Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 54

Náttúrufræðingurinn - 1961, Page 54
144 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Hinn danski náttúrufræðingur J. Steenstrup, sem safnaði jurt- unr hérlendis, árin 1939 og 1840, fann skógarfjólu á Snæfjallaströnd NV., og eru laufblöð af eintaki því, sem hann tók, enn til í Grasa- safninu í Kaupmannahöfn. Á nefndum slóðunr hefur jurtin ekki endurfundizt. En í þess stað kemur hún í ljós fyrir innan innsta íjörð ísafjarðardjúps. Þykir mér sennilegt að hún vaxi víðar á Vestfjörðum. Fjólu-eintak það, sem ég fékk í hendur var all-þroska- legt og með hálfþroskuðunr aldinum. Hinn danski náttúrufræðingur fann fjólutegund þessa einnig í Krýsuvík SV., og er til eitt stofnblað af henni þaðan í Grasasafninu í Höfn. Um aldamótin 1900, þegar Flóra íslands eftir Stefán Stefánsson var gefin út í fyrsta skipti, hafði fjólan ekki endurfundizt í Krýsu- vík fremur en á Snæfjallaströnd, enda fundarstaðurinn talinn ólík- legur. Af þeim ástæðum var tegundin ekki tekin með í flóruna. Sumarið 1926 finnst skógarfjólan norðanlands og ári síðar á Austfjörðum (Sjá Skýrslu um liið íslenzka Náttúrufræðifélag félags- árin 1925—1926 og 1927—1928), en í Krýsuvík felur tegundin sig allt fram til ársins 1960. Þann 11. júní það ár fann ég hana í allríkum mæli í grashalli niður undan hinum gróðurvana brennisteins- brekkum. Tegundin var að byrja að blómstra. Flutti ég nokkur eintök af henni heim í skrúðgarð minn í Reykjavík, og þar blómg- aðist hún ágætlega og þroskaði fræ s.l. sumar. (Sjá til viðbótar um skógarfjóluna í grein Eyþórs Einarssonar: Utn nokkrar íslenzkar plöntutegundir og útbreiðslu peirra, einkum á Austurlandi. Náttúru- fr. 29. árg., 4. liefti). Ingimar Óskarsson.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.