Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 13

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 13
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 7 af brautunum, sem þá mynduðust. Á einni ljósmyndinni sást braut, sem leit út eins og braut elektrónu, en beygði í öfuga átt við það, sem negatív elektróna mundi hafa gert. Til þess að vera viss í sinni sök setti Anderson 6 mm þykka blýplötu í mitt hylkið og tók svo myndir að nýju. Ögnin missti nokkuð af orku sinni við að fara gegnum blýplötuna. Beygjan á brautinni fyrir ofan plötuna var meiri en fyrir neðan hana, og hlaut ögnin því að hafa komið inn að neðan (sjá 6. mynd). Frá þekktri stefnu segulsviðsins og beygju brautarinnar var sú ályktun dregin, að ögnin hlyti að hafa pósitíva ltleðslu. Ögnin er kölluð andelektróna eða pósitróna. Mælingar sýna, að hún hefur sama massa og sarna snúningsskriðþungamætti ' N 7. mynd. Pósitróna hefur sama massa og sama snúnings- skriðþungamætú og elektróna. Hún hefur jafnstóra raf- hleðslu og elektrónan, en hleðsla pósitrónunnar er pósi- tív. Segulmætti pósitrónunnar er jafnt segulmætti elek- trónunnar, en hefur annað formerki, jj. e. a. s. norður og suður segulpólarnir snúast við. Berið þessa mynd sam- an við 4. mynd. og elektróna. Einnig hefur hún sömu ldeðslu og sama segulmætti, en með öfugu formerki (sjá 7. mynd og berið hana saman við 4. mynd). Anderson hlaut Nóbelsverðlaun í eðlisfræði árið 1936 fyrir uppgötvun sína á pósitrónunni. Hvað gerist, þegar pósitróna rekst á elektrónu? Pósitrónan er svokölluð andögn elektrónunnar. Þegar pósitróna fer gegnum efni, missir hún orku við árekstra. Þegar hraði hennar er orðinn nærri því núll, gengur hún í samband við elektrónu, þær eyða hvor annarri og orka, sem samsvarar massa beggja agnanna myndast, venjulega sem tvær gammageisla fótónur.1) Hin fræga líking Einsteins segir, að orka hvorrar fótónu fyrir sig verði mec2,2) þar sem me er massi elektrónunnar og c er ljóshraðinn. Þegar massi elektrónunnar og ljóshraðinn eru sett inn í þetta stærðtákn, kemur 1) Gammageislar eru rafsegulöldur, svipaðir Röntgen geislum, en hafa enn jiá styttri öldulengd (eru orkumeiri). Fótóna er skammtur af geislaorku. 2) Ef me er í grömmum og c í cm/sek, kemur orkan út í ergum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.