Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 12

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 12
6 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN fyrstur smíðaði það. Á 5. mynd er teikning af Wilson þokuhylki. Hylkið er sívalningur C, sem inniheldur lofttegund, sem er mettuð vatnsgufu. Hylkið er lýst upp með sterku ljósi, sem kemur inn um glugga á hylkinu. í hylkinu er bullan P. Ef hún er skyndilega færð niður, þenst loftið, sem er í hylkinu, út. Við útþensluna lækkar hitastig loftsins, og verður það þá yfirmettað af vatnsgufu. Ef hlaðnar agnir eru í hylkinu, þéttist vatnsgufan á þeim og myndar vatnsdropa. Hylkið er notað til að sjá brautir hlaðinna agna. Hlað- in ögn, sem kemur inn í hylkið, jón- 5. mynd. Wilson þokuhylki. arl) loftmólekúlin, sem liggja á braut hennar. Þegar loftið þenst út, þéttist yfirmettaða gufan á þessum jónum og myndar sýnilegar brautir. Hægt er að sjá eða ljósmynda brautirnar gegnum glerlokið G. 6. mynd. Þokuhylkismynd af braut pósitrónu í segulsviði. Pósitrónan kom inn í hylkið að neðan og fór gegnum G mm þykka blýplötu. Segulsviðið gengur inn í blaðið. í tilraun sinni setti Anderson þokuhylkið í segulsvið, loftið var látið þenjast út með vissu millibili, og Ijósmyndir voru teknar ]) Jón er atóm eða mólekúl, sem hlaðizt hefur rafmagni við að missa eða taka til sín elektrónur. Sögnin að jóna merkir að mynda jón. Hlaðinni ögn eða jón, sem rekst á óhlaðið atóm eða mólckúl, tekst stundum að slíta elek- trónu frá atóminu eða mólekúlinu og eiga samt nógu mikla hreyfiorku eftir til að komast í burtu. Um leið skilur hún eftir tvær nýjar hlaðnar agnir í lofttegundinni: elektrónuna og hið jónaða atóm eða mólekúl. Þetta hefur verið nefnd steytijónun á íslenzku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.