Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 47

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 47
náttúrufræðingurinn 41 á náttúrudýrð okkar og þjóðminjar hefir leitt til þess, að brýn nauðsyn var að stofna til öflugrar norrænnar samvinnu á þessu sviði og koma á reglulegum fundum og námskeiðum," segir höf- undurinn í upphafi greinarinnar. Síðasti kafli greinarinnar heitir: „Til atlögu gegn hóflausri plöntun barrtrjáa á sumum stöðum“. Þessi greinarhluti á því fullt erindi til lesenda þessa rits, svo þeir megi sjá með eigin augum, að í þessu máli er ekki bara um sérvizku íslenzkra náttúruvemdar- manna að ræða. Þessi greinarkafli birtist því hér þýddur af undir- rituðum: „Til atlögu gegn hóflausri plöntun grenitrjáa. Að lokum ætla ég að minnast á hinn viturlega og hreinskilnis- lega fyrirlestur Gustafs Wennmarks, lénsskógarvarðar, „Náttúru- vernd í héraði á vesturströndinni“. Mér hlýnaði mjög um hjarta- ræturnar við að heyra skógræktarmann leggja ákveðið til atlögu við hina einhliða og hóflausu plöntun greniskóga á okkar sellu- lósa-mótuðu tímum. Það er farið að bera allt of mikið á greninu í landslaginu, sagði lénsskógarvörðurinn. Það gerir landslagið þung- lamalegt. Við verðum, að minnsta kosti, að hafa „líflegri" gróður á svæðinu næst ströndinni, helzt með stökum trjám eða þá smá- þyrpingum birkitrjáa, eikartrjáa eða annarra lauftrjáa með ljósa og gisna krónu, svo útsýnið út á sjóinn og yfir skerjagarðinn haldist. Á inngangi fyrirlestursins mátti heyra, að Wennmark þekk- ir gróðursögu þessa landssvæðis mjög vel, og það svo, að sómi er að fyrir fulltrúa þess lands, þar sem vagga frjógreiningarinnar stóð. Á sænsku vesturströndinni var landslagið áður friðsælt og bros- andi með lynggróðri og smáþyrpingum eikartrjáa og annarra lauf- trjáa hér og þar, en nú er það greinilega í þann veginn að breytast í drungalegan greniskóg, þar sem hin eðlilega þróun gróðursins og fegurð landslagsins verður í æ ríkara mæli að víkja fyrir ein- hliða plöntun grenitrjáa. Það var stórkostlegur viðburður að hlusta á fyrirlestur Wenn- marks fyrir mann, sem á heima í landi, þar sem jafnvel hin æðsta kennslustofnun í skógræktarfræðum hefir ekki svo mikið sem einn einasta kennarastól í skógar- og gróðursögu til að veita skógrækt- armönnum okkar gróðursögulegan grundvöll að byggja hið mikil- væga starf sitt á.“ Eyþór Eincirsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.