Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 48

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 48
138 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Sigurður Þórarinsson: Almennar náttúrurannsóknir Dagana 28. og 29. ágúst s.l. var að tilhlutan menntamálaráðherra Dr. Gylfa 1>. Gíslasonar, haldin ráðstefna um raunvísindarannsóknir. Fór hún fram í Há- skólanum undir forsæti háskólarektors, Ármanns Snævars. Á ráðstefnu þessari mættu flestir þeir sérfræðingar íslenzkir, sem hér starfa á sviði raunvísinda, svo og fulltrúar úr Stjórnarráðinu, frá Háskólanum og frá höfuðatvinnuvegum þjóðarinnar. Fyrir ráðstefnunni lágu til umræðu: 1. Tillögur um rannsókna- stofnun í raunvísindum við Háskóla Islands. 2. Frumvarp til laga um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun íslands. 3. Frumvarp til laga um rannsóknir í þágu atvinnuveganna. Framsögu um almennar náttúrurannsóknir og Náttúrufræðistofnun íslands hafði Dr. Sigurður Þórarinsson og birtist liér erindi hans. Ritstjonnn. Ég hef verið beðinn að segja hér nokkur orð í sambandi við frum- varp það til laga um almennar núttúrurannsóknir, sem útbýtt liefur verið til þátttakenda þessarar ráðstefnu. Frumvarp þetta er, að til- hlutan Atvinnumálanefndar, samið af deildarstjórum Náttúrugripa- safnsins í samvinnu við nefndina og reynt var að brúa bil beggja, er um ágreiningsatriði var að ræða, sem ekki voru mörg. Því fylgir allítarleg greinargerð, og er þar rakin forsaga þessa frumvarps og einstakar greinar þess nánar útskýrðar. Þarf ég vart við það að bæta hér, og mun ég því verja mínútum mínum til að segja nokkur orð um almennar náttúrurannsóknir og lilutverk Náttúrufræði- stofnunar Islands, eða Náttúrugripasafnsins, eins og stofnunin enn heitir. Svo sem segir { fyrstu grein lagafrumvarpsins er með almennum náttúrufræðirannsóknum átt við undirstöðurannsóknir í dýrafræði, grasafræði, jarðfræði og landafræði. Það er venja að greina milli basic (fundamental) researcli eða undirstöðurannsókna annars vegar og applied research eða hag- nýtra rannsókna hins vegar. Hinar almennu náttúrufræðirann- sóknir falla auðvitað undir fyrri flokkinn, og því er sú skipting sem viðhöfð hefur verið, er boðað var til þessarar ráðstefnu, nokkuð

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.