Náttúrufræðingurinn

Årgang

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 25

Náttúrufræðingurinn - 1961, Side 25
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 119 Vegna rannsókna rninna á þörnngagróðri í liverum hér á landi, hefur leið mín nokkrum sinnum legið til Hveravalla, lyrst 1944, en síðast 1960. Eru hverirnir á Hveravöllum sérstaklega hentugir til slíkra gróðurathugana, vegna þess, hve þeir eru ósnortnir og hversu litlar breytingar verða á mörgum þeirra frá ári til árs. Hér á eftir verður nú greint frá nokkrum athugunum, sem ég hef gert þarna og talist geta frásagna verðar. Hverirnir. Fjöldi hveranna á Hveravöllum verður tæpast ákveðinn ná- kvæmlega. Her það til að sum uppstreymisopin eru mjög lítil og hverfa þau stundum, færast úr stað eða ný myndast á stuttum tíma. I. mynd. Hveravellir. Hverirnir merktir númerum. Helztu einkenni 1957— 1959. I svigum merkingar Humlum & Tuxen og hitamælingar þeirra (1934), þar sem öruggt er, að um sömu hveri sé að ræða. 1. Eyvindarhola. Ákaft sjóðandi. 93° C. (H & T: I, 92° C). 2. Öskurhóll. Stöðugt gufugos. (H & T: G, 97° C). 3. Bláhver. Kyrr, blár, 88° C. (H & T: C, 89.5-91° C) 4. Bræðrahver. Stöðugt gjósandi (H & T: A, 86° C). 5. Grænihver. Kyrr, grænn, 82° C. (H & T: D, 82—91° C). 6. Kyrr, tær (H & T: M, 93° C). 7. Laug, 21° C. Mikið af grænþörungum (H &T: L, 14.5—20.5° C). 8. Smáop. Sjóðandi. 9. Þrjár holur. Sjóðandi. 92—95° C. Hveraskánir við afrennsli. 10. Sjóðandi. II. Sjóðandi. Upphaf hitalagnarinnar. Talsvert af hveraskánum í afrennsli. 12. Á kafi í möl. Sjóðandi. 13. Sjóðandi. 92° C. 14. Þrír hverir. Einn ákaft sjóðandi. 93° C. 15. Kyrr. 50° C. Mikil hveraskán. 16. Lítil hola. 97° C. Frárennsli langur lækur. Mikil hveraskán. 17. Lítil liola. 98° C. Frárennsli langur lækur. Mikil hveraskán. 18. Laug, volg. Mikið af grænþörungum. 19. Sjóðandi. (H & T: J, 92° C). 20. Kyrr. 64° C. Talsvert af hveraskánum í afrennsli. 21. Tveir hverir. Sjóðandi. 97° C. 22. Sjóðandi. (H & T: S, 97° C). Þar sem Hveravellir eru í 600 m hæð er normal loftþyngd þar 711 mm og suðumark vatns 98.1° C. Kortið teiknaði Petrína Jakobsdóttir.

x

Náttúrufræðingurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.