mynd er teikning af Wilson þokuhylki.
Hylkið er sívalningur C, sem inniheldur lofttegund, sem er mettuð
vatnsgufu. Hylkið er lýst upp með sterku ljósi, sem kemur inn um
glugga á hylkinu. í hylkinu er bullan P. Ef hún er skyndilega færð
niður, þenst loftið, sem er í hylkinu,
út. Við útþensluna lækkar hitastig
loftsins, og verður það þá yfirmettað
af vatnsgufu. Ef hlaðnar agnir eru í
hylkinu, þéttist vatnsgufan á þeim og
myndar vatnsdropa. Hylkið er notað
til að sjá brautir hlaðinna agna. Hlað-
in ögn, sem kemur inn í hylkið, jón-
5. mynd. Wilson þokuhylki. arl) loftmólekúlin, sem liggja á braut
hennar. Þegar loftið þenst út, þéttist
yfirmettaða gufan á þessum jónum og myndar sýnilegar brautir.
Hægt er að sjá eða ljósmynda brautirnar gegnum glerlokið G.
6. mynd. Þokuhylkismynd af braut
pósitrónu í segulsviði. Pósitrónan kom
inn í hylkið að neðan og fór gegnum
G mm þykka blýplötu. Segulsviðið
gengur inn í blaðið.
í tilraun sinni setti Anderson þokuhylkið í segulsvið, loftið
var látið þenjast út með vissu millibili, og Ijósmyndir voru teknar
]) Jón er atóm eða mólekúl, sem hlaðizt hefur rafmagni við að missa eða
taka til sín elektrónur. Sögnin að jóna merkir að mynda jón. Hlaðinni ögn
eða jón, sem rekst á óhlaðið atóm eða mólckúl, tekst stundum að slíta elek-
trónu frá atóminu eða mólekúlinu og eiga samt nógu mikla hreyfiorku eftir
til að komast í burtu. Um leið skilur hún eftir tvær nýjar hlaðnar agnir í
lofttegundinni: elektrónuna og hið jónaða atóm eða mólekúl. Þetta hefur
verið nefnd steytijónun á íslenzku.