Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 2006, Blaðsíða 3
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Guðrún Marteinsdóttir Mikilvægi stórþorsks í VIÐKOMU ÞORSKSTOFNSINS VIÐ ÍSLAND Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á stærð og samsetningu þorskstofnsins við ísland. Þannig hefur hrygningarstofninn minnkað úr tæpum 950 jDÚsund tonnum niður í rúm 196 þúsund tonn á tímabilinu 1955-2002. Á sama tíma fækkaði í eldri hlut stofnsins og er nú aðeins u.þ.b. 1 milljón þorska 10 ára og eldri en árið 1955 voru þeir um 85 milljónir (1. mynd). FFækkun eldri þorska hefur verið mun hraðari en fækkun þorska í yngri árgöngunum og er nú rninna en 1% af þorski sem nær 10 ára aldri samanborið við rúm 35% árið 1955 (2. mynd). Þannig er ljóst að stofninn er nú samsettur úr tiltölulega ungum fiskum en meðalaldur kynþroska þorsks er u.þ.b. 5 ár í dag saman- borið við rúm 8 ár um miðbik síð- ustu aldar (2. mynd). Þróun sem þessi er ekki einsdæmi í íslenska þorskstofninum. Þannig hefur stærð og samsetning flestra þorskstofna í Norður-Atlantshafinu tekið miklum breytingum á síðustu áratugum. Almennt má segja að samsetning stofna sem hafa orðið fyrir miklu veiðiálagi einkennist af þröngri aldursdreifingu og lágum meðalaldri en meginafleiðing mikilla veiða er sú að færri og færri fiskar ná háum aldri og í sumum tilfellum eru þeir jafnvel horfnir úr stofninum áður en þeir ná kynþroska. Ekki er talið æskilegt að slík þró- un gangi of langt þar sem mikil- vægt er að viðhalda eins miklum breytileika og unnt er innan stofns- ins bæði hvað varðar stærð og ald- 2. mynd. Fjöldi 10 ára og eldri þorska (í þúsundum á vinstri Y-ás) og stærð hrygningarstofnsins (SSB: þús. tonn á hægri Y-ás) frá ár- inu 1955 fram til ársins 2001} Náttúrufræðingurinn 74 (1-2), bls. 3-10, 2006 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.