Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 21

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 21
NÁTTÚRUFRÆÐIN GURINN 115 ust með vorkomunni og komið svo aftur á gamlar slóðir, þegar harðnaði í ári. Þar sem útlitsmunur eftir kynferði er enginn var ekki hægt að fá úr því skorið, hvort hér hal’i verið um par að ræða. Sé svo, tel ég ekki útilokað, að trjáspörvarnir tveir hafi gert tilraun til þess að verpa sumarið 1959, þótt að sjálfsögðu sé ekki hægt að íullyrða það. Aðlögunarhæfni trjáspörsins er mikil, og tel ég ekki nokkurn vafa á því, að þeir gætu ílenzt hér á landi. Trjáspörinn telst til einnar stærstu ættar fuglanna, vefaraættar- innar (Ploceidae). Til þessarar ættar eru taldar um 315 tegundir, sem dreifðar eru um nær allan heirn, en flestar eru þær í hitabelt- islöndum. Margar tegundir ættarinnar eru snillingar í hreiðurgerð og er nafn hennar dregið af því. Til hinna eiginlegu spörva teljast um 60 tegundir og ná heimkynni þeirra yfir mestan liluta gamla lieimsins. Gráspörinn (Passer domesticus) er vafalaust þekktastur Jressarar ættkvíslar, en hann liel'ur einnig fundizt hér á landi. Segja má, að hann sé einkennisfugl borga, bæja og annarra þéttbýlla svæða um víða veröld, og liafi verið í tengslum við manninn um langan aldur. Spörvar eru yfirleitt litlir og Jrybbnir fuglar. Þeir stærstu eru á stærð við snjótittling. Nefið er fremur stutt og keilu- laga. Trjáspörinn er nokkru stærri en auðnutittlingur. Hann er brúnn á kolli, brúnn með svörtum rákum á baki, svartur á kverk og framhálsi og með svarta rák frá nefi og aftur fyrir augu. Vang- inn er hvítur með svörtum bletti í miðjunni. Vængur er dökkur með tveim hvítum vængbeltum. Að neðan er fuglinn ljósgrár.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.