Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 33
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
77
lengd og hafa í mörgu líkst krókódílum vorra tíma, enda forfeður
þeirra og þar með skriðdýranna yfirleitt. Sum hafa verið skæð
rándýr og allt annað en friðsamleg er þau þrömmuðu um í rökkur-
heimum sínum — hinum þöglu frumskógum steinkolatímabilsins.
Þegar liér var kornið sögu, höfðu nokkur skordýranna náð þeim
inikla áfanga í þróun sinni, að geta flogið. Þess er áður getið, með
hvaða hætti vængirnir tóku upphaflega að myndast. Nú voru þeir
orðnir að öflugum líffærum, sem gerðu viðkomandi dýrum mögu-
legt að svífa um að vild. Þetta var stórkostlegur sigur í framvindu
lífsins og mikil tíðindi máttu það teljast, þegar fyrstu flugdýr lieims-
ins hófu sig á loft.
Á steinkolatímabilinu voru sum þessara fljúgandi skordýra orð-
in stórvaxin í rneira lagi. Þá svifu um loftið drekaflugur, sem höfðu
70 cm vænghaf og voru þar með stærstu skordýr, sem nokkurn tíma
hafa borist um á vængjum eða yfirleitt verið til.
Þegar steinkolatímabilið hafði staðið með miklum blóma öld
fram af öld, eða um 80 milljónir ára, hófust enn tímar mikilla
umbrota á yfirborði jarðar, sem höfðu örlagaríkar afleiðingar fyrir
gróður og dýralíf. í upphafi permtímans risu miklir fjallgarðar víða
um heim. Fenjaflákarnir lyftust og vötn streymdu til sjávar í stríð-
um straumum. Við það þornaði sá voti jarðvegur, sem var hinum
bohnjúku trjám lífsnauðsynlegur til viðhalds og þroska. Og þar
með voru örlög þeirra ráðin. Þau hnigu til foldar livert af öðru og
grófust undir farg nýrra jarðlaga, þar sem þau, ásamt gróðurleifum
alls steinkolatímabilsins, urðu um síðir að steinkolum.
Þetta mikla umrót hafði skiljanlega í för með sér stórvægilegar
breytingar á lífskjörum þeirra dýra, sem gert höfðu frumskógana
að dvalarkynnum sínum. Þau urðu nú að taka upp nýja lifnaðar-
liætti til þess að bjarga sér frá yfirvofandi tortímingu. Blómatími
þeirra var liðinn. Og senn urðu frumfroskarnir stóru að víkja að
fullu fyrir niðjum sínum, skriðdýrunum.
Hér verða þáttaskil í sögu lífsins. Upphafstímar þess eru óralangt
að baki og fornöld jarðar, sem náði yfir 300 milljónir ára, hefur
um það bil runnið sitt skeið á enda. Trjárisar steinkolatímans
eru fallnir og nýjar tegundir teknar við. En sköpunarhæfni náttúr-
unnar er þó hin sama og enn átti lífið eftir að sækja fram til sigurs.
Brátt hófst nýtt stórveldi dýra til valda, meira og voldugra en þau,