Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 29
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
23
2. mynd. Bananaflugur, mjög stækkaðar. Karlfluga til vinstri, kvenfluga til
hægri. (Muntzing).
legir í smásjá í frumunni, nema meðan fruman skiptir sér, þá þétt-
ast þeir og verða sjáanlegir í smásjá.
f þessum litningum situr efnið, sem stýrir erfðum lífveranna, Jrar
sitja genin.
í hverri tegund lífvera eru litnirigarnir jafnan ákveðins fjölda.
í mönnum eru til dæmis 46 litningar í liverri frumu líkamans, 23
frá livoru foreldri mannsins komnir. Til Jressa hafa litningar manns-
ins verið taldir 48, en nýlega tókst með bættri tækni að leiðrétta
Jressa tölu.
Bananaflugan, Drosophila melanogaster, hefur 8 litninga. Banda-
rískum vísindamörinum, einkum T. H. Morgan og samstarfsmönn-
um hans, Sturtevant og Bridges, tókst á árunum milli heimsstyrj-
aldanna að kortleggja litninga bananaflugunnar, svo að nú vitum
við legu um 600 gena í litningum hennar; vitum, hvaða eiginleikar
stjórnast af genum hvers litnings og Jrekkjum röð genanna í litn-
ingnum. Sams konar litningakort er til yfir litninga ýmissa ann-
arra lífvera. Bezt litningakort með jurtum mun vera litningakort
maísplöntunnar, sem hefur 20 litninga og um 400 þekkt og stað-
sett gen í þeim.