Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 3

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 3
Náttúrufr. — 31. árgangur — 3. hefli — 97.—144. síða — Reykjavlk, olitóber 1961 Bjarni Helgason: r Athuganir á hitastigi jarðvegs íMslandi Inngangur. Hiti er einn þeirra aðalþátta, sem álirif hafa á vöxt plantnanna og dreifingu þeirra um hina ýmsu staði og hluta heims. Fjölda- margar athuganir og rannsóknir hafa verið gerðar á áhrifum loft- hitans á gróðurinn og hefur t. d., Bandaríkjamaðurinn Dauben- mire (1959) gert þeirn atriðum nokkur almenn skil. Hins vegar er að finna í Annual Review of Plant Physiology frá árinu 1953 grein um svipað efni eftir annan Bandaríkjamann, Went að nafni (Went, 1953), sem að vissu leyti veitir fullkomnara og nákvæmara yfirlit. En hann ritar eingöngu um hin sérstöku áhrif lofthitans á plönt- urnar og greinir frá mörgum rannsóknum í því sambandi. Vöxtur hinna æðri plantna er ekki aðeins háður lofthitanum, lieldur líka hitastigi jarðvegsins og því, hvernig jarðvegurinn varðveitir þann hita. Jarðvegsbakteríurnar, sveppirnir og smádýr- in í jarðveginum (microflora og microfauna), sem oft eru nauð- synleg fyrir tilveru hinna æðri plantna, eru alveg háð liitastigi jarð- vegsins. Eigi að síður hefur Jressi mikilvægi þáttur verið tiltölu- lega iítið rannsakaður í samanburði við t. d. hin beinu áhrif loft- hitans. Eitt bezta yfirlitið um Jrennan þátt hitastigsins er eftir Bandaríkjamennina Richards, Hagan og McCalla (1952) með nokk- uð á limmta hundrað tilvitnunum. Það verður þó ekki talið mik- ið, þegar litið er á, að yfirlit þeirra nær yfir allt, sem ritað hefur verið í þessu sambandi til ársins 1952. Enginn vafi er á ]n í, að gildi jarðvegshitans eða mikilvægi hans hefur margfaldazt á undanförnum árum vegna hinna víðtæku og ört vaxandi tilrauna til að flytja plöntur milli staða og landa, og rækta þær svo við allt önnur og jafnvel nrjög frábrugðin skilyrði en Jrau, sem þær áttu áður að venjast. Hins vegar verða áhrif jarðvegshitans aðeins rétt metin með

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.