Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 47

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 47
náttúrufræðingurinn 41 á náttúrudýrð okkar og þjóðminjar hefir leitt til þess, að brýn nauðsyn var að stofna til öflugrar norrænnar samvinnu á þessu sviði og koma á reglulegum fundum og námskeiðum," segir höf- undurinn í upphafi greinarinnar. Síðasti kafli greinarinnar heitir: „Til atlögu gegn hóflausri plöntun barrtrjáa á sumum stöðum“. Þessi greinarhluti á því fullt erindi til lesenda þessa rits, svo þeir megi sjá með eigin augum, að í þessu máli er ekki bara um sérvizku íslenzkra náttúruvemdar- manna að ræða. Þessi greinarkafli birtist því hér þýddur af undir- rituðum: „Til atlögu gegn hóflausri plöntun grenitrjáa. Að lokum ætla ég að minnast á hinn viturlega og hreinskilnis- lega fyrirlestur Gustafs Wennmarks, lénsskógarvarðar, „Náttúru- vernd í héraði á vesturströndinni“. Mér hlýnaði mjög um hjarta- ræturnar við að heyra skógræktarmann leggja ákveðið til atlögu við hina einhliða og hóflausu plöntun greniskóga á okkar sellu- lósa-mótuðu tímum. Það er farið að bera allt of mikið á greninu í landslaginu, sagði lénsskógarvörðurinn. Það gerir landslagið þung- lamalegt. Við verðum, að minnsta kosti, að hafa „líflegri" gróður á svæðinu næst ströndinni, helzt með stökum trjám eða þá smá- þyrpingum birkitrjáa, eikartrjáa eða annarra lauftrjáa með ljósa og gisna krónu, svo útsýnið út á sjóinn og yfir skerjagarðinn haldist. Á inngangi fyrirlestursins mátti heyra, að Wennmark þekk- ir gróðursögu þessa landssvæðis mjög vel, og það svo, að sómi er að fyrir fulltrúa þess lands, þar sem vagga frjógreiningarinnar stóð. Á sænsku vesturströndinni var landslagið áður friðsælt og bros- andi með lynggróðri og smáþyrpingum eikartrjáa og annarra lauf- trjáa hér og þar, en nú er það greinilega í þann veginn að breytast í drungalegan greniskóg, þar sem hin eðlilega þróun gróðursins og fegurð landslagsins verður í æ ríkara mæli að víkja fyrir ein- hliða plöntun grenitrjáa. Það var stórkostlegur viðburður að hlusta á fyrirlestur Wenn- marks fyrir mann, sem á heima í landi, þar sem jafnvel hin æðsta kennslustofnun í skógræktarfræðum hefir ekki svo mikið sem einn einasta kennarastól í skógar- og gróðursögu til að veita skógrækt- armönnum okkar gróðursögulegan grundvöll að byggja hið mikil- væga starf sitt á.“ Eyþór Eincirsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.